Hjúkrunarfræðingar fagna ályktun Sjálfstæðisflokksins 26. október 2015 20:32 Kjaradeilur hjúkrunarfræðinga hafa verið fyrirferðamiklar á árinu. Hér má sjá félagsmenn FÍH við þögul mótmæli á Austurvelli í júní. Vísir/Stefán „Sjálfstæðisflokkurinn vill markvissar aðgerðir til að stytta biðlista fyrir nauðsynlegar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu. Stefnt skal að því að bið sé ekki lengri en 3 mánuðir frá tilvísun læknis. Þá verði sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga viðurkennd til að sinna fyrsta stigs þjónustu og þar með stytta biðtíma eftir læknisþjónustu.“ Svo hljóðar ályktun sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessari ályktun fagnar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í frétt á vef sínum í dag. Þar útskýrir félagið í hvað ályktuninni felst. Flokkurinn vilji með þessu viðurkenna ákveðna viðbótarmenntun hjúkrunafræðinga sem tíðkast víða erlendis en hefur enn ekki verið innleidd hér á landi. Með þessa menntun á bakinu hafi hjúkrunarfræðingar meðal annars leyfi til að taka ákvarðanir um meðferð, greina sjúkdóma og ávísa ákveðnum lyfjum. Þeir starfa bæði á heilsugæslustöðvum og á spítölum í nánu samstarfi með læknum. Erlendis séu þess konar hjúkrunarfræðingar kallaðir „nurse practicioners,“ en samkvæmt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga á enn eftir að finna góða þýðingu á hugtakinu. „Rannsóknir sýna að þjónusta veitt af nurse practicioners hefur skilað betri þjónustu fyrir sjúklinga, fækkað innlögnum og endurinnlögunum, aukinni samfellu í þjónustu og mikilli hagræðingu varðandi kostnað í heilbrigðisþjónustu,“ segir félagið í frétt sinni og bætir við að þess konar hjúkrunarfræðingum fjölgi víða hratt; til að mynda í Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Hollandi. „Fáist þessi menntun viðurkennd hér á landi má því búast við bættri þjónustu og hagræðingu í rekstri. Auk þess opnar þetta enn frekari möguleika á starfsþróun fyrir hjúkrunarfræðinga, skapar spennandi atvinnutækifæri, eykur fjölbreytni og aðsókn í grunn- og framhaldsnám í hjúkrun,“ segir í frétt félagsins enn fremur sem lýkur á orðunum: „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar ályktuninni og er að hefja fyrstu skref í kortlagningu á hlutverki, menntun og framtíðarmöguleikum Nurse Practicioner á Íslandi” Þessi ályktun, líkt og svo margar aðrar sem samþykktar voru á fundinum, voru úr ranni ungra sjálfstæðismanna sem voru fyrirferðamiklir um helgina. Tengdar fréttir Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45 Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01 Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var óvenju átakalítill. Meirihluti Evrópusambandssinna hefur yfirgefið flokkinn. Flokkurinn er klofinn á milli ungra frjálslyndra og eldri íhaldssamra félaga. 26. október 2015 07:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn vill markvissar aðgerðir til að stytta biðlista fyrir nauðsynlegar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu. Stefnt skal að því að bið sé ekki lengri en 3 mánuðir frá tilvísun læknis. Þá verði sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga viðurkennd til að sinna fyrsta stigs þjónustu og þar með stytta biðtíma eftir læknisþjónustu.“ Svo hljóðar ályktun sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessari ályktun fagnar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í frétt á vef sínum í dag. Þar útskýrir félagið í hvað ályktuninni felst. Flokkurinn vilji með þessu viðurkenna ákveðna viðbótarmenntun hjúkrunafræðinga sem tíðkast víða erlendis en hefur enn ekki verið innleidd hér á landi. Með þessa menntun á bakinu hafi hjúkrunarfræðingar meðal annars leyfi til að taka ákvarðanir um meðferð, greina sjúkdóma og ávísa ákveðnum lyfjum. Þeir starfa bæði á heilsugæslustöðvum og á spítölum í nánu samstarfi með læknum. Erlendis séu þess konar hjúkrunarfræðingar kallaðir „nurse practicioners,“ en samkvæmt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga á enn eftir að finna góða þýðingu á hugtakinu. „Rannsóknir sýna að þjónusta veitt af nurse practicioners hefur skilað betri þjónustu fyrir sjúklinga, fækkað innlögnum og endurinnlögunum, aukinni samfellu í þjónustu og mikilli hagræðingu varðandi kostnað í heilbrigðisþjónustu,“ segir félagið í frétt sinni og bætir við að þess konar hjúkrunarfræðingum fjölgi víða hratt; til að mynda í Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Hollandi. „Fáist þessi menntun viðurkennd hér á landi má því búast við bættri þjónustu og hagræðingu í rekstri. Auk þess opnar þetta enn frekari möguleika á starfsþróun fyrir hjúkrunarfræðinga, skapar spennandi atvinnutækifæri, eykur fjölbreytni og aðsókn í grunn- og framhaldsnám í hjúkrun,“ segir í frétt félagsins enn fremur sem lýkur á orðunum: „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar ályktuninni og er að hefja fyrstu skref í kortlagningu á hlutverki, menntun og framtíðarmöguleikum Nurse Practicioner á Íslandi” Þessi ályktun, líkt og svo margar aðrar sem samþykktar voru á fundinum, voru úr ranni ungra sjálfstæðismanna sem voru fyrirferðamiklir um helgina.
Tengdar fréttir Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45 Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01 Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var óvenju átakalítill. Meirihluti Evrópusambandssinna hefur yfirgefið flokkinn. Flokkurinn er klofinn á milli ungra frjálslyndra og eldri íhaldssamra félaga. 26. október 2015 07:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45
Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53
Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01
Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var óvenju átakalítill. Meirihluti Evrópusambandssinna hefur yfirgefið flokkinn. Flokkurinn er klofinn á milli ungra frjálslyndra og eldri íhaldssamra félaga. 26. október 2015 07:00