Innlent

Þjóðarsorg lýst yfir í þrjá daga

Eldurinn barst í nærliggjandi hús.
Eldurinn barst í nærliggjandi hús. Fréttablaðið/AP
Hundrað sjötíu og fimm létu lífið í Akkra, höfuðborg Gana, eftir að eldur kom upp á bensínstöð á fimmtudag.

Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að eldhafið hafi verið ógurlegt og náð til nærliggjandi húsa. John Dramani Mahama, forseti landsins, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg sem hefst á mánudag.

Talið er að meginþorri þeirra sem létust hafi verið á bensínstöðinni til þess að leita sér skjóls fyrir mikilli rigningu þegar eldurinn braust út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×