Innlent

Mikill viðbúnaður vegna elds í togskipi

Gissur Sigurðsson skrifar
Reykkafarar sigu meðal annars niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Reykkafarar sigu meðal annars niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Ernir
Vélarbilun varð í litlum fiskibáti, með tveimur mönnum um borð, þegar hann var staddur á Húnaflóa í gærkvöldi. Hann var skammt frá landi, en hafði þó vélarafl til þess að reka ekki upp í fjöru.

Björgunarskipið Húnabjörg frá Skagaströnd var sent út og tók bátinn í tog og komu þau til Skagastrandar á örðum tímanum í nótt.

Um svipað leyti kom línuskipið Tómas Þorvaldsson til Siglufjarðar með togskipið Sóleyju Sigurjóns í togi, eftir að eldur kviknaði þar um borð upp úr hádegi í gær.

Mikill viðbúnaður var vegna eldsins og sigu reykkafarar meðal annars niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Landsbjargar voru send á vettvang.

Ekki tókst að koma aðalvél skipsins í gang vegna brunaskemmda, og því var skipið dregið til hafnar. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×