Verð fyrir skóladagvistun hækkar langmest hjá Seltjarnarnesbæ Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2015 10:23 Mesta hækkun síðan í byrjun árs 2014 á þriggja tíma daglegri vistun ásamt síðdegishressingu og hádegismat í 21 dag er hjá Seltjarnarneskaupstað um 20%, hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um 8% og hjá Reykjanesbæ um 5%. Vísir/Vilhelm Tólf sveitarfélög af fimmtán hafa hækkað verð fyrir skóladagvistun. Þetta kemur fram í verðlagseftirliti ASÍ sem kannaði breytingar á gjaldskrá fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og verði á hádegismat fyrir yngstu nemendur grunnskólanna hjá fimmtán fjölmennustu sveitarfélögum landsins.Í frétt ASÍ segir að mesta hækkun síðan í byrjun árs 2014 á þriggja tíma daglegri vistun ásamt síðdegishressingu og hádegismat í 21 dag er hjá Seltjarnarneskaupstað um 20%, hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um 8% og hjá Reykjanesbæ um 5%. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda, sem leggjast ofan á gjöldin sem innheimt eru jafnvel í tvennu lagi. Einnig er í boði ávaxtastund og mjólkuráskrift sem ekki er tekið með í samanburðinum.Mynd/ASÍMánaðargjald fyrir skóladagvistun ásamt hressinguÍ fréttinni segir að ellefu sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað hjá sér gjaldskrána fyrir skóladagvistun með hressingu á milli ára. „Lægsta mánaðargjaldið er í Vestmannaeyjum 14.165 kr./mán. en hæsta gjaldið er í Garðabæ 24.976 kr./mán. verðmunurinn er 10.811 kr. eða 76%. Mesta hækkun á gjaldskránni er á Seltjarnarnesi um 26%, úr 19.723 kr./mán. í 24.850 kr./mán. sem er 5.127 kr. hækkun á mánuði. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hækkað um 8%, Akureyri 4%, Reykjavík, Garðabær, Mosfellsbær, Árborg, Akranes og Fjarðarbyggð um 3%, Kópavogur og Vestmannaeyjar um 2%. Aðeins Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Ísafjörður og Fljótsdalshérað hafa ekki hækkað gjaldskrána milli ára.Mynd/ASÍVerð fyrir hádegismat í grunnskólumEllefu sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað gjaldskrána fyrir hádegismat milli ára. Tekið er mið af mánaðaráskrift. Mesta hækkunin á milli ára er hjá Reykjanesbæ en þar hefur gjaldið fyrir staka máltíð hækkað úr 298 kr. í 350 kr. eða um 17%, hjá Sveitarfélaginu Skagafirði úr 332 kr. í 359 kr. eða um 8%, hjá Seltjarnarneskaupstað úr 400 kr. í 420 kr. eða um 5%, Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri, Mosfellsbær, Árborg, Akranes og Vestmannaeyjar hafa hækkað um 1-4%. Aðeins Fjarðarbyggð hefur lækkað verðið á milli ára eða um 5%. Mjög misjafnt er hvað foreldrar þurfa að greiða fyrir hádegismatinn, en munurinn er allt að 39% á milli sveitarfélaganna. Hæst er gjaldið á Ísafirði en þar kostar máltíðin 450 kr. en lægsta gjaldið er í Reykjavík eða 324 kr.Heildarkostnaður foreldra fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og skólamáltíðÞegar skoðaður er heildarkostnaður fyrir skóladagvistun með hressingu og hádegismat í skólum landsins, er Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta verðið 21.777 kr./mán. en hæsta verðið er í Garðabæ 33.964 kr./mán. en það er 12.187 kr. verðmunur á mánuði eða 56%. Á meðfylgjandi mynd má sjá að 12 sveitarfélög hækka gjaldskrána á milli ára, hjá þremur stendur verðið í stað og ekkert þeirra lækkar. Mest hækkar gjaldskráin á Seltjarnarnesi úr 28.123 kr./mán. í 33.670 kr./mán. sem er hækkun um 5.547 kr. á mánuði eða 20% sem er 49.923 kr. á ári miða við 9 mánuði.Systkinaafslættir hjá sveitarfélögunumSystkinaafslættir eru misjafnir eftir sveitarfélögum. Afslátturinn fyrir annað barn er frá 25% upp í 75% og afslátturinn fyrir þriðja barn er frá 25% upp í 100%. Ekki er gefinn afsláttur af fæði. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu. Mjög misjafnt er á milli sveitarfélaga hvernig gjaldskráin er uppbyggð, til dæmis er hámarksgjald, mánaðargjald, aukagjald fyrir gæslu á starfsdögum, aukagjald fyrir að aðstoð við heimanám og skráningargjald. Einnig er hádegismatur seldur í formi annaráskriftar, mánaðargjalds, klippikorts eða sem stakar máltíðir. En til að einfalda samanburð milli sveitarfélaganna miðar verðlagseftirlitið samanburð sinn við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag ásamt hressingu, samtals 63 tíma á mánuði og hádegismat í áskrift. Einungis er um verðsamanburð að ræða, ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar,“ segir í fréttinni.Mynd/ASÍ Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Tólf sveitarfélög af fimmtán hafa hækkað verð fyrir skóladagvistun. Þetta kemur fram í verðlagseftirliti ASÍ sem kannaði breytingar á gjaldskrá fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og verði á hádegismat fyrir yngstu nemendur grunnskólanna hjá fimmtán fjölmennustu sveitarfélögum landsins.Í frétt ASÍ segir að mesta hækkun síðan í byrjun árs 2014 á þriggja tíma daglegri vistun ásamt síðdegishressingu og hádegismat í 21 dag er hjá Seltjarnarneskaupstað um 20%, hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um 8% og hjá Reykjanesbæ um 5%. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda, sem leggjast ofan á gjöldin sem innheimt eru jafnvel í tvennu lagi. Einnig er í boði ávaxtastund og mjólkuráskrift sem ekki er tekið með í samanburðinum.Mynd/ASÍMánaðargjald fyrir skóladagvistun ásamt hressinguÍ fréttinni segir að ellefu sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað hjá sér gjaldskrána fyrir skóladagvistun með hressingu á milli ára. „Lægsta mánaðargjaldið er í Vestmannaeyjum 14.165 kr./mán. en hæsta gjaldið er í Garðabæ 24.976 kr./mán. verðmunurinn er 10.811 kr. eða 76%. Mesta hækkun á gjaldskránni er á Seltjarnarnesi um 26%, úr 19.723 kr./mán. í 24.850 kr./mán. sem er 5.127 kr. hækkun á mánuði. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hækkað um 8%, Akureyri 4%, Reykjavík, Garðabær, Mosfellsbær, Árborg, Akranes og Fjarðarbyggð um 3%, Kópavogur og Vestmannaeyjar um 2%. Aðeins Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Ísafjörður og Fljótsdalshérað hafa ekki hækkað gjaldskrána milli ára.Mynd/ASÍVerð fyrir hádegismat í grunnskólumEllefu sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað gjaldskrána fyrir hádegismat milli ára. Tekið er mið af mánaðaráskrift. Mesta hækkunin á milli ára er hjá Reykjanesbæ en þar hefur gjaldið fyrir staka máltíð hækkað úr 298 kr. í 350 kr. eða um 17%, hjá Sveitarfélaginu Skagafirði úr 332 kr. í 359 kr. eða um 8%, hjá Seltjarnarneskaupstað úr 400 kr. í 420 kr. eða um 5%, Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri, Mosfellsbær, Árborg, Akranes og Vestmannaeyjar hafa hækkað um 1-4%. Aðeins Fjarðarbyggð hefur lækkað verðið á milli ára eða um 5%. Mjög misjafnt er hvað foreldrar þurfa að greiða fyrir hádegismatinn, en munurinn er allt að 39% á milli sveitarfélaganna. Hæst er gjaldið á Ísafirði en þar kostar máltíðin 450 kr. en lægsta gjaldið er í Reykjavík eða 324 kr.Heildarkostnaður foreldra fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og skólamáltíðÞegar skoðaður er heildarkostnaður fyrir skóladagvistun með hressingu og hádegismat í skólum landsins, er Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta verðið 21.777 kr./mán. en hæsta verðið er í Garðabæ 33.964 kr./mán. en það er 12.187 kr. verðmunur á mánuði eða 56%. Á meðfylgjandi mynd má sjá að 12 sveitarfélög hækka gjaldskrána á milli ára, hjá þremur stendur verðið í stað og ekkert þeirra lækkar. Mest hækkar gjaldskráin á Seltjarnarnesi úr 28.123 kr./mán. í 33.670 kr./mán. sem er hækkun um 5.547 kr. á mánuði eða 20% sem er 49.923 kr. á ári miða við 9 mánuði.Systkinaafslættir hjá sveitarfélögunumSystkinaafslættir eru misjafnir eftir sveitarfélögum. Afslátturinn fyrir annað barn er frá 25% upp í 75% og afslátturinn fyrir þriðja barn er frá 25% upp í 100%. Ekki er gefinn afsláttur af fæði. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu. Mjög misjafnt er á milli sveitarfélaga hvernig gjaldskráin er uppbyggð, til dæmis er hámarksgjald, mánaðargjald, aukagjald fyrir gæslu á starfsdögum, aukagjald fyrir að aðstoð við heimanám og skráningargjald. Einnig er hádegismatur seldur í formi annaráskriftar, mánaðargjalds, klippikorts eða sem stakar máltíðir. En til að einfalda samanburð milli sveitarfélaganna miðar verðlagseftirlitið samanburð sinn við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag ásamt hressingu, samtals 63 tíma á mánuði og hádegismat í áskrift. Einungis er um verðsamanburð að ræða, ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar,“ segir í fréttinni.Mynd/ASÍ
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira