Innlent

Landspítalinn fullur: Inflúensan eykur á vandann

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
„Öll legudeildarpláss eru þétt setinn,“ segir læknir á Landspítalanum.
„Öll legudeildarpláss eru þétt setinn,“ segir læknir á Landspítalanum. Vísir/Ernir
Erill er á bráðamóttöku Landspítalans og er spítalinn að verða fullur. Mikill fjöldi hefur leitað sér aðstoðar vegna inflúensueinkenna og segir læknir á spítalanum að flensan hafi aukið á vandann.



„Það er þó nokkuð um inflúensutilfelli sem við höfum þurft að leggja inn,“ segir Guðmundur Jónasson læknir. „Það er búið að vera töluverður erill hjá okkur og mikið af fólki á bráðamóttökunni. Spítalinn er fullur, öll legudeildarpláss eru þétt setinn.“



„Við tökum við öllum sem koma en það er ágætt fyrir fólk að vita að það er mikið af sjúklingum á bráðamóttökunni núna. Með minni háttar vandamál þá bendum við á læknavaktina sem góðan kost,“ segir Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×