Hjúkrunarfræðingar fagna ályktun Sjálfstæðisflokksins 26. október 2015 20:32 Kjaradeilur hjúkrunarfræðinga hafa verið fyrirferðamiklar á árinu. Hér má sjá félagsmenn FÍH við þögul mótmæli á Austurvelli í júní. Vísir/Stefán „Sjálfstæðisflokkurinn vill markvissar aðgerðir til að stytta biðlista fyrir nauðsynlegar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu. Stefnt skal að því að bið sé ekki lengri en 3 mánuðir frá tilvísun læknis. Þá verði sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga viðurkennd til að sinna fyrsta stigs þjónustu og þar með stytta biðtíma eftir læknisþjónustu.“ Svo hljóðar ályktun sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessari ályktun fagnar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í frétt á vef sínum í dag. Þar útskýrir félagið í hvað ályktuninni felst. Flokkurinn vilji með þessu viðurkenna ákveðna viðbótarmenntun hjúkrunafræðinga sem tíðkast víða erlendis en hefur enn ekki verið innleidd hér á landi. Með þessa menntun á bakinu hafi hjúkrunarfræðingar meðal annars leyfi til að taka ákvarðanir um meðferð, greina sjúkdóma og ávísa ákveðnum lyfjum. Þeir starfa bæði á heilsugæslustöðvum og á spítölum í nánu samstarfi með læknum. Erlendis séu þess konar hjúkrunarfræðingar kallaðir „nurse practicioners,“ en samkvæmt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga á enn eftir að finna góða þýðingu á hugtakinu. „Rannsóknir sýna að þjónusta veitt af nurse practicioners hefur skilað betri þjónustu fyrir sjúklinga, fækkað innlögnum og endurinnlögunum, aukinni samfellu í þjónustu og mikilli hagræðingu varðandi kostnað í heilbrigðisþjónustu,“ segir félagið í frétt sinni og bætir við að þess konar hjúkrunarfræðingum fjölgi víða hratt; til að mynda í Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Hollandi. „Fáist þessi menntun viðurkennd hér á landi má því búast við bættri þjónustu og hagræðingu í rekstri. Auk þess opnar þetta enn frekari möguleika á starfsþróun fyrir hjúkrunarfræðinga, skapar spennandi atvinnutækifæri, eykur fjölbreytni og aðsókn í grunn- og framhaldsnám í hjúkrun,“ segir í frétt félagsins enn fremur sem lýkur á orðunum: „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar ályktuninni og er að hefja fyrstu skref í kortlagningu á hlutverki, menntun og framtíðarmöguleikum Nurse Practicioner á Íslandi” Þessi ályktun, líkt og svo margar aðrar sem samþykktar voru á fundinum, voru úr ranni ungra sjálfstæðismanna sem voru fyrirferðamiklir um helgina. Tengdar fréttir Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45 Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01 Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var óvenju átakalítill. Meirihluti Evrópusambandssinna hefur yfirgefið flokkinn. Flokkurinn er klofinn á milli ungra frjálslyndra og eldri íhaldssamra félaga. 26. október 2015 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn vill markvissar aðgerðir til að stytta biðlista fyrir nauðsynlegar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu. Stefnt skal að því að bið sé ekki lengri en 3 mánuðir frá tilvísun læknis. Þá verði sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga viðurkennd til að sinna fyrsta stigs þjónustu og þar með stytta biðtíma eftir læknisþjónustu.“ Svo hljóðar ályktun sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessari ályktun fagnar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í frétt á vef sínum í dag. Þar útskýrir félagið í hvað ályktuninni felst. Flokkurinn vilji með þessu viðurkenna ákveðna viðbótarmenntun hjúkrunafræðinga sem tíðkast víða erlendis en hefur enn ekki verið innleidd hér á landi. Með þessa menntun á bakinu hafi hjúkrunarfræðingar meðal annars leyfi til að taka ákvarðanir um meðferð, greina sjúkdóma og ávísa ákveðnum lyfjum. Þeir starfa bæði á heilsugæslustöðvum og á spítölum í nánu samstarfi með læknum. Erlendis séu þess konar hjúkrunarfræðingar kallaðir „nurse practicioners,“ en samkvæmt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga á enn eftir að finna góða þýðingu á hugtakinu. „Rannsóknir sýna að þjónusta veitt af nurse practicioners hefur skilað betri þjónustu fyrir sjúklinga, fækkað innlögnum og endurinnlögunum, aukinni samfellu í þjónustu og mikilli hagræðingu varðandi kostnað í heilbrigðisþjónustu,“ segir félagið í frétt sinni og bætir við að þess konar hjúkrunarfræðingum fjölgi víða hratt; til að mynda í Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Hollandi. „Fáist þessi menntun viðurkennd hér á landi má því búast við bættri þjónustu og hagræðingu í rekstri. Auk þess opnar þetta enn frekari möguleika á starfsþróun fyrir hjúkrunarfræðinga, skapar spennandi atvinnutækifæri, eykur fjölbreytni og aðsókn í grunn- og framhaldsnám í hjúkrun,“ segir í frétt félagsins enn fremur sem lýkur á orðunum: „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar ályktuninni og er að hefja fyrstu skref í kortlagningu á hlutverki, menntun og framtíðarmöguleikum Nurse Practicioner á Íslandi” Þessi ályktun, líkt og svo margar aðrar sem samþykktar voru á fundinum, voru úr ranni ungra sjálfstæðismanna sem voru fyrirferðamiklir um helgina.
Tengdar fréttir Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45 Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01 Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var óvenju átakalítill. Meirihluti Evrópusambandssinna hefur yfirgefið flokkinn. Flokkurinn er klofinn á milli ungra frjálslyndra og eldri íhaldssamra félaga. 26. október 2015 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45
Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53
Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01
Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var óvenju átakalítill. Meirihluti Evrópusambandssinna hefur yfirgefið flokkinn. Flokkurinn er klofinn á milli ungra frjálslyndra og eldri íhaldssamra félaga. 26. október 2015 07:00