Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár 29. apríl 2015 21:33 Vísir/Auðunn KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00