Innlent

Vetrarríki truflar rannsóknir

SVAVAR HÁVARÐSSON skrifar
Gosið er í mikilli rénun.
Gosið er í mikilli rénun. fréttablaðið/egill
Vetrarríki virðist hafa áhrif á nákvæmar niðurstöður um atburðarásina í Holuhrauni þessa dagana. Í skeyti vísindamannaráðs kemur fram að áfram dregur úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þó enn teljist hún mikil.

Hins vegar er mjög háð veðri hve margir smáskjálftar mælast. Sig öskju Bárðarbungu er nú minna en tveir sentimetrar á dag. „Taka verður tillit til ísskriðs inn að miðju öskjunnar þegar gögn úr GPS-tæki eru skoðuð,“ segir í skeytinu. Gosið hefur staðið yfir í bráðum hálft ár. Verulega hefur dregið úr hraunflæði í Holuhrauni og hægt á sighraða öskju Bárðarbungu. Gosið getur varað í marga mánuði enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×