Smástefna um unga frumkvöðla: „Við erum að fylgjast með kynslóð sem er stórkostleg“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2015 13:37 Inga Auðbjörg heldur utan um smástefnuna Peruna. Vísir/Samsett mynd „Það er ljóst að við þurfum að breyta okkar aðferðum ef við ætlum að búa á þessari jörð áfram og þar er ungt fólk í lykilstöðu,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Perunnar sem er ráðstefna um félagslega nýsköpun og unga frumkvöðla á Íslandi. Ráðstefnan, sem Inga kallar raunar smástefnu, er haldin á vegum Hins hússins og verður 9. maí í húsakynnum þeirra í Pósthússtræti. „Við viljum koma á framfæri því sem ungt fólk er að gera sem er samfélagslega jákvætt og vonandi fjárhagslega sjálfbært líka því að það er það sem þarf,“útskýrir Inga. Smástefnan Peran 2015 á í raun að tengja saman þetta tvennt, það er að segja skapandi hugsun og frumkvæði ungs fólks, með því að sýna fram á hvernig ungt fólk getur sett á fót fyrirtæki sem eru til hagsbóta fyrir heiminn. Peran 2015 kemur á framfæri ungu fólki sem er að gera stórkostlega hluti.Krakkarnir í menntaskóla núna taka fyrri kynslóðum fram Kynslóðin sem nú vex úr grasi hefur að mati Ingu Auðbjargar mikla möguleika og hæfileika til þess að bæta heiminn og samfélagið. „Menntakerfið er alltaf að verða betri svörður fyrir frumkvöðlastarfsemi og frumkvæði ungs fólks. Við erum að fylgjast með kynslóð sem er stórkostleg. Eins og menntaskólakynslóðin núna, hún tekur okkar kynslóðum fram, allur þessi feminismi og skyndilega blossar upp pólitískur áhugi,“ segir Inga. „Þetta er svolítið fólkið sem þarf að taka til, vinna sig úr þeim skemmdum sem fyrrum kynslóðir hafa valdið náttúrunni.“ Unga fólkið sé einnig frjótt og búi yfir kunnáttu á tækni nútímans sem þróast hefur mjög hratt á síðastliðnum árum.Tvær af stofnendum Reconesse Database sem hefur það að markmiði að skrifa um konur sem gleymst hafa í sögubókum flytja fyrirlestur.Vísir/Arnþór„Win, win, win“ með samfélagslegri frumkvöðlastarfsemi Sex ungir frumkvöðlar halda fyrirlestra á smástefnunni. Þeir eru Anna Gyða Sigurgísladóttir, leikstjóri kvikmyndarinnar „Problem? oh that‘s an opportunity“ sem frumsýnd verður sama dag, Birna Ketilsdóttir stofnandi veftímaritsins Blær, stofnendur Reconesse Database, Starri Steindórsson sem stendur í fiskútflutningi, Búi Bjarmar sem stendur á bakvið krybbuorkustangirnar og Kormákur Arthursson og Sigurbjörn Edvardsson sem eru með KrummiSpice. Inga Auðbjörg segist hafa fundið fyrir því að það vanti að halda viðburð sem tekur saman sérstaklega það sem ungt fólk er að gera jákvætt í tengslum við samfélagslega frumkvöðlastarfsemi. „Við höldum Músíktilraunir og Unglistahátíð og svona en við áttum eftir að tækla þennan vettvang, það er að segja að fjalla um framtíðarmöguleika ungs fólks til þess að skapa sjálfum sér atvinnu sem um leið er jákvæð fyrir samfélagið og náttúruna,“ útskýrir Inga. „Ég held líka að það þurfi að koma þessum hugtökum betur á framfæri, samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi og samfélagsleg nýsköpun.“Hvað er samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi? Samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi er hugtak sem er nýtt af nálinni í samfélaginu okkar. „Frumkvöðlastarfsemi gengur náttúrulega bara út á það að búa til fyrirtæki sem helst kemur með eitthvað nýtt fram á sjónarsviðið. Svokallað sprotafyrirtæki. Samfélagslegi hluturinn er að það sé ávinningur fyrir þann sem stendur fyrir fyrirtækinu, ávinningur fyrir kaupanda þjónustunnar eða viðskiptavininn og þriðji ávinningurinn sem er fyrir náttúruna eða samfélagið. Win, win, win.“ Hún tekur sem dæmi drengina sem settu á fót fyrirtækið KrummiSpice. „Þeir eru að flytja inn krydd frá Indlandi, sem er frábært fyrir mig sem neytanda þar sem ég elda mikið af indverskum mat og hef átt erfitt með að nálgast þessi krydd. En í leiðinni eru þeir að kaupa þetta frá mönnum sem hafa orðið fyrir sýruárásum, borga þeim yfir markaðsverði og setja hluta af gróðanum í samfélagslega uppbyggjandi verkefni á heimasvæðum þessara kvenna.“ Tengdar fréttir Bæta samfélagið með því að rétta skakkan hlut kvenna í sögunni „Konur hafa tekið þátt í öllu frá byrjun siðmenningar en ekki fengið sérlega mikla umfjöllun.“ 31. júlí 2014 09:00 Held að einhver hafi logið að mér Anna Gyða Sigurgísladóttir, nemi og heimildamyndagerðarkona svara 10 spurningum Lífsins. 6. desember 2014 13:00 Gerði heimildarmynd um óskilgreint hugtak Anna Gyða Sigurgísladóttir kynntist hugtakinu samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi fyrir tveimur árum. Áhugi hennar á hugtakinu varð að heimildarmynd. 11. ágúst 2014 09:00 Frumkvöðlar á sviði stjórnmála Fimmtán stjórnmálakonur fengu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. 24. apríl 2015 08:00 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Íslenskir frumkvöðlar fá fjárfestingu frá Seedcamp Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 17. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Það er ljóst að við þurfum að breyta okkar aðferðum ef við ætlum að búa á þessari jörð áfram og þar er ungt fólk í lykilstöðu,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Perunnar sem er ráðstefna um félagslega nýsköpun og unga frumkvöðla á Íslandi. Ráðstefnan, sem Inga kallar raunar smástefnu, er haldin á vegum Hins hússins og verður 9. maí í húsakynnum þeirra í Pósthússtræti. „Við viljum koma á framfæri því sem ungt fólk er að gera sem er samfélagslega jákvætt og vonandi fjárhagslega sjálfbært líka því að það er það sem þarf,“útskýrir Inga. Smástefnan Peran 2015 á í raun að tengja saman þetta tvennt, það er að segja skapandi hugsun og frumkvæði ungs fólks, með því að sýna fram á hvernig ungt fólk getur sett á fót fyrirtæki sem eru til hagsbóta fyrir heiminn. Peran 2015 kemur á framfæri ungu fólki sem er að gera stórkostlega hluti.Krakkarnir í menntaskóla núna taka fyrri kynslóðum fram Kynslóðin sem nú vex úr grasi hefur að mati Ingu Auðbjargar mikla möguleika og hæfileika til þess að bæta heiminn og samfélagið. „Menntakerfið er alltaf að verða betri svörður fyrir frumkvöðlastarfsemi og frumkvæði ungs fólks. Við erum að fylgjast með kynslóð sem er stórkostleg. Eins og menntaskólakynslóðin núna, hún tekur okkar kynslóðum fram, allur þessi feminismi og skyndilega blossar upp pólitískur áhugi,“ segir Inga. „Þetta er svolítið fólkið sem þarf að taka til, vinna sig úr þeim skemmdum sem fyrrum kynslóðir hafa valdið náttúrunni.“ Unga fólkið sé einnig frjótt og búi yfir kunnáttu á tækni nútímans sem þróast hefur mjög hratt á síðastliðnum árum.Tvær af stofnendum Reconesse Database sem hefur það að markmiði að skrifa um konur sem gleymst hafa í sögubókum flytja fyrirlestur.Vísir/Arnþór„Win, win, win“ með samfélagslegri frumkvöðlastarfsemi Sex ungir frumkvöðlar halda fyrirlestra á smástefnunni. Þeir eru Anna Gyða Sigurgísladóttir, leikstjóri kvikmyndarinnar „Problem? oh that‘s an opportunity“ sem frumsýnd verður sama dag, Birna Ketilsdóttir stofnandi veftímaritsins Blær, stofnendur Reconesse Database, Starri Steindórsson sem stendur í fiskútflutningi, Búi Bjarmar sem stendur á bakvið krybbuorkustangirnar og Kormákur Arthursson og Sigurbjörn Edvardsson sem eru með KrummiSpice. Inga Auðbjörg segist hafa fundið fyrir því að það vanti að halda viðburð sem tekur saman sérstaklega það sem ungt fólk er að gera jákvætt í tengslum við samfélagslega frumkvöðlastarfsemi. „Við höldum Músíktilraunir og Unglistahátíð og svona en við áttum eftir að tækla þennan vettvang, það er að segja að fjalla um framtíðarmöguleika ungs fólks til þess að skapa sjálfum sér atvinnu sem um leið er jákvæð fyrir samfélagið og náttúruna,“ útskýrir Inga. „Ég held líka að það þurfi að koma þessum hugtökum betur á framfæri, samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi og samfélagsleg nýsköpun.“Hvað er samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi? Samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi er hugtak sem er nýtt af nálinni í samfélaginu okkar. „Frumkvöðlastarfsemi gengur náttúrulega bara út á það að búa til fyrirtæki sem helst kemur með eitthvað nýtt fram á sjónarsviðið. Svokallað sprotafyrirtæki. Samfélagslegi hluturinn er að það sé ávinningur fyrir þann sem stendur fyrir fyrirtækinu, ávinningur fyrir kaupanda þjónustunnar eða viðskiptavininn og þriðji ávinningurinn sem er fyrir náttúruna eða samfélagið. Win, win, win.“ Hún tekur sem dæmi drengina sem settu á fót fyrirtækið KrummiSpice. „Þeir eru að flytja inn krydd frá Indlandi, sem er frábært fyrir mig sem neytanda þar sem ég elda mikið af indverskum mat og hef átt erfitt með að nálgast þessi krydd. En í leiðinni eru þeir að kaupa þetta frá mönnum sem hafa orðið fyrir sýruárásum, borga þeim yfir markaðsverði og setja hluta af gróðanum í samfélagslega uppbyggjandi verkefni á heimasvæðum þessara kvenna.“
Tengdar fréttir Bæta samfélagið með því að rétta skakkan hlut kvenna í sögunni „Konur hafa tekið þátt í öllu frá byrjun siðmenningar en ekki fengið sérlega mikla umfjöllun.“ 31. júlí 2014 09:00 Held að einhver hafi logið að mér Anna Gyða Sigurgísladóttir, nemi og heimildamyndagerðarkona svara 10 spurningum Lífsins. 6. desember 2014 13:00 Gerði heimildarmynd um óskilgreint hugtak Anna Gyða Sigurgísladóttir kynntist hugtakinu samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi fyrir tveimur árum. Áhugi hennar á hugtakinu varð að heimildarmynd. 11. ágúst 2014 09:00 Frumkvöðlar á sviði stjórnmála Fimmtán stjórnmálakonur fengu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. 24. apríl 2015 08:00 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Íslenskir frumkvöðlar fá fjárfestingu frá Seedcamp Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 17. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Bæta samfélagið með því að rétta skakkan hlut kvenna í sögunni „Konur hafa tekið þátt í öllu frá byrjun siðmenningar en ekki fengið sérlega mikla umfjöllun.“ 31. júlí 2014 09:00
Held að einhver hafi logið að mér Anna Gyða Sigurgísladóttir, nemi og heimildamyndagerðarkona svara 10 spurningum Lífsins. 6. desember 2014 13:00
Gerði heimildarmynd um óskilgreint hugtak Anna Gyða Sigurgísladóttir kynntist hugtakinu samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi fyrir tveimur árum. Áhugi hennar á hugtakinu varð að heimildarmynd. 11. ágúst 2014 09:00
Frumkvöðlar á sviði stjórnmála Fimmtán stjórnmálakonur fengu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. 24. apríl 2015 08:00
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30
Íslenskir frumkvöðlar fá fjárfestingu frá Seedcamp Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 17. febrúar 2015 10:30