Innlent

Íslendingur vann 162 milljónir í Víkingalottóinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þetta kallar maður að detta í lukkupottinn.
Þetta kallar maður að detta í lukkupottinn. Vísir/Vilhelm
Íslendingar hafa eignast nýjan milljónamæring eftir að dregið var í Víkingalottóinu í gær. Í fyrsta skipti í langan tíma gekk 1. vinningur út á Íslandi og nam hann hvorki meira né minna en 161 milljón 886 þúsund og 860 krónum meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Um er að ræða stærsta einstaka happdrættisvinning sem gengið hefur út hér á landi. Þá er rétt að taka fram að vinningsféð er skattfrjálst.

Fátt er vitað um vinningshafann að svo stöddu annað en að um áskrifanda er að ræða.

Vinningstölurnar í gær voru

7, 10, 16, 34, 37 og 38.

Bónustölurnar voru 40 og 46 en ofurtalan 20.

Alls fengu 650 Íslendingar vinning í drættinum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×