Innlent

Sumir landsmenn vita ekki hvað þeir heita

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Búið er að skrá og staðfesta fullt nafn hjá 33% skráðra einstaklinga í þjóðskrá sem eru með lögheimili á Íslandi eða um hundrað þúsund manns. Nánari
Búið er að skrá og staðfesta fullt nafn hjá 33% skráðra einstaklinga í þjóðskrá sem eru með lögheimili á Íslandi eða um hundrað þúsund manns. Nánari vísir/daníel
Dæmi eru um að Íslendingum sé ekki kunnugt um fullt nafn þeirra. Þjóðskrá Íslands hefur því í rúmt ár unnið að því að skrá fullt nafn nýskráðra einstaklinga auk þess að skrá og staðfesta full nöfn þeirra sem þegar eru skráðir. Búið er að skrá og staðfesta 33 prósent skráðra í þjóðskrá sem eru með lögheimili á Íslandi.

Alls hafa 317 aðilar ákveðið að fella niður nöfn sem þeir báru samkvæmt upprunagögnum. Meðal annars vegna þess að viðkomandi var ekki kunnugt um að hann bæri tiltekið nafn eða vildi ekki af einhverjum ástæðum að það yrði skráð til fulls og kæmi fram í vegabréfi sínu eða annars staðar.

Á vefsíðu þjóðskrár segir að verkefni þeirra sé stórt og umfangsmikið. Ekki sé hægt að fullyrða um fullt nafn einstaklings öðru vísi en að yfirfara og meta upprunagögn þar sem upplýsingar um fullt nafn koma fyrir til dæmis skírnarskýrslur og manntalsgögn.

Þá kemur fram að miðlarar geti nú fengið þjóðskrá með lengra birtingarnafni fólks, þ.e 44 stafi í stað 31 stafs. Eru þeim og viðskiptavinum þeirra því gefinn aðlögunartími til 1.janúar 2018 til en þá verður núverandi dreifingu á nafnasvæði sem inniheldur 31 stafbil hætt. Því gæti fólk orðið þess vart að nöfn birtist á mismunandi hátt við uppflettingu, t.d í heimabönkum og hjá læknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×