Innlent

Kölluðu út þyrluna vegna veiks barns

Gissur Sigurðsson skrifar
Hætt var við útkallið þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn.
Hætt var við útkallið þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn. vísir/ernir
Beiðni barst í nótt um að þyrla Landhelgisgæslunnar sækti bráðveikt barn í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu og var þyrluáhöfn ræst út. Á meðan komu sjúkraflutningamenn á staðinn og mátu ástand barnsins svo, að ekki væri þörf á þyrlu og var útkallið þá blásið af.

Barnið var hinsvegar flutt með sjúkarabíl á sjúkrahús og mun ekki vera í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×