Hasar á heimili Vigdísar um hátíðarnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. desember 2015 09:15 Vigdís Hauksdóttir sést hér ásamt kettinum Taco en ferfætlingurinn virðist vera að búa sig undir að stökkva á jólaskrautið sem Vigdís heldur á. vísir/ernir Mikill hasar hefur verið á heimili framsóknarkonunnar Vigdísar Hauksdóttur yfir hátíðarnar, þar sem að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn þar á bæ hefur hlaupið upp og niður jólatréð með tilheyrandi jólakúlubrauki og -bramli. „Hann er búinn að vera mjög aktívur vægast sagt og lítur á jólatréð sem leikfang. Það ríkir stríðsástand á heimilinu, kötturinn hleypur upp og niður jólatréð og er gjörsamlega trítilóður,“ segir Vigdís um nýjasta fjölskyldumeðliminn, köttinn Taco. Umræddur köttur kom inn á heimili Vigdísar fyrir skömmu, eftir að börn Vigdísar höfðu mælt með ættleiðingu kattar um nokkurt skeið. „Krakkarnir hafa nöldrað um að fá kött mjög lengi. Ég fæddist og ólst upp í sveit og hefur mér því alltaf fundist eins og kettir og önnur húsdýr eigi heima í útihúsum. Það var svo þegar dóttir mín sýndi mér mynd af þessum ketti, sem var munaðarlaus, en hann fannst í yfirgefnu húsi og var þá bara pínulítill kettlingur, að ég lét undan,“ segir Vigdís. Taco er þó ekki köttur í bóli bjarnar eins og segir í orðatiltækinu, því Vigdís hefur gaman af kettinum þó svo að hann hafi valdið talsverðu fjaðrafoki og brotið nokkrar jólakúlur. „Ég hef lúmskt gaman af þessu, ég er auðvitað prakkari sjálf og skil hann svo sem nokkuð vel. Þetta er fyrsta gæludýrið okkar, fyrir utan páfagaukatilraunirnar. Þessi köttur er svo mikil týpa að það er ekki annað hægt en að kunna vel við hann. Það fóru samt aldrei fleiri en fimm jólakúlur upp í einu því hann trylltist alveg þegar hann sá kúlurnar fara upp,“ segir Vigdís og hlær. Hún passaði þó upp á að setja ekki mikilvægustu jólakúlurnar á tréð í ár til að forða þeim frá tortímingu. Taco er læða, sem er nú að verða fjögurra mánaða gömul en hún var einungis tæplega mánaðar gömul þegar hún kom inn á heimili Vigdísar. „Litla greyið var pínulítil þegar hún kom til okkar og rúmaðist í lófanum. Þessi kisa er greinilega á unglingastiginu núna og það er ótrúlega mikill leikur í henni.“ Jólatréð sem er normannsþinur hefur hentað kettinum vel til athafna sinna. „Normannsþinurinn hefur veitt honum einstaklega góða viðspyrnu, því greinarnar eru „á hæðum“ öfugt við furu sem við erum vön að hafa, en furan var uppseld þegar átti að kaupa hana. Ekki hefði hún heldur getað verið svona mikið í trénu ef það væri rauðgreni, sem stingur svakalega.“ Taco hefur þó ekki enn náð að velta trénu, þó hún hafi eytt megninu af jóladeginum ein á heimilinu. „Jólatrésfóturinn er þungur, þannig að hún hefur ekki náð að henda því niður. Við höfum samt þurft að herða upp á trénu þrisvar sinnu,“ bætir Vigdís við létt í lundu. Nú þegar gamlárskvöld er á næsta leiti er ekki úr vegi að spyrja Vigdísi hvernig hún ætli að vernda Taco fyrir sprengingunum utan dyra og öllum þeim látum sem fylgja gamlárskvöldinu. „Ég er eiginlega ekki búin að pæla neitt í því. Ég vona að hún drepist ekki úr hræðslu greyið. Við látum fara vel um hana,“ segir Vigdís, sem fór greinilega ekki í jólaköttinn í ár, heldur fékk sér jólakött. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sjá meira
Mikill hasar hefur verið á heimili framsóknarkonunnar Vigdísar Hauksdóttur yfir hátíðarnar, þar sem að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn þar á bæ hefur hlaupið upp og niður jólatréð með tilheyrandi jólakúlubrauki og -bramli. „Hann er búinn að vera mjög aktívur vægast sagt og lítur á jólatréð sem leikfang. Það ríkir stríðsástand á heimilinu, kötturinn hleypur upp og niður jólatréð og er gjörsamlega trítilóður,“ segir Vigdís um nýjasta fjölskyldumeðliminn, köttinn Taco. Umræddur köttur kom inn á heimili Vigdísar fyrir skömmu, eftir að börn Vigdísar höfðu mælt með ættleiðingu kattar um nokkurt skeið. „Krakkarnir hafa nöldrað um að fá kött mjög lengi. Ég fæddist og ólst upp í sveit og hefur mér því alltaf fundist eins og kettir og önnur húsdýr eigi heima í útihúsum. Það var svo þegar dóttir mín sýndi mér mynd af þessum ketti, sem var munaðarlaus, en hann fannst í yfirgefnu húsi og var þá bara pínulítill kettlingur, að ég lét undan,“ segir Vigdís. Taco er þó ekki köttur í bóli bjarnar eins og segir í orðatiltækinu, því Vigdís hefur gaman af kettinum þó svo að hann hafi valdið talsverðu fjaðrafoki og brotið nokkrar jólakúlur. „Ég hef lúmskt gaman af þessu, ég er auðvitað prakkari sjálf og skil hann svo sem nokkuð vel. Þetta er fyrsta gæludýrið okkar, fyrir utan páfagaukatilraunirnar. Þessi köttur er svo mikil týpa að það er ekki annað hægt en að kunna vel við hann. Það fóru samt aldrei fleiri en fimm jólakúlur upp í einu því hann trylltist alveg þegar hann sá kúlurnar fara upp,“ segir Vigdís og hlær. Hún passaði þó upp á að setja ekki mikilvægustu jólakúlurnar á tréð í ár til að forða þeim frá tortímingu. Taco er læða, sem er nú að verða fjögurra mánaða gömul en hún var einungis tæplega mánaðar gömul þegar hún kom inn á heimili Vigdísar. „Litla greyið var pínulítil þegar hún kom til okkar og rúmaðist í lófanum. Þessi kisa er greinilega á unglingastiginu núna og það er ótrúlega mikill leikur í henni.“ Jólatréð sem er normannsþinur hefur hentað kettinum vel til athafna sinna. „Normannsþinurinn hefur veitt honum einstaklega góða viðspyrnu, því greinarnar eru „á hæðum“ öfugt við furu sem við erum vön að hafa, en furan var uppseld þegar átti að kaupa hana. Ekki hefði hún heldur getað verið svona mikið í trénu ef það væri rauðgreni, sem stingur svakalega.“ Taco hefur þó ekki enn náð að velta trénu, þó hún hafi eytt megninu af jóladeginum ein á heimilinu. „Jólatrésfóturinn er þungur, þannig að hún hefur ekki náð að henda því niður. Við höfum samt þurft að herða upp á trénu þrisvar sinnu,“ bætir Vigdís við létt í lundu. Nú þegar gamlárskvöld er á næsta leiti er ekki úr vegi að spyrja Vigdísi hvernig hún ætli að vernda Taco fyrir sprengingunum utan dyra og öllum þeim látum sem fylgja gamlárskvöldinu. „Ég er eiginlega ekki búin að pæla neitt í því. Ég vona að hún drepist ekki úr hræðslu greyið. Við látum fara vel um hana,“ segir Vigdís, sem fór greinilega ekki í jólaköttinn í ár, heldur fékk sér jólakött.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sjá meira