Sjötíu aldraðir sjúklingar fastir á Landspítalanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. mars 2015 12:05 Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarnar vikur þar sem óvenju margir sjúklingar hafa leitað þangað. Um sjötíu aldraðir sjúklingar eru fastir á Landspítalanum á meðan þeir bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Sumir hafa beðið í tvo til þrjá mánuði á spítalanum. Framkvæmdastjóri flæðisviðs segir erfitt að koma nýjum sjúklingum fyrir á spítalanum vegna plássleysis. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarnar vikur þar sem óvenju margir sjúklingar hafa leitað þangað meðal annars vegna flensunnar. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs spítalans, segir mikið hafa mætt á starfsfólki bráðamóttökunnar undanfarið. Sérstaklega hafi það reynst erfitt hversu langan tíma geti tekið að útskrifa sjúklinga þaðan á aðrar deildir vegna plássleysis á spítalanum. „Það sem að kannski vegur þyngst er að það gengur illa í raun og veru að koma fyrir sjúklingum, sérstaklega sem að þurfa á einangrun að halda, inn á sjúkrahúsið,“ segir Guðlaug Rakel. Guðlaug Rakel segir hluta vandans vera þann að margir aldraðir sjúklingar eru fastur á spítalanum á meðan þeir bíða eftir því að komast á hjúkrunarheimili. „Fráflæði frá spítalanum, það er að segja inn á hjúkrunarheimilin, er frekar hægt það er að segja það vantar hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Það er náttúrulega eitthvað sem að við finnum verulega fyrir. Það eru til dæmis um sjötíu sjúklingar á spítalanum með færni- og heilsumat sem að bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og það munar um minna, “ segir Guðlaug Rakel. Hún nefnir að á Vífilstöðum hafi verið opnað sérstakt úrræði fyrir þennan hóp fyrir nokkrum árum en það dugi ekki lengur til. Þá segir hún suma hafa þurft að bíða lengi inni á spítalanum eftir því að komast á hjúkrunarheimili eða í tvo til þrjá mánuði. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Um sjötíu aldraðir sjúklingar eru fastir á Landspítalanum á meðan þeir bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Sumir hafa beðið í tvo til þrjá mánuði á spítalanum. Framkvæmdastjóri flæðisviðs segir erfitt að koma nýjum sjúklingum fyrir á spítalanum vegna plássleysis. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarnar vikur þar sem óvenju margir sjúklingar hafa leitað þangað meðal annars vegna flensunnar. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs spítalans, segir mikið hafa mætt á starfsfólki bráðamóttökunnar undanfarið. Sérstaklega hafi það reynst erfitt hversu langan tíma geti tekið að útskrifa sjúklinga þaðan á aðrar deildir vegna plássleysis á spítalanum. „Það sem að kannski vegur þyngst er að það gengur illa í raun og veru að koma fyrir sjúklingum, sérstaklega sem að þurfa á einangrun að halda, inn á sjúkrahúsið,“ segir Guðlaug Rakel. Guðlaug Rakel segir hluta vandans vera þann að margir aldraðir sjúklingar eru fastur á spítalanum á meðan þeir bíða eftir því að komast á hjúkrunarheimili. „Fráflæði frá spítalanum, það er að segja inn á hjúkrunarheimilin, er frekar hægt það er að segja það vantar hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Það er náttúrulega eitthvað sem að við finnum verulega fyrir. Það eru til dæmis um sjötíu sjúklingar á spítalanum með færni- og heilsumat sem að bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og það munar um minna, “ segir Guðlaug Rakel. Hún nefnir að á Vífilstöðum hafi verið opnað sérstakt úrræði fyrir þennan hóp fyrir nokkrum árum en það dugi ekki lengur til. Þá segir hún suma hafa þurft að bíða lengi inni á spítalanum eftir því að komast á hjúkrunarheimili eða í tvo til þrjá mánuði.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira