Skaðsemi stera misnotkunar Helga María Guðmundsdóttir skrifar 21. september 2015 17:00 Flestir hafa heyrt um stera og steranotkun. Sterar eru lípíð eða fituefni og eiga það sameiginlegt að vera vatnsfælin. Það eru til margar tegundir af sterum sem hafa mjög ólík áhrif á líkamann. Ein tegund af sterum eru anabólískir sterar. Anabólískir sterar innihalda hormónið testósterón og hafa meðal annars vefjaaukandi áhrif á líkamann, eykur magn blóðrauða og eykur vellíðunar tilfinningu. Inntaka á anabólískum sterum er ýmist tengd við lækningar eða íþróttaiðkun. Í lækningaskyni er gefið svipað magn til inntöku og líkaminn framleiðir, en við misnotkun er verið að taka allt að hundrað falt meira en líkaminn framleiðir. Einnig er verið að blanda saman mismunandi tegundum í mismunandi formi.Hinn almenni borgari Það er þekkt að atvinnuíþróttamenn hafa tekið inn stera til að ná betri árangri. Innan flestra íþróttahreyfinga er ólöglegt að taka inn stera. Ef upp kemst um misnotkun lyfja meðal íþróttafólks eiga þeir hættu á ógildingu árangurs eða fá keppnisbann. Þessar hömlur eru ekki á almenning og er það löngu orðið áhyggjuefni innan heilbrigðisgeirans hversu algeng steranotkun er orðin. Markhópurinn er orðinn hinn almenni borgari. Bæði strákar og stelpur eru farin að taka inn stera til þess að stækka vöðva á skemmri tíma. Það er í raun verið að taka inn stera til útlitsfegrunar. Rannsóknir sýna að steranotkun hefur færst í aukana síðastliðin ár. Ef almennur borgari nær að nálgast efnið þá er ekkert sem hindrar sá sama til að taka það inn fyrir utan almenna skynsemi.Afleiðingar Það hefur reynst erfitt fyrir okkur heilbrigðisstarfsmenn að benda á langtíma afleiðingar steranotkunar. Ástæðan er sú að ekki er komin mikil reynsla á steranotkun og langtímaáhrif eru fyrst að koma fram núna. Framleiðsla stera hófst um 1930 og það var ekki fyrr en 1950 að íþróttamenn uppgvötuðu áhrif stera á vöðvauppbyggingu. Það var síðan fyrir aðeins tæpum 50 árum síðan að alþjóðlega ólympíusambandið setti bann á notkun efna sem tekin eru til að bæta árangur. Á Íslandi voru alþjóða lyfjareglurnar fyrst samþykktar árið 2003 og tóku í gildi 2004. Við höfum því ekki mörg ár til að líta til baka en það litla sem við höfum vekur upp mjög sterkar grunsemdir. Hjarta- og lungnasjúkdómar, afbrigðileg ónæmisviðbrögð, æðakölkun, þunglyndi, lifrar- og nýrnabilun eru dæmi um afleiðingar steranotkunar sem enn er verið að rannsaka. Það er einnig þekkt að fylgikvillar stera misnotkunar hefur leitt fólk til dauða.Boðefnið testósterón Það sem við vitum er að flestir anabólískir sterar til inntöku eru eftirherma af testósterón sem búið er til á tilraunsastofu. Til eru mismunandi tegundir af anabólískum sterum og eru enn að finnast nýjar tegundir. Þrátt fyrir að líkaminn búi til testósterón þá er ekki þar með sagt að það sé í lagi að innbirgða auka magn þar sem þeir eru nú þegar til staðar í líkamanum. Þvert á móti. Hormón eru boðefni. Hormón eru ekki í líkamanum í það miklu magni að það þarf ekki mikið til að raska jafnvæginu. Flestir hafa heyrt um hormónin insúlín, dópamín og serótónín og vita hversu mikilvæg þau eru og að það getur haft lífshættulegar afleiðingar að raska með jafnvæi hormóna. Það sama á við um testósterón.Þunglyndi og fíkn Þegar steranotkun á sér stað sendir heilinn skilaboð um að ekki þurfi að framleiða testósterón þar sem nóg er af því í blóðrásinni. Þegar einstaklingur ákveður að hætta steranotkun þá tekur tíma fyrir líkamann að jafnvægisstilla sig og fá hann til að hefja aftur framleiðslu á hormóninu. Á þessu tímabili þar sem engin inntaka stera á sér stað og framleiðslan er ekki komin upp er mikil hætta á breytingu á skapferli einstalinga, einnig eykst hættan á þunglyndi og hættan á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígum. Margir hefja aftur notkun á sterum til þess að vinna gegn þeirri vanlíðan sem fylgir fráhvörfum. Rannsóknir á dýrum benda á sterka tengingu steranotkunar við ávanabindingu, rannsókn sem gerð var á hömstrum sýndi að 30% þeirra þróuðu með sér fíkn og sumir þeirra héldu áfram að borða stera þar til þeir dóu.Hvað á að gera? Við æfingu þar sem mikil áreynsla er á vöðvana verður niðurbrot á þeim. Við þetta aukna álag gengur líkaminn á orkubirgðir og næringarefni líkamans. Vatn, kolvetni, steinefni og prótein glatast úr líkamanum og því er nauðsynlegt fyrir líkamann að nærast eftir æfingar svo að fyllt sé á búskapinn sem fyrst. Þetta nægir til þess að vöðvarnir stækki, ekki taka inn ólögleg lyf. Ekki bjóða þig fram sem tilraunadýr til að athuga hversu slæmar afleiðingar geta orðið af steranotkun því við vitum með vissu að áhrifin eru ekki góð en bara ekki hversu alvarleg. Þetta er heilsufarslottó sem ég mæli ekki með að taka þátt í.HeimildirÍþrótta- og ólympíusamband Íslands. Lög ÍSÍ um lyfjamál. Sótt 12. september af http://www.isi.is/library/Skrar/Lyfjamal/Log-iSi-um-lyfjamal/Lög%20ÍSÍ-%20um%20lyfjamál2015Eftirþing.pdfKanyama, G., Hudson, J. I. og Pope Jr, H. G. (2008). Long-term psychiatric and medical consequences of anabolic-androgenic steroid abuse: A looming public health concern? Drug and Alcohol Dependence. 98, 1-12.Kanayama, G., Brower, K. J., Wood, R. J., Hudson, J. I. og Pope Jr., H. G. (2010). Anabolic-Androgenic Steroid Dependence: An Emerging Disorder. Addiction. 104(12), 1966-1978.Lood, Y., Eklund, A., Garle, M. og Ahlner, J. (2012). Anabolic androgenic steroids in police cases in Sweden. Forensic Science International. 219(1-3), 199-204.Thiblin, I. Lindquist, O og Rajs, J. (2000). Cause and manner of death among users of anabolic androgenic steroids. Journal of Forensic Sciensic Sciences. 45(1), 16–23. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Flestir hafa heyrt um stera og steranotkun. Sterar eru lípíð eða fituefni og eiga það sameiginlegt að vera vatnsfælin. Það eru til margar tegundir af sterum sem hafa mjög ólík áhrif á líkamann. Ein tegund af sterum eru anabólískir sterar. Anabólískir sterar innihalda hormónið testósterón og hafa meðal annars vefjaaukandi áhrif á líkamann, eykur magn blóðrauða og eykur vellíðunar tilfinningu. Inntaka á anabólískum sterum er ýmist tengd við lækningar eða íþróttaiðkun. Í lækningaskyni er gefið svipað magn til inntöku og líkaminn framleiðir, en við misnotkun er verið að taka allt að hundrað falt meira en líkaminn framleiðir. Einnig er verið að blanda saman mismunandi tegundum í mismunandi formi.Hinn almenni borgari Það er þekkt að atvinnuíþróttamenn hafa tekið inn stera til að ná betri árangri. Innan flestra íþróttahreyfinga er ólöglegt að taka inn stera. Ef upp kemst um misnotkun lyfja meðal íþróttafólks eiga þeir hættu á ógildingu árangurs eða fá keppnisbann. Þessar hömlur eru ekki á almenning og er það löngu orðið áhyggjuefni innan heilbrigðisgeirans hversu algeng steranotkun er orðin. Markhópurinn er orðinn hinn almenni borgari. Bæði strákar og stelpur eru farin að taka inn stera til þess að stækka vöðva á skemmri tíma. Það er í raun verið að taka inn stera til útlitsfegrunar. Rannsóknir sýna að steranotkun hefur færst í aukana síðastliðin ár. Ef almennur borgari nær að nálgast efnið þá er ekkert sem hindrar sá sama til að taka það inn fyrir utan almenna skynsemi.Afleiðingar Það hefur reynst erfitt fyrir okkur heilbrigðisstarfsmenn að benda á langtíma afleiðingar steranotkunar. Ástæðan er sú að ekki er komin mikil reynsla á steranotkun og langtímaáhrif eru fyrst að koma fram núna. Framleiðsla stera hófst um 1930 og það var ekki fyrr en 1950 að íþróttamenn uppgvötuðu áhrif stera á vöðvauppbyggingu. Það var síðan fyrir aðeins tæpum 50 árum síðan að alþjóðlega ólympíusambandið setti bann á notkun efna sem tekin eru til að bæta árangur. Á Íslandi voru alþjóða lyfjareglurnar fyrst samþykktar árið 2003 og tóku í gildi 2004. Við höfum því ekki mörg ár til að líta til baka en það litla sem við höfum vekur upp mjög sterkar grunsemdir. Hjarta- og lungnasjúkdómar, afbrigðileg ónæmisviðbrögð, æðakölkun, þunglyndi, lifrar- og nýrnabilun eru dæmi um afleiðingar steranotkunar sem enn er verið að rannsaka. Það er einnig þekkt að fylgikvillar stera misnotkunar hefur leitt fólk til dauða.Boðefnið testósterón Það sem við vitum er að flestir anabólískir sterar til inntöku eru eftirherma af testósterón sem búið er til á tilraunsastofu. Til eru mismunandi tegundir af anabólískum sterum og eru enn að finnast nýjar tegundir. Þrátt fyrir að líkaminn búi til testósterón þá er ekki þar með sagt að það sé í lagi að innbirgða auka magn þar sem þeir eru nú þegar til staðar í líkamanum. Þvert á móti. Hormón eru boðefni. Hormón eru ekki í líkamanum í það miklu magni að það þarf ekki mikið til að raska jafnvæginu. Flestir hafa heyrt um hormónin insúlín, dópamín og serótónín og vita hversu mikilvæg þau eru og að það getur haft lífshættulegar afleiðingar að raska með jafnvæi hormóna. Það sama á við um testósterón.Þunglyndi og fíkn Þegar steranotkun á sér stað sendir heilinn skilaboð um að ekki þurfi að framleiða testósterón þar sem nóg er af því í blóðrásinni. Þegar einstaklingur ákveður að hætta steranotkun þá tekur tíma fyrir líkamann að jafnvægisstilla sig og fá hann til að hefja aftur framleiðslu á hormóninu. Á þessu tímabili þar sem engin inntaka stera á sér stað og framleiðslan er ekki komin upp er mikil hætta á breytingu á skapferli einstalinga, einnig eykst hættan á þunglyndi og hættan á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígum. Margir hefja aftur notkun á sterum til þess að vinna gegn þeirri vanlíðan sem fylgir fráhvörfum. Rannsóknir á dýrum benda á sterka tengingu steranotkunar við ávanabindingu, rannsókn sem gerð var á hömstrum sýndi að 30% þeirra þróuðu með sér fíkn og sumir þeirra héldu áfram að borða stera þar til þeir dóu.Hvað á að gera? Við æfingu þar sem mikil áreynsla er á vöðvana verður niðurbrot á þeim. Við þetta aukna álag gengur líkaminn á orkubirgðir og næringarefni líkamans. Vatn, kolvetni, steinefni og prótein glatast úr líkamanum og því er nauðsynlegt fyrir líkamann að nærast eftir æfingar svo að fyllt sé á búskapinn sem fyrst. Þetta nægir til þess að vöðvarnir stækki, ekki taka inn ólögleg lyf. Ekki bjóða þig fram sem tilraunadýr til að athuga hversu slæmar afleiðingar geta orðið af steranotkun því við vitum með vissu að áhrifin eru ekki góð en bara ekki hversu alvarleg. Þetta er heilsufarslottó sem ég mæli ekki með að taka þátt í.HeimildirÍþrótta- og ólympíusamband Íslands. Lög ÍSÍ um lyfjamál. Sótt 12. september af http://www.isi.is/library/Skrar/Lyfjamal/Log-iSi-um-lyfjamal/Lög%20ÍSÍ-%20um%20lyfjamál2015Eftirþing.pdfKanyama, G., Hudson, J. I. og Pope Jr, H. G. (2008). Long-term psychiatric and medical consequences of anabolic-androgenic steroid abuse: A looming public health concern? Drug and Alcohol Dependence. 98, 1-12.Kanayama, G., Brower, K. J., Wood, R. J., Hudson, J. I. og Pope Jr., H. G. (2010). Anabolic-Androgenic Steroid Dependence: An Emerging Disorder. Addiction. 104(12), 1966-1978.Lood, Y., Eklund, A., Garle, M. og Ahlner, J. (2012). Anabolic androgenic steroids in police cases in Sweden. Forensic Science International. 219(1-3), 199-204.Thiblin, I. Lindquist, O og Rajs, J. (2000). Cause and manner of death among users of anabolic androgenic steroids. Journal of Forensic Sciensic Sciences. 45(1), 16–23.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun