Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Li Sihan skrifar 4. júní 2015 00:01 Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. Yan er afkastamikill rithöfundur. Aðalpersónurnar í skáldsögum hennar eru konur sem lifa á mótum ólíkra menningarheima, stjórnmálakerfa og hugmyndaheima. Mannlegt eðli er helsta viðfang hennar og varpar hún ljósi á ýmsa þætti þess. Litríkir og djúpir eðlisþættir kvenna í þessum samfélögum laða fram tilfinningar miskunnar og sorgar í hjörtum lesenda. Ástarlíf Yan er jafngott og skáldsögur hennar. Hún hitti starfsmann í bandarísku utanríkisþjónustunni, Lawrence að nafni, þegar hún var við nám í Bandaríkjunum. Eftir að þau giftu sig hafa Yan og eiginmaður hennar búið í Afríku og Evrópu og hefur hún verið iðin við skriftirnar. Flestir kvenhöfundar nú á dögum eru með þægilegar vinnuaðstæður. Þeir fara sér að engu óðslega við að leita eftir ást og móta líf sitt. Núverandi formaður kínversku rithöfundasamtakanna, Tie Ning, er lýsandi dæmi um þetta. Tie Ning fæddist árið 1953 og sló í gegn á áttunda áratug síðustu aldar. Hún hefur hlotið ýmis bókmenntaverðlaun og verk hennar hafa verið þýdd á ensku og spænsku og seld erlendis. Tie Ning var kjörin formaður kínversku rithöfundasamtakanna árið 2006 og hefur verið endurkjörin tvisvar. Tie Ning gekk fremur seint í hjónaband. Hún kynntist eiginmanni sínum, Hua Sheng, eftir að hún hafði verið kosin formaður rithöfundasamtakanna. Hann var viðskiptafræðingur og rektor Yan Jing Hua Qiao háskólans. Þau giftust árið 2007 en hún var þá rúmlega fimmtug. Tie Ning lýsti þessu þannig í viðtali: „Ég er hefðbundin kona að eðlisfari og geri miklar kröfur til hjónabandsins. Mér hefur ævinlega fundist að ég væri ekki tilbúin. Ég vil frekar vera ein en ganga í sæmilegt hjónaband. Hjónabandið snýst ekki um góðar manneskjur. Það er heilmikið af góðum karlmönnum til en það er ekki víst að þeir henti þér. Ástin getur því orðið býsna erfið.“ Annar kvenrithöfundur, Bing Xin, gaf henni eitt sinn eftirfarandi ráð: „Þú þarft ekki að leita, þú bíður aðeins.“ Af þessum orðum hennar er augljóst, að kvenrithöfundar, í raun kínverskar konur á okkar dögum, eru með skýr viðhorf gagnvart umheiminum og sjálfum sér. Hjónabandið er hvorki nauðsynlegt né hluti af sjálfsmati þeirra. Réttindum kvenna hefur nú verið lyft í nýjar hæðir. Hér birtist árangur langvinns ákalls kvenrithöfunda sem orðið er að kröfu alls heimsins um rétt kvenna. Kínverskar konur bæta nú sífellt stöðu sína í samfélaginu. Þær voru öldum saman eign og skrautfjaðrir karlmanna á meðan lénsveldið var við lýði. Á dögum Lýðveldisins Kína hófst vakning á meðal kvenna, en samfélagið var grimmt og miskunnarlaust. Eftir að alþýðulýðveldið var stofnað náðu konur loks jafnrétti. Fyrra skeiðið varaði í meira en 2.000 ár, en undanfarna áratugi hafa framfarir orðið ótrúlega miklar. Því má halda fram að þetta séu einhverjar mestu framfarir mannkynssögunnar. Það vekur mikla ánægju að verða vitni að aukinni virkni kvenna á öllum sviðum. Þeim er frjálst að lifa sínu eigin lífi og þær hafa komist til áhrifa í stjórnmálum, efnahagsmálum og á öðrum sviðum. Þetta eru góðir tímar og kunna að fara batnandi.Höfundur er ritstjóri vinsæls kvennatímarits í Kína. Hún starfar nú við kínverska sendiráðið á Íslandi ásamt eiginmanni sínum, ungum sendiráðunaut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. Yan er afkastamikill rithöfundur. Aðalpersónurnar í skáldsögum hennar eru konur sem lifa á mótum ólíkra menningarheima, stjórnmálakerfa og hugmyndaheima. Mannlegt eðli er helsta viðfang hennar og varpar hún ljósi á ýmsa þætti þess. Litríkir og djúpir eðlisþættir kvenna í þessum samfélögum laða fram tilfinningar miskunnar og sorgar í hjörtum lesenda. Ástarlíf Yan er jafngott og skáldsögur hennar. Hún hitti starfsmann í bandarísku utanríkisþjónustunni, Lawrence að nafni, þegar hún var við nám í Bandaríkjunum. Eftir að þau giftu sig hafa Yan og eiginmaður hennar búið í Afríku og Evrópu og hefur hún verið iðin við skriftirnar. Flestir kvenhöfundar nú á dögum eru með þægilegar vinnuaðstæður. Þeir fara sér að engu óðslega við að leita eftir ást og móta líf sitt. Núverandi formaður kínversku rithöfundasamtakanna, Tie Ning, er lýsandi dæmi um þetta. Tie Ning fæddist árið 1953 og sló í gegn á áttunda áratug síðustu aldar. Hún hefur hlotið ýmis bókmenntaverðlaun og verk hennar hafa verið þýdd á ensku og spænsku og seld erlendis. Tie Ning var kjörin formaður kínversku rithöfundasamtakanna árið 2006 og hefur verið endurkjörin tvisvar. Tie Ning gekk fremur seint í hjónaband. Hún kynntist eiginmanni sínum, Hua Sheng, eftir að hún hafði verið kosin formaður rithöfundasamtakanna. Hann var viðskiptafræðingur og rektor Yan Jing Hua Qiao háskólans. Þau giftust árið 2007 en hún var þá rúmlega fimmtug. Tie Ning lýsti þessu þannig í viðtali: „Ég er hefðbundin kona að eðlisfari og geri miklar kröfur til hjónabandsins. Mér hefur ævinlega fundist að ég væri ekki tilbúin. Ég vil frekar vera ein en ganga í sæmilegt hjónaband. Hjónabandið snýst ekki um góðar manneskjur. Það er heilmikið af góðum karlmönnum til en það er ekki víst að þeir henti þér. Ástin getur því orðið býsna erfið.“ Annar kvenrithöfundur, Bing Xin, gaf henni eitt sinn eftirfarandi ráð: „Þú þarft ekki að leita, þú bíður aðeins.“ Af þessum orðum hennar er augljóst, að kvenrithöfundar, í raun kínverskar konur á okkar dögum, eru með skýr viðhorf gagnvart umheiminum og sjálfum sér. Hjónabandið er hvorki nauðsynlegt né hluti af sjálfsmati þeirra. Réttindum kvenna hefur nú verið lyft í nýjar hæðir. Hér birtist árangur langvinns ákalls kvenrithöfunda sem orðið er að kröfu alls heimsins um rétt kvenna. Kínverskar konur bæta nú sífellt stöðu sína í samfélaginu. Þær voru öldum saman eign og skrautfjaðrir karlmanna á meðan lénsveldið var við lýði. Á dögum Lýðveldisins Kína hófst vakning á meðal kvenna, en samfélagið var grimmt og miskunnarlaust. Eftir að alþýðulýðveldið var stofnað náðu konur loks jafnrétti. Fyrra skeiðið varaði í meira en 2.000 ár, en undanfarna áratugi hafa framfarir orðið ótrúlega miklar. Því má halda fram að þetta séu einhverjar mestu framfarir mannkynssögunnar. Það vekur mikla ánægju að verða vitni að aukinni virkni kvenna á öllum sviðum. Þeim er frjálst að lifa sínu eigin lífi og þær hafa komist til áhrifa í stjórnmálum, efnahagsmálum og á öðrum sviðum. Þetta eru góðir tímar og kunna að fara batnandi.Höfundur er ritstjóri vinsæls kvennatímarits í Kína. Hún starfar nú við kínverska sendiráðið á Íslandi ásamt eiginmanni sínum, ungum sendiráðunaut.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar