Halda saman upp á afmæli bjórsins Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2015 08:01 Sala bjórs var heimiluð hér á landi þann 1. mars 1989. Vísir/GVA Ungir jafnaðarmenn og ungir sjálfstæðismenn munu fagna afmæli bjórsins saman næstkomandi föstudag. Er það í fyrsta skipti sem Ungir jafnaðarmenn taka þátt í fagnaðarhöldunum, en taka þeir þó fram að það jafngildi ekki stuðningi við frumvarp Vilhjálms Árnasonar um frjálsa sölu áfengis. „Þetta er í fyrsta sinn sem Ungir jafnaðarmenn taka þátt í þessum fögnuði, svo þetta er mjög spennandi,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna í tilkynningu. „Við í Ungum jafnaðarmönnum fögnum því að sjálfsögðu að bjórbanni hafi verið aflétt á sínum tíma.“ Hún segir bönn sjaldan skila tilætluðum árangri og bendir á bann við fíkniefnum, máli sínu til stuðnings. „Ungir jafnaðarmenn eru einmitt nýbúnir að álykta um afglæpavæðingu fíkniefna. Refsistefnan hefur beðið skipbrot og það er löngu kominn tími til að endurskoða hana.“ Þó Ungir jafnaðarmenn taki þátt í því að fagna afmæli bjórsins með Ungum sjálfstæðismönnum, segja þau að það jafngildi ekki stuðningi við frumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins um frjálsa sölu áfengis. Um það mál eru skiptar skoðanir meðal Ungra jafnaðarmanna. „Skoðanir okkar fólks eru of skiptar til að við getum skapað sátt um það mál,“ segir Eva. Hún segir þau eiga það sameiginlegt með Ungum Sjálfstæðismönnum að finnast gaman að skemmta sér og Eva vill sjá meiri samvinnu milli ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna. Fögnuðurinn fer fram næstkomandi föstudagskvöld klukkan 20:00 á Skúli - Craft bar við Aðalstræti 9 í Reykjavík. Sala bjórs var gerð heimild hér á landi þann 1. mars 1989. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn og ungir sjálfstæðismenn munu fagna afmæli bjórsins saman næstkomandi föstudag. Er það í fyrsta skipti sem Ungir jafnaðarmenn taka þátt í fagnaðarhöldunum, en taka þeir þó fram að það jafngildi ekki stuðningi við frumvarp Vilhjálms Árnasonar um frjálsa sölu áfengis. „Þetta er í fyrsta sinn sem Ungir jafnaðarmenn taka þátt í þessum fögnuði, svo þetta er mjög spennandi,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna í tilkynningu. „Við í Ungum jafnaðarmönnum fögnum því að sjálfsögðu að bjórbanni hafi verið aflétt á sínum tíma.“ Hún segir bönn sjaldan skila tilætluðum árangri og bendir á bann við fíkniefnum, máli sínu til stuðnings. „Ungir jafnaðarmenn eru einmitt nýbúnir að álykta um afglæpavæðingu fíkniefna. Refsistefnan hefur beðið skipbrot og það er löngu kominn tími til að endurskoða hana.“ Þó Ungir jafnaðarmenn taki þátt í því að fagna afmæli bjórsins með Ungum sjálfstæðismönnum, segja þau að það jafngildi ekki stuðningi við frumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins um frjálsa sölu áfengis. Um það mál eru skiptar skoðanir meðal Ungra jafnaðarmanna. „Skoðanir okkar fólks eru of skiptar til að við getum skapað sátt um það mál,“ segir Eva. Hún segir þau eiga það sameiginlegt með Ungum Sjálfstæðismönnum að finnast gaman að skemmta sér og Eva vill sjá meiri samvinnu milli ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna. Fögnuðurinn fer fram næstkomandi föstudagskvöld klukkan 20:00 á Skúli - Craft bar við Aðalstræti 9 í Reykjavík. Sala bjórs var gerð heimild hér á landi þann 1. mars 1989.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira