Innlent

Allir virkjanakostir komnir til umfjöllunar

svavar hávarðsson skrifar
við Búrfell Lagaóvissa nær ekki inn á borð Landsvirkjunar sem alltaf hefur gert ráð fyrir að vindorkukostir yrðu metnir.
við Búrfell Lagaóvissa nær ekki inn á borð Landsvirkjunar sem alltaf hefur gert ráð fyrir að vindorkukostir yrðu metnir. fréttablaðið/valli
Orkustofnun lagði í síðustu viku inn 33 virkjunarkosti til verkefnastjórnar 3. áfanga rammaáætlunar og eru því samtals gögn vegna 81 virkjunarkosts á borði verkefnastjórnarinnar þegar allt er talið. Þar af eru 47 virkjunarkostir í vatnsafli og 33 í jarðvarma.

Orkustofnun skilaði upplýsingum um tilhögun 50 virkjunarkosta 20. janúar síðastliðinn, en dró síðan þrjá kosti til baka þar sem í ljós kom að þeir voru á friðlýstu svæði.

Stærsta vafaatriðið sem birtist í bréfi Orkustofnunar til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um tilhögun virkjunarkosta sem fara til umfjöllunar verkefnisstjórnar varðar vindorkukosti. Í bréfinu segir að það sé mat stofnunarinnar að lög nái ekki með ótvíræðum hætti til vindorku almennt eða sjávarfallaorku. Því voru vindorkukostir sem Orkustofnun hafði sjálf byrjað undirbúning á, ekki sendir verkefnastjórninni til umfjöllunar nú. „…vegna réttaróvissu um skoðun Orkustofnunar, meðal annars vegna túlkunar umhverfis- og auðlindaráðuneytis, munu virkjunarkostir í vindorku við Blöndulón og við Búrfell verða sendir verkefnastjórninni, óski Landsvirkjun þess til að tryggja réttaröryggi sitt varðandi þá virkjunarkosti,“ segir í bréfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×