Mér ofbýður 26. júní 2015 11:45 Mér ofbauð framkoma Vigdísar Hauksdóttur í kvöldfréttatíma sjónvarpsins í gærkvöldi þegar hún hélt því fram fullum fetum að laun táknmálstúlka hefðu tvöfaldast árið 2013. Það virðist til of mikils mælst að formaður fjárlaganefndar hafi staðreyndir mála á hreinu þegar hún mætir í fréttaviðtöl. Hið rétta er að eftir áralanga bið var gjaldskrá túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra hækkuð úr 6.989 í 10.134 árið 2013, í fyrsta skipti eftir að hún var fryst í hruninu 2009. Undanfarin 18 ár hefur undirrituð unnið sem táknmálstúlkur, að loknu 3 ára háskólanámi. Starfið er afar fjölbreytt og snertir nánast allt það sem gerist í lífi fólks frá vöggu til grafar. Hér er dæmi úr starfinu mínu: Á föstudegi fæ ég stundatöflu fyrir næstu viku, á hana eru skráðir þeir tímar og staðir sem ég á að mæta til að túlka. Á mánudegi er bætt á mig verkefni, jarðarför sem fer fram á miðvikudegi, hún bætist við þau verkefni sem þegar voru skráð á mig og ég sinni samtímis undirbúningi jarðarfararinnar. Í samstarfi við deildarstjóra minn fæ ég sent uppkast af sálmaskrá athafnarinnar frá útfararþjónustu. Þar eru skráðir allir þeir sálmar og lög sem flutt verða við athöfnina, ef sunginn verður einsöngur þarf að komast að því hvaða lag verður sungið við hvaða texta og á hvaða tungumáli. Ef textinn er á latínu, þýsku, frönsku eða öðru máli sem túlkurinn hefur ekki á valdi sínu þarf að finna íslenska eða enska þýðingu til að hafa til hliðsjónar við táknmálsþýðinguna. Hafa þarf samband við prestinn og fá hjá honum ekki einungis minningarræðuna (sem er oft ekki tilbúin fyrr en 1-2 klst. fyrir athöfn), heldur líka þann formlega texta sem á að flytja. Vinna þarf þýðingu á öllum textunum, oft í samstarfi við aðra túlka, nýta SignWiki.is síðuna og annað það sem nýtist við að æfa sig og undirbúa. Mæta þarf í kirkjuna um klukkutíma fyrir athöfn til að hitta prestinn og ná æfingu hjá söngfólki til að átta sig á hvernig flutningurinn verður í þetta skiptið. Tíu mínútum fyrir athöfnina kemur túlkurinn sér fyrir uppi við altari og stendur þar og túlkar þar til athöfninni lýkur. Á leiðinni frá kirkjunni fer túlkurinn í gegnum verkefnið, veltir fyrir sér hvað hafi gengið vel, hvað mætti gera öðruvísi næst og jafnvel er þörf á að fá handleiðslu að verkefni loknu ef það hefur reynt mikið á. Tíminn í bílnum er nýttur fyrir þessar hugsanir, þar sem jarðarförin fer fram í Grindavík. Fyrir þetta verkefni er kirkjan rukkuð um kr. 10.134. Auðvitað eru verkefnin sem við túlkum og aðstæðurnar eins misjafnar og þær eru margar, þegar búið er að reikna út ólíkan undirbúning fyrir verkefni, meðal akstur á milli staða, eftirvinnslu, handleiðslu, samstarf og fleira kemur út að full vinna túlks eru um 20 túlkaðir klukkutímar á viku og 20 tímar fyrir undirbúning, eftirvinnslu, akstur og annað. Það þýðir að fjármagnið sem hægt er að rukka fyrir 20 tíma á viku þarf að duga til að greiða laun túlka, reka þjónustuna, yfirbyggingu, sumarleyfi, veikindi og allt það sem fylgir almennum rekstri. Byrjunarlaun háskólamenntaðra táknmálstúlka á SHH eru í kringum 300.000 kr. á mánuði og Vigdís Hauksdóttir veltir fyrir sér vinsældum þess að lækka þau. Það breytir því ekki að með rangfærslum sínum berst Vigdís sem formaður fjárlaganefndar gegn því að döff einstaklingar hafi möguleika á að taka þátt í íslensku samfélagi eins og annað fólk. Mér ofbýður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér ofbauð framkoma Vigdísar Hauksdóttur í kvöldfréttatíma sjónvarpsins í gærkvöldi þegar hún hélt því fram fullum fetum að laun táknmálstúlka hefðu tvöfaldast árið 2013. Það virðist til of mikils mælst að formaður fjárlaganefndar hafi staðreyndir mála á hreinu þegar hún mætir í fréttaviðtöl. Hið rétta er að eftir áralanga bið var gjaldskrá túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra hækkuð úr 6.989 í 10.134 árið 2013, í fyrsta skipti eftir að hún var fryst í hruninu 2009. Undanfarin 18 ár hefur undirrituð unnið sem táknmálstúlkur, að loknu 3 ára háskólanámi. Starfið er afar fjölbreytt og snertir nánast allt það sem gerist í lífi fólks frá vöggu til grafar. Hér er dæmi úr starfinu mínu: Á föstudegi fæ ég stundatöflu fyrir næstu viku, á hana eru skráðir þeir tímar og staðir sem ég á að mæta til að túlka. Á mánudegi er bætt á mig verkefni, jarðarför sem fer fram á miðvikudegi, hún bætist við þau verkefni sem þegar voru skráð á mig og ég sinni samtímis undirbúningi jarðarfararinnar. Í samstarfi við deildarstjóra minn fæ ég sent uppkast af sálmaskrá athafnarinnar frá útfararþjónustu. Þar eru skráðir allir þeir sálmar og lög sem flutt verða við athöfnina, ef sunginn verður einsöngur þarf að komast að því hvaða lag verður sungið við hvaða texta og á hvaða tungumáli. Ef textinn er á latínu, þýsku, frönsku eða öðru máli sem túlkurinn hefur ekki á valdi sínu þarf að finna íslenska eða enska þýðingu til að hafa til hliðsjónar við táknmálsþýðinguna. Hafa þarf samband við prestinn og fá hjá honum ekki einungis minningarræðuna (sem er oft ekki tilbúin fyrr en 1-2 klst. fyrir athöfn), heldur líka þann formlega texta sem á að flytja. Vinna þarf þýðingu á öllum textunum, oft í samstarfi við aðra túlka, nýta SignWiki.is síðuna og annað það sem nýtist við að æfa sig og undirbúa. Mæta þarf í kirkjuna um klukkutíma fyrir athöfn til að hitta prestinn og ná æfingu hjá söngfólki til að átta sig á hvernig flutningurinn verður í þetta skiptið. Tíu mínútum fyrir athöfnina kemur túlkurinn sér fyrir uppi við altari og stendur þar og túlkar þar til athöfninni lýkur. Á leiðinni frá kirkjunni fer túlkurinn í gegnum verkefnið, veltir fyrir sér hvað hafi gengið vel, hvað mætti gera öðruvísi næst og jafnvel er þörf á að fá handleiðslu að verkefni loknu ef það hefur reynt mikið á. Tíminn í bílnum er nýttur fyrir þessar hugsanir, þar sem jarðarförin fer fram í Grindavík. Fyrir þetta verkefni er kirkjan rukkuð um kr. 10.134. Auðvitað eru verkefnin sem við túlkum og aðstæðurnar eins misjafnar og þær eru margar, þegar búið er að reikna út ólíkan undirbúning fyrir verkefni, meðal akstur á milli staða, eftirvinnslu, handleiðslu, samstarf og fleira kemur út að full vinna túlks eru um 20 túlkaðir klukkutímar á viku og 20 tímar fyrir undirbúning, eftirvinnslu, akstur og annað. Það þýðir að fjármagnið sem hægt er að rukka fyrir 20 tíma á viku þarf að duga til að greiða laun túlka, reka þjónustuna, yfirbyggingu, sumarleyfi, veikindi og allt það sem fylgir almennum rekstri. Byrjunarlaun háskólamenntaðra táknmálstúlka á SHH eru í kringum 300.000 kr. á mánuði og Vigdís Hauksdóttir veltir fyrir sér vinsældum þess að lækka þau. Það breytir því ekki að með rangfærslum sínum berst Vigdís sem formaður fjárlaganefndar gegn því að döff einstaklingar hafi möguleika á að taka þátt í íslensku samfélagi eins og annað fólk. Mér ofbýður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun