Innlent

Þrjú hundruð börn voru við veiði

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Stefanía Alexandra Trifú veiddi fyrsta fiskinn í dorgveiðikeppni Hafnarfjarðarbæjar.
Stefanía Alexandra Trifú veiddi fyrsta fiskinn í dorgveiðikeppni Hafnarfjarðarbæjar. vísir/gva
Hátt í þrjú hundruð börn mættu á Hafnarfjarðarhöfn í gær og tóku þátt í árlegri dorgveiðikeppni Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn hefur staðið fyrir keppninni í rúm tuttugu ár.

Fyrsta fiskinn veiddi Stefanía Alexandra Trifú, kola. Þyngsti fiskurinn sem veiddist var einnig koli. Hann vó 363 grömm. Fiskinn veiddu tvær stelpur í sameiningu, þær Aníta og Karen.

„Keppnin gekk eins og í sögu. Frábært veður og vel bar í veiði,“ segir Andri Ómarsson, verkefnisstjóri skrifstofu tómstundamála hjá bænum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×