Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 07:00 Össur Skarphéðinsson Pólitísk samstaða myndaðist á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á þingi á þriðjudag þegar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerðu kaup bankanna þriggja á sparisjóðum að umtalsefni. Össur og Ragnheiður voru sammála um að eftirliti með kaupunum væri ábótavant og Össur kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd og jafnvel stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins fjölluðu um málið. Um síðustu helgi var tilkynnt um að Sparisjóður Norðurlands gengi inn í Landsbankann, sömu leið og Sparisjóður Vestmannaeyja gerði í maí. Í júní eignaðist Arion banki Afl sparisjóð, en hann varð til við samruna Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar. „Það sem einkennir þessa atburðarás er að um leið og það koma fjárfestar ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum þá koma stóru bankarnir og gleypa þá. Og ég spyr: Hvar er Fjármálaeftirlitið? Hvar er Samkeppniseftirlitið?“ spurði Össur á þingi og bætti við að með þessu væru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinautum í framtíðinni.Ragnheiður RíkharðsdóttirRagnheiður tók undir með Össuri og sagði að svo virtist sem hvorki Samkeppnis- né Fjármálaeftirlit sinntu meginhlutverki sínu í þessum gjörningum. Hún tiltók líka samruna MP-banka og Straums og varaði við því að til væri að verða álíka einsleitt bankakerfi og fyrir hrun. „Það hljóta að klingja bjöllur í þessum sal, í það minnsta hjá okkur sem hér sátum árið 2008 þegar bankakerfið hrundi; það virðist sem við stefnum í jafn einsleitt bankakerfi og áður var. Virðulegi forseti. Með fullri virðingu, það setur að mér hroll.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Pólitísk samstaða myndaðist á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á þingi á þriðjudag þegar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerðu kaup bankanna þriggja á sparisjóðum að umtalsefni. Össur og Ragnheiður voru sammála um að eftirliti með kaupunum væri ábótavant og Össur kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd og jafnvel stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins fjölluðu um málið. Um síðustu helgi var tilkynnt um að Sparisjóður Norðurlands gengi inn í Landsbankann, sömu leið og Sparisjóður Vestmannaeyja gerði í maí. Í júní eignaðist Arion banki Afl sparisjóð, en hann varð til við samruna Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar. „Það sem einkennir þessa atburðarás er að um leið og það koma fjárfestar ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum þá koma stóru bankarnir og gleypa þá. Og ég spyr: Hvar er Fjármálaeftirlitið? Hvar er Samkeppniseftirlitið?“ spurði Össur á þingi og bætti við að með þessu væru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinautum í framtíðinni.Ragnheiður RíkharðsdóttirRagnheiður tók undir með Össuri og sagði að svo virtist sem hvorki Samkeppnis- né Fjármálaeftirlit sinntu meginhlutverki sínu í þessum gjörningum. Hún tiltók líka samruna MP-banka og Straums og varaði við því að til væri að verða álíka einsleitt bankakerfi og fyrir hrun. „Það hljóta að klingja bjöllur í þessum sal, í það minnsta hjá okkur sem hér sátum árið 2008 þegar bankakerfið hrundi; það virðist sem við stefnum í jafn einsleitt bankakerfi og áður var. Virðulegi forseti. Með fullri virðingu, það setur að mér hroll.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira