Mér ofbýður 26. júní 2015 11:45 Mér ofbauð framkoma Vigdísar Hauksdóttur í kvöldfréttatíma sjónvarpsins í gærkvöldi þegar hún hélt því fram fullum fetum að laun táknmálstúlka hefðu tvöfaldast árið 2013. Það virðist til of mikils mælst að formaður fjárlaganefndar hafi staðreyndir mála á hreinu þegar hún mætir í fréttaviðtöl. Hið rétta er að eftir áralanga bið var gjaldskrá túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra hækkuð úr 6.989 í 10.134 árið 2013, í fyrsta skipti eftir að hún var fryst í hruninu 2009. Undanfarin 18 ár hefur undirrituð unnið sem táknmálstúlkur, að loknu 3 ára háskólanámi. Starfið er afar fjölbreytt og snertir nánast allt það sem gerist í lífi fólks frá vöggu til grafar. Hér er dæmi úr starfinu mínu: Á föstudegi fæ ég stundatöflu fyrir næstu viku, á hana eru skráðir þeir tímar og staðir sem ég á að mæta til að túlka. Á mánudegi er bætt á mig verkefni, jarðarför sem fer fram á miðvikudegi, hún bætist við þau verkefni sem þegar voru skráð á mig og ég sinni samtímis undirbúningi jarðarfararinnar. Í samstarfi við deildarstjóra minn fæ ég sent uppkast af sálmaskrá athafnarinnar frá útfararþjónustu. Þar eru skráðir allir þeir sálmar og lög sem flutt verða við athöfnina, ef sunginn verður einsöngur þarf að komast að því hvaða lag verður sungið við hvaða texta og á hvaða tungumáli. Ef textinn er á latínu, þýsku, frönsku eða öðru máli sem túlkurinn hefur ekki á valdi sínu þarf að finna íslenska eða enska þýðingu til að hafa til hliðsjónar við táknmálsþýðinguna. Hafa þarf samband við prestinn og fá hjá honum ekki einungis minningarræðuna (sem er oft ekki tilbúin fyrr en 1-2 klst. fyrir athöfn), heldur líka þann formlega texta sem á að flytja. Vinna þarf þýðingu á öllum textunum, oft í samstarfi við aðra túlka, nýta SignWiki.is síðuna og annað það sem nýtist við að æfa sig og undirbúa. Mæta þarf í kirkjuna um klukkutíma fyrir athöfn til að hitta prestinn og ná æfingu hjá söngfólki til að átta sig á hvernig flutningurinn verður í þetta skiptið. Tíu mínútum fyrir athöfnina kemur túlkurinn sér fyrir uppi við altari og stendur þar og túlkar þar til athöfninni lýkur. Á leiðinni frá kirkjunni fer túlkurinn í gegnum verkefnið, veltir fyrir sér hvað hafi gengið vel, hvað mætti gera öðruvísi næst og jafnvel er þörf á að fá handleiðslu að verkefni loknu ef það hefur reynt mikið á. Tíminn í bílnum er nýttur fyrir þessar hugsanir, þar sem jarðarförin fer fram í Grindavík. Fyrir þetta verkefni er kirkjan rukkuð um kr. 10.134. Auðvitað eru verkefnin sem við túlkum og aðstæðurnar eins misjafnar og þær eru margar, þegar búið er að reikna út ólíkan undirbúning fyrir verkefni, meðal akstur á milli staða, eftirvinnslu, handleiðslu, samstarf og fleira kemur út að full vinna túlks eru um 20 túlkaðir klukkutímar á viku og 20 tímar fyrir undirbúning, eftirvinnslu, akstur og annað. Það þýðir að fjármagnið sem hægt er að rukka fyrir 20 tíma á viku þarf að duga til að greiða laun túlka, reka þjónustuna, yfirbyggingu, sumarleyfi, veikindi og allt það sem fylgir almennum rekstri. Byrjunarlaun háskólamenntaðra táknmálstúlka á SHH eru í kringum 300.000 kr. á mánuði og Vigdís Hauksdóttir veltir fyrir sér vinsældum þess að lækka þau. Það breytir því ekki að með rangfærslum sínum berst Vigdís sem formaður fjárlaganefndar gegn því að döff einstaklingar hafi möguleika á að taka þátt í íslensku samfélagi eins og annað fólk. Mér ofbýður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Mér ofbauð framkoma Vigdísar Hauksdóttur í kvöldfréttatíma sjónvarpsins í gærkvöldi þegar hún hélt því fram fullum fetum að laun táknmálstúlka hefðu tvöfaldast árið 2013. Það virðist til of mikils mælst að formaður fjárlaganefndar hafi staðreyndir mála á hreinu þegar hún mætir í fréttaviðtöl. Hið rétta er að eftir áralanga bið var gjaldskrá túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra hækkuð úr 6.989 í 10.134 árið 2013, í fyrsta skipti eftir að hún var fryst í hruninu 2009. Undanfarin 18 ár hefur undirrituð unnið sem táknmálstúlkur, að loknu 3 ára háskólanámi. Starfið er afar fjölbreytt og snertir nánast allt það sem gerist í lífi fólks frá vöggu til grafar. Hér er dæmi úr starfinu mínu: Á föstudegi fæ ég stundatöflu fyrir næstu viku, á hana eru skráðir þeir tímar og staðir sem ég á að mæta til að túlka. Á mánudegi er bætt á mig verkefni, jarðarför sem fer fram á miðvikudegi, hún bætist við þau verkefni sem þegar voru skráð á mig og ég sinni samtímis undirbúningi jarðarfararinnar. Í samstarfi við deildarstjóra minn fæ ég sent uppkast af sálmaskrá athafnarinnar frá útfararþjónustu. Þar eru skráðir allir þeir sálmar og lög sem flutt verða við athöfnina, ef sunginn verður einsöngur þarf að komast að því hvaða lag verður sungið við hvaða texta og á hvaða tungumáli. Ef textinn er á latínu, þýsku, frönsku eða öðru máli sem túlkurinn hefur ekki á valdi sínu þarf að finna íslenska eða enska þýðingu til að hafa til hliðsjónar við táknmálsþýðinguna. Hafa þarf samband við prestinn og fá hjá honum ekki einungis minningarræðuna (sem er oft ekki tilbúin fyrr en 1-2 klst. fyrir athöfn), heldur líka þann formlega texta sem á að flytja. Vinna þarf þýðingu á öllum textunum, oft í samstarfi við aðra túlka, nýta SignWiki.is síðuna og annað það sem nýtist við að æfa sig og undirbúa. Mæta þarf í kirkjuna um klukkutíma fyrir athöfn til að hitta prestinn og ná æfingu hjá söngfólki til að átta sig á hvernig flutningurinn verður í þetta skiptið. Tíu mínútum fyrir athöfnina kemur túlkurinn sér fyrir uppi við altari og stendur þar og túlkar þar til athöfninni lýkur. Á leiðinni frá kirkjunni fer túlkurinn í gegnum verkefnið, veltir fyrir sér hvað hafi gengið vel, hvað mætti gera öðruvísi næst og jafnvel er þörf á að fá handleiðslu að verkefni loknu ef það hefur reynt mikið á. Tíminn í bílnum er nýttur fyrir þessar hugsanir, þar sem jarðarförin fer fram í Grindavík. Fyrir þetta verkefni er kirkjan rukkuð um kr. 10.134. Auðvitað eru verkefnin sem við túlkum og aðstæðurnar eins misjafnar og þær eru margar, þegar búið er að reikna út ólíkan undirbúning fyrir verkefni, meðal akstur á milli staða, eftirvinnslu, handleiðslu, samstarf og fleira kemur út að full vinna túlks eru um 20 túlkaðir klukkutímar á viku og 20 tímar fyrir undirbúning, eftirvinnslu, akstur og annað. Það þýðir að fjármagnið sem hægt er að rukka fyrir 20 tíma á viku þarf að duga til að greiða laun túlka, reka þjónustuna, yfirbyggingu, sumarleyfi, veikindi og allt það sem fylgir almennum rekstri. Byrjunarlaun háskólamenntaðra táknmálstúlka á SHH eru í kringum 300.000 kr. á mánuði og Vigdís Hauksdóttir veltir fyrir sér vinsældum þess að lækka þau. Það breytir því ekki að með rangfærslum sínum berst Vigdís sem formaður fjárlaganefndar gegn því að döff einstaklingar hafi möguleika á að taka þátt í íslensku samfélagi eins og annað fólk. Mér ofbýður.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar