Innlent

Réðust að unglingum með bensínsprengjur og barefli að vopni

Gissur Sigurðsson skrifar
Laugardalur
Laugardalur Vísir/GVA
Fimm ungir menn á aldrinum 16 til 18 ára réðust að þremur piltum á sama aldri í Laugardal um níuleytið í gærkvöldi með bensínsprengjum og bareflum. Þolendurnir náðu að komast undan og lögregla handtók árásarmennina, sem nú gista fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag.

Ekki kemur fram í skeyti lögregu hvort árásarmennirnir köstuðu logandi bensínsprengjum í átt að þolendunum eða hvort þeir urðu fyrir einhverjum meiðslum af völdum barefla. Þá kemur heldur ekkert fram um tildrög málsins en rannsókn þess er unnin í samráði við foreldra viðkomandi pilta og barnavernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×