Enski boltinn

Flamini hetja Arsenal | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Flamini skorar fyrra mark sitt.
Flamini skorar fyrra mark sitt. vísir/getty
Mathieu Flamini var hetja Arsenal sem vann 1-2 sigur á erkifjendum sínum í Tottenham í 3. umferð enska deildarbikarsins í kvöld.

Flamini skoraði bæði mörk Arsenal í sitthvorum hálfleiknum en í millitíðinni jafnaði Calum Chambers metin með sjálfsmarki.

Flaimini kom Skyttunum yfir á 26. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Alex-Oxlade Chamberlain sem Michel Vorm, markvörður Tottenham, varði út í teiginn.

Staðan var 0-1 í hálfleik en á 56. mínútu varð Chambers fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark.

En Flamini var ekki hættur og hann tryggði Arsenal farseðilinn í 4. umferðina með glæsilegu marki á 78. mínútu.

Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan.

Tottenham 0-1 Arsenal Tottenham 1-1 Arsenal Tottenham 1-2 Arsenal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×