Íslenskt efnahagslíf kemst í „allt aðra og eftirsóknarverðari stöðu“ en verið hefur um langt skeið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 16:50 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi í dag. vísir/gva „Heilt yfir eins og ég tel að muni koma í ljós bæði í þessari kynningu og smám saman eftir því sem tímanum vindur fram að þá erum við með þessum aðgerðum að komast í allt aðra og eftirsóknarverðari stöðu heldur en íslenskt efnahagslíf hefur búið við um langt skeið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi í dag þar sem farið var yfir umfang þeirra aðgerða sem ráðist verður í vegna uppgjöra föllnu bankanna. Bjarni sagði að um væri að ræða stærstu efnahagsgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi en heildaráhrif þeirra eru gríðarleg. Þau væru slík að erfitt væri að finna samlíkingu úr fortíðinni. Aðgerðirnar fela það í sér að slitabú föllnu bankanna fallast á stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, greiða til þeirra svokallað stöðugleikaframlag og fara svo í gegnum nauðasamninga. Alls nema aðgerðirnar 856 milljörðum króna en 500 milljarðar króna renna beint eða óbeint í ríkissjóð. Seðlabankinn hefur samþykkt að veita slitastjórnum föllnu bankanna undanþágu frá gjaldeyrishöftum og kvaðst Bjarni ætla að styðja þá niðurstöðu. Þegar hann hefði tilkynnt það eftir formlegum leiðum myndi málið fara áfram til slitastjórna sem þyrftu svo að ljúka gerð nauðasamninga og fara fyrir dómstóla. „Því er ekki að neita að við höfum nokkrar áhyggjur af því á þessari stundu að dómstólarnir verði settir í talsverða tímaþröng til þess að taka til meðhöndlunar og afgreiðslu þessi stærstu slitabú Íslandssögunnar, sem reyndar hvert um sig ef við værum að horfa á gjaldþrot myndi rata á lista yfir 10 stærstu gjaldþrot bandarískrar fyrirtækjasögu. Af þeirri ástæðu er gert ráð fyrir því að það verði viðbótarfrestir þó ekki væri nema til þess að dómstólar fái hæfilegan og sanngjarnan tíma til að vinna sitt verk eftir að slitabúin hafa komist að sinni niðurstöðu.“ Tengdar fréttir Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
„Heilt yfir eins og ég tel að muni koma í ljós bæði í þessari kynningu og smám saman eftir því sem tímanum vindur fram að þá erum við með þessum aðgerðum að komast í allt aðra og eftirsóknarverðari stöðu heldur en íslenskt efnahagslíf hefur búið við um langt skeið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi í dag þar sem farið var yfir umfang þeirra aðgerða sem ráðist verður í vegna uppgjöra föllnu bankanna. Bjarni sagði að um væri að ræða stærstu efnahagsgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi en heildaráhrif þeirra eru gríðarleg. Þau væru slík að erfitt væri að finna samlíkingu úr fortíðinni. Aðgerðirnar fela það í sér að slitabú föllnu bankanna fallast á stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, greiða til þeirra svokallað stöðugleikaframlag og fara svo í gegnum nauðasamninga. Alls nema aðgerðirnar 856 milljörðum króna en 500 milljarðar króna renna beint eða óbeint í ríkissjóð. Seðlabankinn hefur samþykkt að veita slitastjórnum föllnu bankanna undanþágu frá gjaldeyrishöftum og kvaðst Bjarni ætla að styðja þá niðurstöðu. Þegar hann hefði tilkynnt það eftir formlegum leiðum myndi málið fara áfram til slitastjórna sem þyrftu svo að ljúka gerð nauðasamninga og fara fyrir dómstóla. „Því er ekki að neita að við höfum nokkrar áhyggjur af því á þessari stundu að dómstólarnir verði settir í talsverða tímaþröng til þess að taka til meðhöndlunar og afgreiðslu þessi stærstu slitabú Íslandssögunnar, sem reyndar hvert um sig ef við værum að horfa á gjaldþrot myndi rata á lista yfir 10 stærstu gjaldþrot bandarískrar fyrirtækjasögu. Af þeirri ástæðu er gert ráð fyrir því að það verði viðbótarfrestir þó ekki væri nema til þess að dómstólar fái hæfilegan og sanngjarnan tíma til að vinna sitt verk eftir að slitabúin hafa komist að sinni niðurstöðu.“
Tengdar fréttir Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46
Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09