Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 07:00 Össur Skarphéðinsson Pólitísk samstaða myndaðist á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á þingi á þriðjudag þegar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerðu kaup bankanna þriggja á sparisjóðum að umtalsefni. Össur og Ragnheiður voru sammála um að eftirliti með kaupunum væri ábótavant og Össur kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd og jafnvel stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins fjölluðu um málið. Um síðustu helgi var tilkynnt um að Sparisjóður Norðurlands gengi inn í Landsbankann, sömu leið og Sparisjóður Vestmannaeyja gerði í maí. Í júní eignaðist Arion banki Afl sparisjóð, en hann varð til við samruna Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar. „Það sem einkennir þessa atburðarás er að um leið og það koma fjárfestar ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum þá koma stóru bankarnir og gleypa þá. Og ég spyr: Hvar er Fjármálaeftirlitið? Hvar er Samkeppniseftirlitið?“ spurði Össur á þingi og bætti við að með þessu væru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinautum í framtíðinni.Ragnheiður RíkharðsdóttirRagnheiður tók undir með Össuri og sagði að svo virtist sem hvorki Samkeppnis- né Fjármálaeftirlit sinntu meginhlutverki sínu í þessum gjörningum. Hún tiltók líka samruna MP-banka og Straums og varaði við því að til væri að verða álíka einsleitt bankakerfi og fyrir hrun. „Það hljóta að klingja bjöllur í þessum sal, í það minnsta hjá okkur sem hér sátum árið 2008 þegar bankakerfið hrundi; það virðist sem við stefnum í jafn einsleitt bankakerfi og áður var. Virðulegi forseti. Með fullri virðingu, það setur að mér hroll.“ Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Pólitísk samstaða myndaðist á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á þingi á þriðjudag þegar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerðu kaup bankanna þriggja á sparisjóðum að umtalsefni. Össur og Ragnheiður voru sammála um að eftirliti með kaupunum væri ábótavant og Össur kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd og jafnvel stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins fjölluðu um málið. Um síðustu helgi var tilkynnt um að Sparisjóður Norðurlands gengi inn í Landsbankann, sömu leið og Sparisjóður Vestmannaeyja gerði í maí. Í júní eignaðist Arion banki Afl sparisjóð, en hann varð til við samruna Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar. „Það sem einkennir þessa atburðarás er að um leið og það koma fjárfestar ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum þá koma stóru bankarnir og gleypa þá. Og ég spyr: Hvar er Fjármálaeftirlitið? Hvar er Samkeppniseftirlitið?“ spurði Össur á þingi og bætti við að með þessu væru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinautum í framtíðinni.Ragnheiður RíkharðsdóttirRagnheiður tók undir með Össuri og sagði að svo virtist sem hvorki Samkeppnis- né Fjármálaeftirlit sinntu meginhlutverki sínu í þessum gjörningum. Hún tiltók líka samruna MP-banka og Straums og varaði við því að til væri að verða álíka einsleitt bankakerfi og fyrir hrun. „Það hljóta að klingja bjöllur í þessum sal, í það minnsta hjá okkur sem hér sátum árið 2008 þegar bankakerfið hrundi; það virðist sem við stefnum í jafn einsleitt bankakerfi og áður var. Virðulegi forseti. Með fullri virðingu, það setur að mér hroll.“
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira