Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Snærós Sindradóttir skrifar 25. október 2015 09:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Una Hildardóttir Þetta er ár ungra kvenna í stjórnmálum, ef svo má að orði komast. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær var nær öllum sem stigu í pontu tíðrætt um unga fólkið og það berum orðum sagt að til að auka fylgi flokksins yrði að höfða til ungu kynslóðarinnar að nýju. Unga fólkið eru þeir kjósendur sem eru mest á flakki og erfiðast er að halda í. En það eru fleiri flokkar sem eiga í fylgisvanda og fleiri flokkar horfa til unga fólksins í von um aukið fylgi. Landsfundur Vinstri grænna á Selfossi kaus Unu Hildardóttur sem gjaldkera hreyfingarinnar í gær. Una hefur starfað með ungliðahreyfingu Vinstri grænna síðan 2011 og vakið athygli í flokknum. Una er 24 ára gömul, fædd árið 1991 og hefur meðal annars verið talskona Feministafélags Íslands. Þá skrifuðu fjölmargir undir áskorun til Daníels Hauks Arnarsonar, 25 ára starfsmanns Vinstri grænna, þess efnis að hann ætti að bjóða sig fram til varaformanns. Hann varð þó ekki við áskoruninni og Björn Valur Gíslason fyrrverandi þingmaður var endurkjörinn. Í gær tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir framboð sitt til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Áslaug er 25 ára laganemi og fyrrverandi formaður Heimdallar, Reykjavíkurfélags ungra Sjálfstæðismanna. Guðlaugur Þór dró framboð sitt til baka í beinni útsendingu við Ríkisútvarpið í gærkvöldi. Áslaug er því ein í framboði til embættis ritara en allir landsfundarmenn eru í kjöri. Samkvæmt heimildarmönnum Vísis er Áslaug vinsæl innan flokksins og má eiga von á virkilega góðri kosningu í dag. Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Fyrr á þessu ári kaus landsfundur Samfylkingarinnar hina 29 ára gömlu Semu Erlu Serdar sem formann framkvæmdastjóra flokksins. Það var árið 2003 sem Katrín Jakobsdóttir, þá 27 ára gömul, var kjörin varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í Hveragerði. Seinna varð hún menntamálaráðherra og formaður Vinstri grænna. Það er líklegt að ungu konurnar sem nú ná framgangi innan Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar séu framtíðarleiðtogar sinna flokka og þær konur sem koma til með að stýra landinu með einum eða öðrum hætti. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Þetta er ár ungra kvenna í stjórnmálum, ef svo má að orði komast. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær var nær öllum sem stigu í pontu tíðrætt um unga fólkið og það berum orðum sagt að til að auka fylgi flokksins yrði að höfða til ungu kynslóðarinnar að nýju. Unga fólkið eru þeir kjósendur sem eru mest á flakki og erfiðast er að halda í. En það eru fleiri flokkar sem eiga í fylgisvanda og fleiri flokkar horfa til unga fólksins í von um aukið fylgi. Landsfundur Vinstri grænna á Selfossi kaus Unu Hildardóttur sem gjaldkera hreyfingarinnar í gær. Una hefur starfað með ungliðahreyfingu Vinstri grænna síðan 2011 og vakið athygli í flokknum. Una er 24 ára gömul, fædd árið 1991 og hefur meðal annars verið talskona Feministafélags Íslands. Þá skrifuðu fjölmargir undir áskorun til Daníels Hauks Arnarsonar, 25 ára starfsmanns Vinstri grænna, þess efnis að hann ætti að bjóða sig fram til varaformanns. Hann varð þó ekki við áskoruninni og Björn Valur Gíslason fyrrverandi þingmaður var endurkjörinn. Í gær tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir framboð sitt til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Áslaug er 25 ára laganemi og fyrrverandi formaður Heimdallar, Reykjavíkurfélags ungra Sjálfstæðismanna. Guðlaugur Þór dró framboð sitt til baka í beinni útsendingu við Ríkisútvarpið í gærkvöldi. Áslaug er því ein í framboði til embættis ritara en allir landsfundarmenn eru í kjöri. Samkvæmt heimildarmönnum Vísis er Áslaug vinsæl innan flokksins og má eiga von á virkilega góðri kosningu í dag. Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Fyrr á þessu ári kaus landsfundur Samfylkingarinnar hina 29 ára gömlu Semu Erlu Serdar sem formann framkvæmdastjóra flokksins. Það var árið 2003 sem Katrín Jakobsdóttir, þá 27 ára gömul, var kjörin varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í Hveragerði. Seinna varð hún menntamálaráðherra og formaður Vinstri grænna. Það er líklegt að ungu konurnar sem nú ná framgangi innan Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar séu framtíðarleiðtogar sinna flokka og þær konur sem koma til með að stýra landinu með einum eða öðrum hætti.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira