Innlent

Holtavörðuheiði lokuð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Af Holtavörðuheiði
Af Holtavörðuheiði vísir/gva
Vegurinn um Holtavörðuheiði er nú lokaður vegna vatnavaxta. Búrfellsá flæðir yfir veginn en hægt er að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði í staðinn. Þó er rétt að taka fram að óveður er á Bröttubrekku sem stendur.

Einnig er Djúpvegur, vegur númer 61, skammt sunnan Hólmavíkur, lokaður þar sem vegurinn er í sundur. Vegfarendur eru varaðir við vatnavöxtum en vatn getur flætt yfir vegi þar sem ræsi hafa ekki undan rennsli.

Vegir um land allt eru að verða greiðfærir en Vegagerðin varar engu að síður við hálkublettum á stöku stað. Í uppsveitum Suðurlands má finna bletti og á Vestfjörðum er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Klettshálsi. Óveður er á Mikladal og Hálfdán. Á Norðurlandi er óveður á Mývatnsöræfum og Siglufjarðarvegi. Þeir sem aka Siglufjarðarveg eru beðnir um að gæta ýtrustu varúðar vegna jarðsigs.


Tengdar fréttir

Rafmagnslaust í Norðurárdal

Norðurá er nú stórfljót sem teygir sig yfir allan dalinn. Rafmagnslaust er í dalnum eftir að rafmagnsstaur brotnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×