Mynd af heykvísl í gegnum rasskinnar vekur óhug Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2015 11:52 Hörður ritstjóri fellst fúslega á að þessi myndskreyting sé alveg á mörkunum. Í síðasta Bændablaði er pistill um öryggismál, og er fyrirsögnin „Leiksvæði barna: Er þörf á að tryggja þau hér eins og erlendis?“ Myndskreyting við pistilinn hefur vakið mikla athygli og jafnvel óhug, en þar getur að líta mann sem hefur fengið heykvísl í gegnum rasskinnar sínar. Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður er einn þeirra sem hnýtur um þessa myndskreytingu og skrifar svohljóðandi athugasemd á Facebooksíðu sína: „Það blasir við og er borðleggjandi að Blaðamannafélag Íslands þarf að taka upp nýjan verðlaunaflokk á næsta ári; Myndskreyting ársins. Sigurvegari þessa árs er þegar fundinn: Bændablaðið (26.02.). Eða hvað er meira viðeigandi með frétt um öryggismál á leiksvæðum barna?“ Ritstjóri Bændablaðsins, Hörður Kristjánsson, fellst fúslega á þarna sé vel í lagt. „Þetta er svona á grensunni, má segja. Þarna vildi dálkahöfundur vekja athygli á málinu á sterkan hátt, sem að tókst greinilega. Þetta er ekki beint sársaukalaust að vera með svona verkfæri í sig,“ segir Hörður. Hann segir að sér hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessa en vissulega hafi þetta vakið athygli. „Þetta vekur óneitanlega sterkar tilfinningar. Þetta er virkilegur sjokkeffect.“Alveg á mörkunum Spurður nánar hvort þetta hafi ekkert staðið í mannskapnum þegar gengið var frá blaðinu til prentunar segir Hörður svo hafa verið. „Jú, maður hugsaði það. Þetta er á mörkunum, ég viðurkenni það. En, viðkomandi dálkahöfundur hefur verið að reka áróður fyrir því að menn séu meira vakandi fyrir slysnum, sérstaklega í sveitum og víðar, og misjafn árangur af því. Menn eru svolítið sofandi ennþá, og hann vildi beita þessu bragði. Prófa að sjokkera fólk, til að vekja athygli á því. Og það tókst. En sem betur fer hefur farið mjög batnandi í sveitum, varðandi dráttavélarslys og slíkt; það hefur lagast mikið. Meðvitaðri um hætturnar, eins og til dæmis varðandi drifssköft á dráttarvélum. Full þörf að halda mönnum vakandi.“Orðnir stærri en Mogginn Hjörtur Leonard Jónsson er með þessa dálka og Herði er ekki kunnugt um hvar hann fékk myndina, en segir hana erlenda, en Hjörtur hefur verið í sambandi við aðila í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar sinnar um slysatengd málefni. Hvort það er vegna þessarar dirfsku í efnistökum og myndbirtingum þá hafa nýlegar skoðanakannanir sýnt að Bændablaðið er orðið stærra en Morgunblaðið, og er það saga til næsta bæjar. „Jájá, eða, ég segi ekki að við séum stærri, en í þessum könnunum sem hafa verið gerðar erum við með meiri lestur á landsbyggðinni og líka í heildina. Að vísu erum við bara hálfsmánaðarlega en Mogginn daglega,“ segir Hörður ritstjóri Bændablaðsins. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Í síðasta Bændablaði er pistill um öryggismál, og er fyrirsögnin „Leiksvæði barna: Er þörf á að tryggja þau hér eins og erlendis?“ Myndskreyting við pistilinn hefur vakið mikla athygli og jafnvel óhug, en þar getur að líta mann sem hefur fengið heykvísl í gegnum rasskinnar sínar. Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður er einn þeirra sem hnýtur um þessa myndskreytingu og skrifar svohljóðandi athugasemd á Facebooksíðu sína: „Það blasir við og er borðleggjandi að Blaðamannafélag Íslands þarf að taka upp nýjan verðlaunaflokk á næsta ári; Myndskreyting ársins. Sigurvegari þessa árs er þegar fundinn: Bændablaðið (26.02.). Eða hvað er meira viðeigandi með frétt um öryggismál á leiksvæðum barna?“ Ritstjóri Bændablaðsins, Hörður Kristjánsson, fellst fúslega á þarna sé vel í lagt. „Þetta er svona á grensunni, má segja. Þarna vildi dálkahöfundur vekja athygli á málinu á sterkan hátt, sem að tókst greinilega. Þetta er ekki beint sársaukalaust að vera með svona verkfæri í sig,“ segir Hörður. Hann segir að sér hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessa en vissulega hafi þetta vakið athygli. „Þetta vekur óneitanlega sterkar tilfinningar. Þetta er virkilegur sjokkeffect.“Alveg á mörkunum Spurður nánar hvort þetta hafi ekkert staðið í mannskapnum þegar gengið var frá blaðinu til prentunar segir Hörður svo hafa verið. „Jú, maður hugsaði það. Þetta er á mörkunum, ég viðurkenni það. En, viðkomandi dálkahöfundur hefur verið að reka áróður fyrir því að menn séu meira vakandi fyrir slysnum, sérstaklega í sveitum og víðar, og misjafn árangur af því. Menn eru svolítið sofandi ennþá, og hann vildi beita þessu bragði. Prófa að sjokkera fólk, til að vekja athygli á því. Og það tókst. En sem betur fer hefur farið mjög batnandi í sveitum, varðandi dráttavélarslys og slíkt; það hefur lagast mikið. Meðvitaðri um hætturnar, eins og til dæmis varðandi drifssköft á dráttarvélum. Full þörf að halda mönnum vakandi.“Orðnir stærri en Mogginn Hjörtur Leonard Jónsson er með þessa dálka og Herði er ekki kunnugt um hvar hann fékk myndina, en segir hana erlenda, en Hjörtur hefur verið í sambandi við aðila í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar sinnar um slysatengd málefni. Hvort það er vegna þessarar dirfsku í efnistökum og myndbirtingum þá hafa nýlegar skoðanakannanir sýnt að Bændablaðið er orðið stærra en Morgunblaðið, og er það saga til næsta bæjar. „Jájá, eða, ég segi ekki að við séum stærri, en í þessum könnunum sem hafa verið gerðar erum við með meiri lestur á landsbyggðinni og líka í heildina. Að vísu erum við bara hálfsmánaðarlega en Mogginn daglega,“ segir Hörður ritstjóri Bændablaðsins.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira