Innlent

Sekta ekki fyrr en aðstæður leyfa

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir/Ernir
Á morgun lýkur því tímabili sem nota má keðjur og neglda hjólbarða við akstur. Tímabilið sem það er leyfilegt nær frá 31. október til 15. apríl en utan þess tíma er það óheimilt nema þess sé þörf vegna aksturaðstæðna.

Lögreglan á Suðurlandi birti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag skilaboð til ökumanna um að hún muni ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en aðstæður leyfa. Lögreglu er heimilt að sekta ökumenn um fimm þúsund krónur fyrir hvert nagladekk sem er undir bifreiðum á því tímabili sem notkun þeirra er ekki heimil.

Ekki byrjað að sekta vegna nagladekkjaÁ morgun lýkur tíma nagladekkja, en hann er almennt frá 1. nóvember til 15. aprí...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Tuesday, April 14, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×