Innlent

Raunávöxtun LSR 8,9 prósent

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins námu í lok 2014 535,5 milljörðum króna.
Eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins námu í lok 2014 535,5 milljörðum króna. Vísir/Arnþór Birkisson
Nafnávöxtun eigna LSR (Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis) var 10,1 prósent á síðasta ári. Það er í tilkynningu sjóðsins sagt svara til 8,9 prósenta hreinnar raunávöxtunar.

„Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 5 prósent.“

Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á árinu 2014 eru sagðar hafa verið 49,5 milljarðar króna og heildareignir LSR 535,5 milljarðar króna í lok síðasta árs.

Á árinu fengu 18.542 sjóðfélagar eða makar þeirra lífeyrisgreiðslur frá sjóðnum, samtals 32,9 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×