Innlent

Bílvelta á Nesjavöllum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Nesjavöllum.
Frá Nesjavöllum. Vísir/GVA
Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um bílveltu á Nesjavöllum skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Lögregluþjónar voru sendir á vettvang en einn maður var í bílnum og hlaut hann minniháttar meiðsl.

Í fyrstu var óljóst hvort að ökumaðurinn sæti fastur í bílnum og var kallaður út tækjabíll, ef þyrfti að klippa bílinn. Í ljós kom þó að hann var einungis fastur í bílbeltinu og tókst að losa manninn úr beltinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×