Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor í Kanada Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2015 10:34 Forseti tekur við nafnbót heiðursdoktors við Laval háskólann í Québec. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var í gær, þriðjudaginn 24. febrúar, gerður að heiðursdoktor við Laval háskólann í Québec við hátíðlega athöfn í höfuðsal skólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu. Í ræðu Denis Brière rektors kom fram að forseti væri gerður að heiðursdoktor vegna framlags hans til þróunar Norðurslóða, forystu um samstarf háskóla og vísindastofnana og frumkvæði að víðtækri þátttöku í mótun framtíðar Norðurslóða þar sem rannsóknir og þekking væri lögð til grundvallar. Forseti Íslands þakkaði í ávarpi sínu þennan mikla heiður og áréttaði þá sannfæringu sína að stefnumótun á Norðurslóðum yrði að byggjast á rannsóknum háskóla og fræðasamfélags; vísindaleg þekking væri forsenda sjálfbærrar framtíðar. Philippe Couillard, forsætisráðherra Québec, flutti einnig ræðu við athöfnina en fyrr um daginn höfðu hann og forseti ákveðið á fundi sínum að Québec yrði formlegur aðili að Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem árlega heldur þing sitt í Reykjavík. Þátttaka Québec í Arctic Circle myndi fyrst og fremst miðast við að efla framlag háskóla og rannsóknarstofnana, styrkja þátttöku samtaka frumbyggja og umhverfissinna og kynna hina merku Norðuráætlun, Plan Nord, sem fylkið samþykkti fyrir fáeinum árum. Þá ræddu forseti og forsætisráðherrann einnig um þá hugmynd að á næsta ári myndi Arctic Circle efna til málþings í Québec í samvinnu við stjórn fylkisins þar sem fyrst og fremst yrði fjallað um svæðaþróun á Norðurslóðum og árangurinn af Plan Nord lagður til grundvallar. Að lokinni doktorsathöfninni bauð rektor háskólans til hátíðarkvöldverðar. Á miðvikudag og fimmtudag mun forseti taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um þróun Norðurslóða á sviði velferðar, efnahagslífs, umhverfis, orku, loftslagsbreytinga og á fleiri sviðum. Málþingið er haldið í samvinnu Norrænu ráðherranefndarinnar, Laval háskóla og Québec fylkis. Þá mun forseti einnig heimsækja þing Québec og eiga fund með Jacques Chagnon forseta þess og fleiri forystumönnum fylkisins. Á blaðamannafundi forseta og forsætisráðherra Québec í gærmorgun kom fram að samvinna Íslands og Québec, m.a. innan vébanda Arctic Circle væri vitnisburður um nýjar og árangursríkar aðferðir í samstarfi á Norðurslóðum að því er segir í tilkynningunni. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var í gær, þriðjudaginn 24. febrúar, gerður að heiðursdoktor við Laval háskólann í Québec við hátíðlega athöfn í höfuðsal skólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu. Í ræðu Denis Brière rektors kom fram að forseti væri gerður að heiðursdoktor vegna framlags hans til þróunar Norðurslóða, forystu um samstarf háskóla og vísindastofnana og frumkvæði að víðtækri þátttöku í mótun framtíðar Norðurslóða þar sem rannsóknir og þekking væri lögð til grundvallar. Forseti Íslands þakkaði í ávarpi sínu þennan mikla heiður og áréttaði þá sannfæringu sína að stefnumótun á Norðurslóðum yrði að byggjast á rannsóknum háskóla og fræðasamfélags; vísindaleg þekking væri forsenda sjálfbærrar framtíðar. Philippe Couillard, forsætisráðherra Québec, flutti einnig ræðu við athöfnina en fyrr um daginn höfðu hann og forseti ákveðið á fundi sínum að Québec yrði formlegur aðili að Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem árlega heldur þing sitt í Reykjavík. Þátttaka Québec í Arctic Circle myndi fyrst og fremst miðast við að efla framlag háskóla og rannsóknarstofnana, styrkja þátttöku samtaka frumbyggja og umhverfissinna og kynna hina merku Norðuráætlun, Plan Nord, sem fylkið samþykkti fyrir fáeinum árum. Þá ræddu forseti og forsætisráðherrann einnig um þá hugmynd að á næsta ári myndi Arctic Circle efna til málþings í Québec í samvinnu við stjórn fylkisins þar sem fyrst og fremst yrði fjallað um svæðaþróun á Norðurslóðum og árangurinn af Plan Nord lagður til grundvallar. Að lokinni doktorsathöfninni bauð rektor háskólans til hátíðarkvöldverðar. Á miðvikudag og fimmtudag mun forseti taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um þróun Norðurslóða á sviði velferðar, efnahagslífs, umhverfis, orku, loftslagsbreytinga og á fleiri sviðum. Málþingið er haldið í samvinnu Norrænu ráðherranefndarinnar, Laval háskóla og Québec fylkis. Þá mun forseti einnig heimsækja þing Québec og eiga fund með Jacques Chagnon forseta þess og fleiri forystumönnum fylkisins. Á blaðamannafundi forseta og forsætisráðherra Québec í gærmorgun kom fram að samvinna Íslands og Québec, m.a. innan vébanda Arctic Circle væri vitnisburður um nýjar og árangursríkar aðferðir í samstarfi á Norðurslóðum að því er segir í tilkynningunni.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira