Einstakt tækifæri fyrir fjármálaráðherra Oddný Kristinsdóttir skrifar 6. júní 2015 07:00 Í ár er 100 ára kosningaafmæli kvenna, af því tilefni voru haldnir þemadagar um jafnrétti í Háteigsskóla. Unnið var með staðalmyndir og jafnrétti á ýmsan veg, s.s. kynbundið ofbeldi, misrétti í íslensku samfélagi og kynbundinn launamun. Þar var einnig stofnað fyrsta femínistafélag grunnskóla og félagsmiðstöðva og fékk Andrea Marel, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar, hvatningarverðlaun fyrir framlag sitt til verkefnisins. Í kjölfarið sköpuðust miklar umræður á heimilinu þar sem drengir mínir tveir, 9 og 11 ára, veltu þessu viðfangsefni fyrir sér og fannst þeim með eindæmum óréttlátt að karlar fengju hærri laun en konur fyrir sambærilega vinnu. Ég er hjúkrunarfræðingur, ákaflega stolt af minni menntun og mínu framlagi til heilbrigðiskerfisins, en tek út fyrir það að skjólstæðingar mínir þurfi að líða fyrir kjarabaráttu okkar. Síðustu viku hef ég verið að vinna á barnadeild Barnaspítala Hringsins á undanþágulista undir miklu álagi og óvissu. Óvissu sem ég vona að ljúki sem fyrst. Kröfur hjúkrunarfræðinga um launahækkun eru ekki óraunhæfar. Við erum einfaldlega að biðja um leiðréttingu launa hjúkrunarfræðinga svo þau verði sambærileg launum annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru 14-25% lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Eins og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á virðist eina skýringin á þessum launamun vera að um kvennastétt er að ræða. Er það sanngjarnt? Það þykir sonum mínum ekki. Í ár höldum við íslenska þjóðin upp á 100 ára kosningaafmæli kvenna. Með kosningarétti kvenna var stórt skref stigið í jafnréttissögu Íslendinga. Á 100 ára afmælinu fær núverandi ríkisstjórn einstakt tækifæri til að taka annað stórt skref: Leiðrétta kynbundinn launamun með réttlátum kjarasamningi við stærstu heilbrigðis- og kvennastétt Íslands. Ég er í eðli mínu bjartsýn manneskja og hef fulla trú á því að fjármálaráðherra taki við hvatningarverðlaunum þetta árið fyrir framlag sitt til jafnréttis. Um leið gerir hann hjúkrun að vænlegri starfsvettvangi fyrir þá sem standa frammi fyrir vali á menntun og starfsframa, þar á meðal drengina mína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í ár er 100 ára kosningaafmæli kvenna, af því tilefni voru haldnir þemadagar um jafnrétti í Háteigsskóla. Unnið var með staðalmyndir og jafnrétti á ýmsan veg, s.s. kynbundið ofbeldi, misrétti í íslensku samfélagi og kynbundinn launamun. Þar var einnig stofnað fyrsta femínistafélag grunnskóla og félagsmiðstöðva og fékk Andrea Marel, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar, hvatningarverðlaun fyrir framlag sitt til verkefnisins. Í kjölfarið sköpuðust miklar umræður á heimilinu þar sem drengir mínir tveir, 9 og 11 ára, veltu þessu viðfangsefni fyrir sér og fannst þeim með eindæmum óréttlátt að karlar fengju hærri laun en konur fyrir sambærilega vinnu. Ég er hjúkrunarfræðingur, ákaflega stolt af minni menntun og mínu framlagi til heilbrigðiskerfisins, en tek út fyrir það að skjólstæðingar mínir þurfi að líða fyrir kjarabaráttu okkar. Síðustu viku hef ég verið að vinna á barnadeild Barnaspítala Hringsins á undanþágulista undir miklu álagi og óvissu. Óvissu sem ég vona að ljúki sem fyrst. Kröfur hjúkrunarfræðinga um launahækkun eru ekki óraunhæfar. Við erum einfaldlega að biðja um leiðréttingu launa hjúkrunarfræðinga svo þau verði sambærileg launum annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru 14-25% lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Eins og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á virðist eina skýringin á þessum launamun vera að um kvennastétt er að ræða. Er það sanngjarnt? Það þykir sonum mínum ekki. Í ár höldum við íslenska þjóðin upp á 100 ára kosningaafmæli kvenna. Með kosningarétti kvenna var stórt skref stigið í jafnréttissögu Íslendinga. Á 100 ára afmælinu fær núverandi ríkisstjórn einstakt tækifæri til að taka annað stórt skref: Leiðrétta kynbundinn launamun með réttlátum kjarasamningi við stærstu heilbrigðis- og kvennastétt Íslands. Ég er í eðli mínu bjartsýn manneskja og hef fulla trú á því að fjármálaráðherra taki við hvatningarverðlaunum þetta árið fyrir framlag sitt til jafnréttis. Um leið gerir hann hjúkrun að vænlegri starfsvettvangi fyrir þá sem standa frammi fyrir vali á menntun og starfsframa, þar á meðal drengina mína.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar