Innlent

Erlendur nýr sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Erlendur Pálsson er nýr sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó.
Erlendur Pálsson er nýr sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó.
Erlendur Pálsson hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra akstursþjónustu Strætó. Hann tekur við starfinu af Smára Ólafssyni sem hverfur á braut til nýrra starfa. Erlendur hefur undanfarna mánuði starfað sem sérfræðingur hjá akstursþjónustunni og áður sem rekstrarstjóri Sólheima í Grímsnesi.

Í tilkynningu frá Strætó segir að Erlendur hafi staðið öðrum umsækjendum framar þegar á heildina sé litið, meðal annars vegna þekkingar á málaflokki fatlaðra, reynslu af umsjón þjónustuferla og upplýsingakerfis auk stjórnunarstarfa.

Hann er með diplómagráður í fjármálum og rekstri og í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Erlendur er 48 ára, kvæntur og á tvö börn. Alls bárust 56 umsóknir um starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×