Vilja að sjálfkrafa skráning barna í trúfélög verði hætt Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2015 19:51 Flutningsmenn frumvarpsins telja ekki rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag við fæðingu. vísir/daníel Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður nýs frumvarps frá þingmönnum Pírata, þess efnis að sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög verði hætt en þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Um tvennskonar breytingu er að ræða. Annars vegar er lagt til að börn geti tekið ákvörðun varðandi aðild sína að skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi sjálf á fjórtánda aldursári eða þegar þau eru orðin 13 ára í stað 16 ára aldurs. Hins vegar er lagt til að lagaðskilnaður um sjálfkrafa skráningu nýfæddra barna í trúfélög eða lífsskoðunarfélög verði felldur úr lögunum. Flutningsmenn frumvarpsins telja ekki rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag við fæðingu og með þessu frumvarpi er lagt til að slík skráning verði afnumin. „Sjálfkrafa skráning barna í trúfélög er ekki í þágu hagsmuna barnsins og í raun er þetta fyrirkomulag einungis í þágu hagsmuna trúfélaganna eða lífsskoðunarfélaganna sjálfra. Í 2. mgr. 14. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir: „Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum, til frjálsrar hugsunar, sannfæringa og trúar, sem samræmist vaxandi þroska þess.“ Í þessu ákvæði felst að það er skylda foreldra til að aðstoða barn við slíka ákvörðun og taka afstöðu hafi barn ekki þroska til þess sjálft að taka ákvörðun um þessi mál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að á þetta hafi Mannréttindaskrifstofa Íslands bent á í umsögn sinni við fyrrgreinda lagabreytingu á 141. löggjafarþingi. Í umsögn Mannréttindaskrifstofunnar segir einnig og í framhaldi af þessari túlkun á 2. mgr. 14. gr. barnasáttmálans, að því væri lagt til að ákvæðið kvæði á um það að foreldrar barns í hjúskap eða skráðri sambúð taki sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trúar- eða lífsskoðunarfélag og fram til þess tíma verði staða barns að þessu leyti ótilgreind. „Píratar vilja að farið verði að tilmælum Jafnréttisstofu og Mannréttindaskrifstofu Íslands og leggja til að ákvæði 8. gr. laga um skráð trúfélög verði breytt á þann veg að sjálfkrafa skráningu barna í skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag verði hætt og foreldrar eða forsjáraðili barnsins ákvarði sjálfir, að eigin frumkvæði, hvort barn skuli skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag. Þá er lagt er til að sá háttur verði hafður á að barn geti tekið ákvörðun um aðild að skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi sjálft á fjórtánda aldursári eða þegar einstaklingur er orðinn 13 ára að aldri. Vilja flutningsmenn því miða við hinn hefðbundna fermingaraldur eða þegar venja er að ungmenni hljóti einhvers konar manndómsvígslu.“ Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður nýs frumvarps frá þingmönnum Pírata, þess efnis að sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög verði hætt en þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Um tvennskonar breytingu er að ræða. Annars vegar er lagt til að börn geti tekið ákvörðun varðandi aðild sína að skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi sjálf á fjórtánda aldursári eða þegar þau eru orðin 13 ára í stað 16 ára aldurs. Hins vegar er lagt til að lagaðskilnaður um sjálfkrafa skráningu nýfæddra barna í trúfélög eða lífsskoðunarfélög verði felldur úr lögunum. Flutningsmenn frumvarpsins telja ekki rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag við fæðingu og með þessu frumvarpi er lagt til að slík skráning verði afnumin. „Sjálfkrafa skráning barna í trúfélög er ekki í þágu hagsmuna barnsins og í raun er þetta fyrirkomulag einungis í þágu hagsmuna trúfélaganna eða lífsskoðunarfélaganna sjálfra. Í 2. mgr. 14. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir: „Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum, til frjálsrar hugsunar, sannfæringa og trúar, sem samræmist vaxandi þroska þess.“ Í þessu ákvæði felst að það er skylda foreldra til að aðstoða barn við slíka ákvörðun og taka afstöðu hafi barn ekki þroska til þess sjálft að taka ákvörðun um þessi mál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að á þetta hafi Mannréttindaskrifstofa Íslands bent á í umsögn sinni við fyrrgreinda lagabreytingu á 141. löggjafarþingi. Í umsögn Mannréttindaskrifstofunnar segir einnig og í framhaldi af þessari túlkun á 2. mgr. 14. gr. barnasáttmálans, að því væri lagt til að ákvæðið kvæði á um það að foreldrar barns í hjúskap eða skráðri sambúð taki sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trúar- eða lífsskoðunarfélag og fram til þess tíma verði staða barns að þessu leyti ótilgreind. „Píratar vilja að farið verði að tilmælum Jafnréttisstofu og Mannréttindaskrifstofu Íslands og leggja til að ákvæði 8. gr. laga um skráð trúfélög verði breytt á þann veg að sjálfkrafa skráningu barna í skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag verði hætt og foreldrar eða forsjáraðili barnsins ákvarði sjálfir, að eigin frumkvæði, hvort barn skuli skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag. Þá er lagt er til að sá háttur verði hafður á að barn geti tekið ákvörðun um aðild að skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi sjálft á fjórtánda aldursári eða þegar einstaklingur er orðinn 13 ára að aldri. Vilja flutningsmenn því miða við hinn hefðbundna fermingaraldur eða þegar venja er að ungmenni hljóti einhvers konar manndómsvígslu.“
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira