Guðspjall í formi hagfræðilíkans Gestur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms. Skýrslan var gerð að beiðni menntamálaráðherra og er helsta framlag hans til mótunar stefnu um framhaldsskóla frá því að Hvítbók ráðuneytis kom út snemmsumars 2014. Því er rík þörf á að ræða skýrsluna. Skýrslan byggir á þeirri forsendu að þekking sem felst í sérfræðilegri háskólamenntun sé ein meginforsenda efnahagslegra framfara, en við lestur kemur í ljós sú þversögn að skýrslan byggir á mjög takmarkaðri þekkingu á menntun og samfélagslegu samhengi hennar. Sum helstu rök hennar eru byggð á samanburði við önnur norræn ríki þar sem einstök atriði eru tekin út úr samhengi sínu. Óspart er bent á að annars staðar á Norðurlöndum ljúki fleiri framhaldsskóla og talsvert fyrr en íslensk ungmenni. Þetta er m.a. rakið til mikillar vinnu íslenskra ungmenna með námi, sem er lýst með niðrandi orðum eins og „hálfkæringi“ og að vera „ginnkeyptur“ fyrir tekjumöguleikum, og afleiðingum mikillar vinnu er lýst þannig að ungmenni „hrasa á menntaveginum“.Þekkingar- og skilningsleysi Slíkt orðalag lýsir þekkingar- og skilningsleysi. Skýrsluhöfundar virðast ekki vita að annars staðar á Norðurlöndum er ungmennum veittur fjárhagslegur stuðningur, með háum barnabótum fram að 18 ára aldri og beinum framlögum til framhaldsskólanema sem orðnir eru 18 ára, en á Íslandi verða þau að vinna mikla vinnu með námi nema foreldrar þeirra geti og vilji sjá fyrir þeim að öllu leyti. Það ætti að vera skylda Hagfræðistofnunar að benda íslenskum stjórnvöldum á að vilji þau færa námsframvindu íslenskra ungmenna nær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, verða þau að veita talsverðum fjárhæðum í námsstyrki. Annað atriði sem skýrsluhöfundar virðast ekki hafa áttað sig á er að framhaldsskólar á Íslandi sinna stærri hóp en gerist í öðrum norrænum ríkjum þar sem framhaldsskólar eru ekki opnir öllum á sama hátt og á Íslandi. Í fyrirmyndarlandinu Finnlandi fær talsverður hópur ekki aðgang að neinum framhaldsskóla að loknum grunnskóla, en er sendur út á þyrnum stráða braut atvinnuleysis, íhlaupavinnu og þátttöku í sérstökum úrræðum. Í Danmörku millilendir helmingur hvers árgangs milli grunn- og framhaldsskóla í „eftirskólum“, lýðháskólum og víðar, og kostnaður við þessi dýru úrræði kemur ekki inn á framhaldsskólalið ríkisreikninga. Á Íslandi hefur miklum fjármunum verið varið til almennra deilda framhaldsskóla sem leitast við að byggja brýr til frekari menntunar eða út í atvinnulíf fyrir þá sem ekki luku grunnskóla með tilskildum árangri. Þriðja atriðið sem ekki fær eðlilega umfjöllun er sú staðreynd að íslenskur vinnumarkaður býður íslenskum ungmennum upp á fleiri og betri atvinnutækifæri en í flestum eða öllum öðrum OECD-löndum. Spyrja má hvort rétt sé að þvinga íslensk ungmenni til að velja á milli þeirra og skólagöngu?Meingölluð vinna Að baki meingallaðrar vinnu Hagfræðistofnunar býr hugmynd sem þarf að ræða, hugmyndin um að hagkvæmast sé að mennta alla sem fyrst og njóta síðan menntunar þeirra í störfum sem lengst. Þessi hugmynd er svo heilög starfsmönnum Hagfræðistofnunar að þeir sjá ekki ástæðu til að ígrunda hana með gagnrýnni umfjöllun. Margir Íslendingar telja það hins vegar mannréttindi að geta farið talsvert á milli atvinnuþátttöku og náms, og rannsóknir sýna að margs konar atvinnureynsla kveikir oft námshvöt og nýtist vel sem undirbúningur undir nám. Ef við beinum augum frá hagfræðilíkani að raunverulegu fólki má spyrja: er fólk sem lýkur námi á þrítugsaldri ekki oft orðið hundleitt á sínu sérfræðistarfi á miðjum aldri og notar fyrsta tækifæri til að fara á eftirlaun, en fólk sem hefur stundað ýmis störf og fer seint í sérnám fær nýja kveikju og vinnur við sína nýju sérgrein eins lengi og samfélagið leyfir? Til menntamálaráðherra: byggjum menntastefnu ekki á einföldum líkönum heldur á reynslu og rannsóknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms. Skýrslan var gerð að beiðni menntamálaráðherra og er helsta framlag hans til mótunar stefnu um framhaldsskóla frá því að Hvítbók ráðuneytis kom út snemmsumars 2014. Því er rík þörf á að ræða skýrsluna. Skýrslan byggir á þeirri forsendu að þekking sem felst í sérfræðilegri háskólamenntun sé ein meginforsenda efnahagslegra framfara, en við lestur kemur í ljós sú þversögn að skýrslan byggir á mjög takmarkaðri þekkingu á menntun og samfélagslegu samhengi hennar. Sum helstu rök hennar eru byggð á samanburði við önnur norræn ríki þar sem einstök atriði eru tekin út úr samhengi sínu. Óspart er bent á að annars staðar á Norðurlöndum ljúki fleiri framhaldsskóla og talsvert fyrr en íslensk ungmenni. Þetta er m.a. rakið til mikillar vinnu íslenskra ungmenna með námi, sem er lýst með niðrandi orðum eins og „hálfkæringi“ og að vera „ginnkeyptur“ fyrir tekjumöguleikum, og afleiðingum mikillar vinnu er lýst þannig að ungmenni „hrasa á menntaveginum“.Þekkingar- og skilningsleysi Slíkt orðalag lýsir þekkingar- og skilningsleysi. Skýrsluhöfundar virðast ekki vita að annars staðar á Norðurlöndum er ungmennum veittur fjárhagslegur stuðningur, með háum barnabótum fram að 18 ára aldri og beinum framlögum til framhaldsskólanema sem orðnir eru 18 ára, en á Íslandi verða þau að vinna mikla vinnu með námi nema foreldrar þeirra geti og vilji sjá fyrir þeim að öllu leyti. Það ætti að vera skylda Hagfræðistofnunar að benda íslenskum stjórnvöldum á að vilji þau færa námsframvindu íslenskra ungmenna nær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, verða þau að veita talsverðum fjárhæðum í námsstyrki. Annað atriði sem skýrsluhöfundar virðast ekki hafa áttað sig á er að framhaldsskólar á Íslandi sinna stærri hóp en gerist í öðrum norrænum ríkjum þar sem framhaldsskólar eru ekki opnir öllum á sama hátt og á Íslandi. Í fyrirmyndarlandinu Finnlandi fær talsverður hópur ekki aðgang að neinum framhaldsskóla að loknum grunnskóla, en er sendur út á þyrnum stráða braut atvinnuleysis, íhlaupavinnu og þátttöku í sérstökum úrræðum. Í Danmörku millilendir helmingur hvers árgangs milli grunn- og framhaldsskóla í „eftirskólum“, lýðháskólum og víðar, og kostnaður við þessi dýru úrræði kemur ekki inn á framhaldsskólalið ríkisreikninga. Á Íslandi hefur miklum fjármunum verið varið til almennra deilda framhaldsskóla sem leitast við að byggja brýr til frekari menntunar eða út í atvinnulíf fyrir þá sem ekki luku grunnskóla með tilskildum árangri. Þriðja atriðið sem ekki fær eðlilega umfjöllun er sú staðreynd að íslenskur vinnumarkaður býður íslenskum ungmennum upp á fleiri og betri atvinnutækifæri en í flestum eða öllum öðrum OECD-löndum. Spyrja má hvort rétt sé að þvinga íslensk ungmenni til að velja á milli þeirra og skólagöngu?Meingölluð vinna Að baki meingallaðrar vinnu Hagfræðistofnunar býr hugmynd sem þarf að ræða, hugmyndin um að hagkvæmast sé að mennta alla sem fyrst og njóta síðan menntunar þeirra í störfum sem lengst. Þessi hugmynd er svo heilög starfsmönnum Hagfræðistofnunar að þeir sjá ekki ástæðu til að ígrunda hana með gagnrýnni umfjöllun. Margir Íslendingar telja það hins vegar mannréttindi að geta farið talsvert á milli atvinnuþátttöku og náms, og rannsóknir sýna að margs konar atvinnureynsla kveikir oft námshvöt og nýtist vel sem undirbúningur undir nám. Ef við beinum augum frá hagfræðilíkani að raunverulegu fólki má spyrja: er fólk sem lýkur námi á þrítugsaldri ekki oft orðið hundleitt á sínu sérfræðistarfi á miðjum aldri og notar fyrsta tækifæri til að fara á eftirlaun, en fólk sem hefur stundað ýmis störf og fer seint í sérnám fær nýja kveikju og vinnur við sína nýju sérgrein eins lengi og samfélagið leyfir? Til menntamálaráðherra: byggjum menntastefnu ekki á einföldum líkönum heldur á reynslu og rannsóknum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun