Áfallastreita algeng meðal sjálfboðaliða viktoría hermannsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Rannsókn Sigríðar leiddi meðal annars í ljós að mun meiri áfallastreita var meðal sjálfboðaliða sem höfðu ekki hlotið þjálfun áður en þeir komu á hamfarasvæði. Mynd/Sigríður Þormar Algengt er að sjálfboðaliðar á hamfarasvæðum þjáist af áfallastreituröskun eftir veru sína þar. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum doktorsrannsóknar Sigríðar Bjarkar Þormar í áfallasálfræði. Þar fjallar hún um kvíða, þunglyndi og spáþætti sem tengjast einkennum áfallastreitu. „Samkvæmt þessum niðurstöðum þá er áfallastreita sjálfboðaliða frekar há eftir þessa tegund hamfara,“ segir Sigríður. Rannsóknina gerði hún á sjálfboðaliðum sem höfðu verið að störfum eftir jarðskjálfta í Indónesíu 2006. Sigríður lagði fyrir þá spurningalista sex, tólf og átján mánuðum eftir að þau höfðu verið að störfum auk þess sem hún tók dýpri viðtöl við fjölda þeirra. Sjálf hefur Sigríður starfað lengi fyrir Rauða krossinn og hugmyndin kviknaði þegar hún var við störf í Indónesíu eftir skjálftaflóðbylgjuna árið 2005. „Það sem var sérstakt við þessar hamfarir var hvað þær voru massífar og mikil eyðilegging. Það kallaði líka á töluvert aukinn fjölda sjálfboðaliða. Þarna var mikið af ungum krökkum á aldrinum 16 til 25 ára sem gátu losnað úr skóla til þess að bjóða sig fram í einhvern tíma.“Á vettvangi. Sigríður Björk Þormar í sveitaþorpinu Hinches sem tók á móti mörgum flóttamönnum. Verið að meta þörfina fyrir sálrænan stuðning.Mynd/Sigríður ÞormarAðstæður sem sjálfboðaliðar vinna við eru oft mjög erfiðar. Sigríður segir það geta tekið mjög mikið á unga sjálfboðaliða sem koma út með stuttum fyrirvara og hafa ekki hlotið þjálfun áður. „Niðurstöðurnar eru mjög flóknar og fjölbreytilegar. Áfallastreita sjálfboðaliða er almennt hærri en hjá fagfólki,“ segir hún. Eftirfylgni með sjálfboðaliðum er yfirleitt lítil eða engin. „Þeir sjálfboðaliðar sem sinna sálrænum stuðningi eru í sérstökum áhættuhópi, það er mjög mikilvæg niðurstaða. Þeir þurfa sjálfir einhvers konar sérhæfðan stuðning á eftir. Þeir sjálfboðaliðar sem vinna við dreifingu matvæla, þeir eru líka í ákveðnum áhættuhópi.“ Það segir hún skýrast meðal annars af því að oft sé matur af skornum skammti og fólk sé oft reitt og örvæntingarfullt og taki það út á þeim. Sigríður segir það einnig hafa komið í ljós að mikilvægt sé fyrir sjálfboðaliða að upplifa samfélagslega viðurkenningu vegna starfa sinna. Það var fylgni á milli tilfinningar um skort á samfélagslegri viðurkenningu og aukinna einkenna áfallastreitu.“ Sigríður kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar hjá Rauða krossinum í Reykjavík milli hálf níu og hálf tíu árdegis í dag. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Algengt er að sjálfboðaliðar á hamfarasvæðum þjáist af áfallastreituröskun eftir veru sína þar. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum doktorsrannsóknar Sigríðar Bjarkar Þormar í áfallasálfræði. Þar fjallar hún um kvíða, þunglyndi og spáþætti sem tengjast einkennum áfallastreitu. „Samkvæmt þessum niðurstöðum þá er áfallastreita sjálfboðaliða frekar há eftir þessa tegund hamfara,“ segir Sigríður. Rannsóknina gerði hún á sjálfboðaliðum sem höfðu verið að störfum eftir jarðskjálfta í Indónesíu 2006. Sigríður lagði fyrir þá spurningalista sex, tólf og átján mánuðum eftir að þau höfðu verið að störfum auk þess sem hún tók dýpri viðtöl við fjölda þeirra. Sjálf hefur Sigríður starfað lengi fyrir Rauða krossinn og hugmyndin kviknaði þegar hún var við störf í Indónesíu eftir skjálftaflóðbylgjuna árið 2005. „Það sem var sérstakt við þessar hamfarir var hvað þær voru massífar og mikil eyðilegging. Það kallaði líka á töluvert aukinn fjölda sjálfboðaliða. Þarna var mikið af ungum krökkum á aldrinum 16 til 25 ára sem gátu losnað úr skóla til þess að bjóða sig fram í einhvern tíma.“Á vettvangi. Sigríður Björk Þormar í sveitaþorpinu Hinches sem tók á móti mörgum flóttamönnum. Verið að meta þörfina fyrir sálrænan stuðning.Mynd/Sigríður ÞormarAðstæður sem sjálfboðaliðar vinna við eru oft mjög erfiðar. Sigríður segir það geta tekið mjög mikið á unga sjálfboðaliða sem koma út með stuttum fyrirvara og hafa ekki hlotið þjálfun áður. „Niðurstöðurnar eru mjög flóknar og fjölbreytilegar. Áfallastreita sjálfboðaliða er almennt hærri en hjá fagfólki,“ segir hún. Eftirfylgni með sjálfboðaliðum er yfirleitt lítil eða engin. „Þeir sjálfboðaliðar sem sinna sálrænum stuðningi eru í sérstökum áhættuhópi, það er mjög mikilvæg niðurstaða. Þeir þurfa sjálfir einhvers konar sérhæfðan stuðning á eftir. Þeir sjálfboðaliðar sem vinna við dreifingu matvæla, þeir eru líka í ákveðnum áhættuhópi.“ Það segir hún skýrast meðal annars af því að oft sé matur af skornum skammti og fólk sé oft reitt og örvæntingarfullt og taki það út á þeim. Sigríður segir það einnig hafa komið í ljós að mikilvægt sé fyrir sjálfboðaliða að upplifa samfélagslega viðurkenningu vegna starfa sinna. Það var fylgni á milli tilfinningar um skort á samfélagslegri viðurkenningu og aukinna einkenna áfallastreitu.“ Sigríður kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar hjá Rauða krossinum í Reykjavík milli hálf níu og hálf tíu árdegis í dag.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira