Lífið

Jón Gnarr gifti Heiðu Kristínu og Guðmund

Ingvar Haraldsson skrifar
Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og Guðmundur Kristján Jónsson, nemi í skipulagsfræði gengu í hjónaband á gamlársdag. Jón Gnarr gaf hjónin saman í Norræna húsinu.

Einungis nánustu vinir og vandamenn voru viðstaddir athöfnina. Snorri Helgason, tónlistarmaður og bróðir Heiðu Kristínar sá um tónlistina í athöfninni. Þá dró Helgi Pétursson, faðir Heiðu Kristínar og meðlimur úr Ríó Tríói, fram bassann og tók lagið með Snorra syni sínum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.