Innlent

Bærinn skorar á landeigendur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ágreiningur meðal landeigenda hindrar uppbyggingu.
Ágreiningur meðal landeigenda hindrar uppbyggingu. vísir/pjetur
Bæjarstjórn Hornafjarðar skorar á eigendur jarðarinnar Fells við Jökulsárlón að hefja uppbyggingu við lónið. Í Sameigenda­félaginu Felli eru yfir sextíu prósent eigenda Fells. Félagið hefur óskað eftir leyfi til að gera veg og bílastæði vegna ferðaþjónustu við lónið en bæjarstjórnin segir ekki hægt að gefa út framkvæmdaleyfi því nauðsynlegt samþykki allra landeigenda liggi ekki fyrir.

„Eigendur hafa ekki getað komið sér saman um framkvæmd eða framkvæmdaaðila til að byggja upp,“ segir bæjarstjórnin og vill að bæjarstjóri boði til fundar með landeigendunum til að fara yfir stöðuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×