Enski boltinn

Hughes ósáttur með enska knattspyrnusambandið | "Enginn stöðugleiki“

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hughes er ekki jafn sáttur með enska knattspyrnusambandið og hann var eftir sigurinn í gær.
Hughes er ekki jafn sáttur með enska knattspyrnusambandið og hann var eftir sigurinn í gær. Vísir/Getty
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke City, var ósáttur að sjá að enska knattspyrnusambandið ákvað að fella niður leikbann Gabriel eftir að brasilíski miðvörðurinn fékk rautt spjald í leik Chelsea og Arsenal um helgina.

Gabriel var sendur af velli eftir að hafa sparkað í Costa en stuttu áður virtist Costa klóra aftan í hálsinn á Gabriel eftir að hafa slegið til Laurent Koscielny stuttu áður. Diego Costa slapp við brottrekstur í leiknum sjálfum en var í gær dæmdur í þriggja leikja bann á sama tíma og bann Gabriel var afturkallað.

Ibrahim Afellay sneri aftur í lið Stoke í 1-0 sigri á Fulham í enska deildarbikarnum í gær en hann tók nýlega út þriggja leikja bann eftir að hafa slegið til Craig Gardner eftir slæma tæklingu frá enska miðjumanninum. Reyndi Stoke að áfrýja spjaldinu en án árangurs.

„Við skiljum ekkert í þessum ákvörðunartökum hjá knattspyrnusambandinu. Afellay þurfti að taka út sitt bann en þegar einhver sparkaði í annan leikmann fyrir framan dómarann en bannið þurrkað út. Það er enginn stöðugleiki í þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×