Skaðsemi stera misnotkunar Helga María Guðmundsdóttir skrifar 21. september 2015 17:00 Flestir hafa heyrt um stera og steranotkun. Sterar eru lípíð eða fituefni og eiga það sameiginlegt að vera vatnsfælin. Það eru til margar tegundir af sterum sem hafa mjög ólík áhrif á líkamann. Ein tegund af sterum eru anabólískir sterar. Anabólískir sterar innihalda hormónið testósterón og hafa meðal annars vefjaaukandi áhrif á líkamann, eykur magn blóðrauða og eykur vellíðunar tilfinningu. Inntaka á anabólískum sterum er ýmist tengd við lækningar eða íþróttaiðkun. Í lækningaskyni er gefið svipað magn til inntöku og líkaminn framleiðir, en við misnotkun er verið að taka allt að hundrað falt meira en líkaminn framleiðir. Einnig er verið að blanda saman mismunandi tegundum í mismunandi formi.Hinn almenni borgari Það er þekkt að atvinnuíþróttamenn hafa tekið inn stera til að ná betri árangri. Innan flestra íþróttahreyfinga er ólöglegt að taka inn stera. Ef upp kemst um misnotkun lyfja meðal íþróttafólks eiga þeir hættu á ógildingu árangurs eða fá keppnisbann. Þessar hömlur eru ekki á almenning og er það löngu orðið áhyggjuefni innan heilbrigðisgeirans hversu algeng steranotkun er orðin. Markhópurinn er orðinn hinn almenni borgari. Bæði strákar og stelpur eru farin að taka inn stera til þess að stækka vöðva á skemmri tíma. Það er í raun verið að taka inn stera til útlitsfegrunar. Rannsóknir sýna að steranotkun hefur færst í aukana síðastliðin ár. Ef almennur borgari nær að nálgast efnið þá er ekkert sem hindrar sá sama til að taka það inn fyrir utan almenna skynsemi.Afleiðingar Það hefur reynst erfitt fyrir okkur heilbrigðisstarfsmenn að benda á langtíma afleiðingar steranotkunar. Ástæðan er sú að ekki er komin mikil reynsla á steranotkun og langtímaáhrif eru fyrst að koma fram núna. Framleiðsla stera hófst um 1930 og það var ekki fyrr en 1950 að íþróttamenn uppgvötuðu áhrif stera á vöðvauppbyggingu. Það var síðan fyrir aðeins tæpum 50 árum síðan að alþjóðlega ólympíusambandið setti bann á notkun efna sem tekin eru til að bæta árangur. Á Íslandi voru alþjóða lyfjareglurnar fyrst samþykktar árið 2003 og tóku í gildi 2004. Við höfum því ekki mörg ár til að líta til baka en það litla sem við höfum vekur upp mjög sterkar grunsemdir. Hjarta- og lungnasjúkdómar, afbrigðileg ónæmisviðbrögð, æðakölkun, þunglyndi, lifrar- og nýrnabilun eru dæmi um afleiðingar steranotkunar sem enn er verið að rannsaka. Það er einnig þekkt að fylgikvillar stera misnotkunar hefur leitt fólk til dauða.Boðefnið testósterón Það sem við vitum er að flestir anabólískir sterar til inntöku eru eftirherma af testósterón sem búið er til á tilraunsastofu. Til eru mismunandi tegundir af anabólískum sterum og eru enn að finnast nýjar tegundir. Þrátt fyrir að líkaminn búi til testósterón þá er ekki þar með sagt að það sé í lagi að innbirgða auka magn þar sem þeir eru nú þegar til staðar í líkamanum. Þvert á móti. Hormón eru boðefni. Hormón eru ekki í líkamanum í það miklu magni að það þarf ekki mikið til að raska jafnvæginu. Flestir hafa heyrt um hormónin insúlín, dópamín og serótónín og vita hversu mikilvæg þau eru og að það getur haft lífshættulegar afleiðingar að raska með jafnvæi hormóna. Það sama á við um testósterón.Þunglyndi og fíkn Þegar steranotkun á sér stað sendir heilinn skilaboð um að ekki þurfi að framleiða testósterón þar sem nóg er af því í blóðrásinni. Þegar einstaklingur ákveður að hætta steranotkun þá tekur tíma fyrir líkamann að jafnvægisstilla sig og fá hann til að hefja aftur framleiðslu á hormóninu. Á þessu tímabili þar sem engin inntaka stera á sér stað og framleiðslan er ekki komin upp er mikil hætta á breytingu á skapferli einstalinga, einnig eykst hættan á þunglyndi og hættan á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígum. Margir hefja aftur notkun á sterum til þess að vinna gegn þeirri vanlíðan sem fylgir fráhvörfum. Rannsóknir á dýrum benda á sterka tengingu steranotkunar við ávanabindingu, rannsókn sem gerð var á hömstrum sýndi að 30% þeirra þróuðu með sér fíkn og sumir þeirra héldu áfram að borða stera þar til þeir dóu.Hvað á að gera? Við æfingu þar sem mikil áreynsla er á vöðvana verður niðurbrot á þeim. Við þetta aukna álag gengur líkaminn á orkubirgðir og næringarefni líkamans. Vatn, kolvetni, steinefni og prótein glatast úr líkamanum og því er nauðsynlegt fyrir líkamann að nærast eftir æfingar svo að fyllt sé á búskapinn sem fyrst. Þetta nægir til þess að vöðvarnir stækki, ekki taka inn ólögleg lyf. Ekki bjóða þig fram sem tilraunadýr til að athuga hversu slæmar afleiðingar geta orðið af steranotkun því við vitum með vissu að áhrifin eru ekki góð en bara ekki hversu alvarleg. Þetta er heilsufarslottó sem ég mæli ekki með að taka þátt í.HeimildirÍþrótta- og ólympíusamband Íslands. Lög ÍSÍ um lyfjamál. Sótt 12. september af http://www.isi.is/library/Skrar/Lyfjamal/Log-iSi-um-lyfjamal/Lög%20ÍSÍ-%20um%20lyfjamál2015Eftirþing.pdfKanyama, G., Hudson, J. I. og Pope Jr, H. G. (2008). Long-term psychiatric and medical consequences of anabolic-androgenic steroid abuse: A looming public health concern? Drug and Alcohol Dependence. 98, 1-12.Kanayama, G., Brower, K. J., Wood, R. J., Hudson, J. I. og Pope Jr., H. G. (2010). Anabolic-Androgenic Steroid Dependence: An Emerging Disorder. Addiction. 104(12), 1966-1978.Lood, Y., Eklund, A., Garle, M. og Ahlner, J. (2012). Anabolic androgenic steroids in police cases in Sweden. Forensic Science International. 219(1-3), 199-204.Thiblin, I. Lindquist, O og Rajs, J. (2000). Cause and manner of death among users of anabolic androgenic steroids. Journal of Forensic Sciensic Sciences. 45(1), 16–23. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Flestir hafa heyrt um stera og steranotkun. Sterar eru lípíð eða fituefni og eiga það sameiginlegt að vera vatnsfælin. Það eru til margar tegundir af sterum sem hafa mjög ólík áhrif á líkamann. Ein tegund af sterum eru anabólískir sterar. Anabólískir sterar innihalda hormónið testósterón og hafa meðal annars vefjaaukandi áhrif á líkamann, eykur magn blóðrauða og eykur vellíðunar tilfinningu. Inntaka á anabólískum sterum er ýmist tengd við lækningar eða íþróttaiðkun. Í lækningaskyni er gefið svipað magn til inntöku og líkaminn framleiðir, en við misnotkun er verið að taka allt að hundrað falt meira en líkaminn framleiðir. Einnig er verið að blanda saman mismunandi tegundum í mismunandi formi.Hinn almenni borgari Það er þekkt að atvinnuíþróttamenn hafa tekið inn stera til að ná betri árangri. Innan flestra íþróttahreyfinga er ólöglegt að taka inn stera. Ef upp kemst um misnotkun lyfja meðal íþróttafólks eiga þeir hættu á ógildingu árangurs eða fá keppnisbann. Þessar hömlur eru ekki á almenning og er það löngu orðið áhyggjuefni innan heilbrigðisgeirans hversu algeng steranotkun er orðin. Markhópurinn er orðinn hinn almenni borgari. Bæði strákar og stelpur eru farin að taka inn stera til þess að stækka vöðva á skemmri tíma. Það er í raun verið að taka inn stera til útlitsfegrunar. Rannsóknir sýna að steranotkun hefur færst í aukana síðastliðin ár. Ef almennur borgari nær að nálgast efnið þá er ekkert sem hindrar sá sama til að taka það inn fyrir utan almenna skynsemi.Afleiðingar Það hefur reynst erfitt fyrir okkur heilbrigðisstarfsmenn að benda á langtíma afleiðingar steranotkunar. Ástæðan er sú að ekki er komin mikil reynsla á steranotkun og langtímaáhrif eru fyrst að koma fram núna. Framleiðsla stera hófst um 1930 og það var ekki fyrr en 1950 að íþróttamenn uppgvötuðu áhrif stera á vöðvauppbyggingu. Það var síðan fyrir aðeins tæpum 50 árum síðan að alþjóðlega ólympíusambandið setti bann á notkun efna sem tekin eru til að bæta árangur. Á Íslandi voru alþjóða lyfjareglurnar fyrst samþykktar árið 2003 og tóku í gildi 2004. Við höfum því ekki mörg ár til að líta til baka en það litla sem við höfum vekur upp mjög sterkar grunsemdir. Hjarta- og lungnasjúkdómar, afbrigðileg ónæmisviðbrögð, æðakölkun, þunglyndi, lifrar- og nýrnabilun eru dæmi um afleiðingar steranotkunar sem enn er verið að rannsaka. Það er einnig þekkt að fylgikvillar stera misnotkunar hefur leitt fólk til dauða.Boðefnið testósterón Það sem við vitum er að flestir anabólískir sterar til inntöku eru eftirherma af testósterón sem búið er til á tilraunsastofu. Til eru mismunandi tegundir af anabólískum sterum og eru enn að finnast nýjar tegundir. Þrátt fyrir að líkaminn búi til testósterón þá er ekki þar með sagt að það sé í lagi að innbirgða auka magn þar sem þeir eru nú þegar til staðar í líkamanum. Þvert á móti. Hormón eru boðefni. Hormón eru ekki í líkamanum í það miklu magni að það þarf ekki mikið til að raska jafnvæginu. Flestir hafa heyrt um hormónin insúlín, dópamín og serótónín og vita hversu mikilvæg þau eru og að það getur haft lífshættulegar afleiðingar að raska með jafnvæi hormóna. Það sama á við um testósterón.Þunglyndi og fíkn Þegar steranotkun á sér stað sendir heilinn skilaboð um að ekki þurfi að framleiða testósterón þar sem nóg er af því í blóðrásinni. Þegar einstaklingur ákveður að hætta steranotkun þá tekur tíma fyrir líkamann að jafnvægisstilla sig og fá hann til að hefja aftur framleiðslu á hormóninu. Á þessu tímabili þar sem engin inntaka stera á sér stað og framleiðslan er ekki komin upp er mikil hætta á breytingu á skapferli einstalinga, einnig eykst hættan á þunglyndi og hættan á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígum. Margir hefja aftur notkun á sterum til þess að vinna gegn þeirri vanlíðan sem fylgir fráhvörfum. Rannsóknir á dýrum benda á sterka tengingu steranotkunar við ávanabindingu, rannsókn sem gerð var á hömstrum sýndi að 30% þeirra þróuðu með sér fíkn og sumir þeirra héldu áfram að borða stera þar til þeir dóu.Hvað á að gera? Við æfingu þar sem mikil áreynsla er á vöðvana verður niðurbrot á þeim. Við þetta aukna álag gengur líkaminn á orkubirgðir og næringarefni líkamans. Vatn, kolvetni, steinefni og prótein glatast úr líkamanum og því er nauðsynlegt fyrir líkamann að nærast eftir æfingar svo að fyllt sé á búskapinn sem fyrst. Þetta nægir til þess að vöðvarnir stækki, ekki taka inn ólögleg lyf. Ekki bjóða þig fram sem tilraunadýr til að athuga hversu slæmar afleiðingar geta orðið af steranotkun því við vitum með vissu að áhrifin eru ekki góð en bara ekki hversu alvarleg. Þetta er heilsufarslottó sem ég mæli ekki með að taka þátt í.HeimildirÍþrótta- og ólympíusamband Íslands. Lög ÍSÍ um lyfjamál. Sótt 12. september af http://www.isi.is/library/Skrar/Lyfjamal/Log-iSi-um-lyfjamal/Lög%20ÍSÍ-%20um%20lyfjamál2015Eftirþing.pdfKanyama, G., Hudson, J. I. og Pope Jr, H. G. (2008). Long-term psychiatric and medical consequences of anabolic-androgenic steroid abuse: A looming public health concern? Drug and Alcohol Dependence. 98, 1-12.Kanayama, G., Brower, K. J., Wood, R. J., Hudson, J. I. og Pope Jr., H. G. (2010). Anabolic-Androgenic Steroid Dependence: An Emerging Disorder. Addiction. 104(12), 1966-1978.Lood, Y., Eklund, A., Garle, M. og Ahlner, J. (2012). Anabolic androgenic steroids in police cases in Sweden. Forensic Science International. 219(1-3), 199-204.Thiblin, I. Lindquist, O og Rajs, J. (2000). Cause and manner of death among users of anabolic androgenic steroids. Journal of Forensic Sciensic Sciences. 45(1), 16–23.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun