Getum við lært? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Hryðjuverkin í París bergmála víða. Það var eflaust einn þátturinn í ætlunarverki þeirra sem þau frömdu. Sama dag voru um 100 lögreglunemar í Jemen drepnir í sprengjutilræði og við höfum fregnað um samtímaatburðina í Nígeríu þar sem allt að 2.000 sakleysingjar liggja í valnum. Gefa glæpsamleg tilræði, jafnt í Evrópu sem annars staðar, tilefni til annars konar bergmáls en ummæla til dæmis um vonda Framsóknarmenn, trúarbyggingar á Íslandi sem uppsprettu hryðjuverka, vinstri menn sem múslimasleikjur og um nauðsyn þess að reynt sé að rekja bakgrunn og gerðir sumra innflytjenda til landsins en ekki annarra? Óskandi væri að bergmálið vekti uppbyggilega umræðu, lausa við fordóma og fáfræði. Margir eiga leik í henni og brátt kemur í ljós hvort íslenskt samfélag getur borið uppi þau mannréttindi, það frelsi og þá mannúð sem það segist hvíla á og oft hefur raunar sést til.Fjarveran var mistök Einnig kemur í ljós hvort þeir sem áttu að mæta til samstöðu í París samkvæmt hvatningu til þjóðarleiðtoga (þ.e. forsætisráðherra á Norðurlöndum – eða annars ráðherra) kunni að viðurkenna mistök. Allir sem íhuga að mæta á samstöðufundi velta fyrir sér tilefninu og eigin tímaramma. Í umræddu tilviki var málefnið afar brýnt á alþjóðavísu og unnt að komast til Parísar að kvöldi dags og heim aftur að kvöldlagi næsta dag þannig að einn sólarhringur dugði. Fjarveran var mistök sem orðið óheppilegt nær ekki yfir. Gleymum því heldur ekki að fjarveran vekur allt of margar spurningar. Skrif í minningarbók, viðvist góðs sendiráðsstarfsmanns eða skeyti til ráðamanna í Frakklandi duga varla til að svara þeim. Á samstöðufundi við franska sendiráð sá ég engan úr pólitíska armi samfélagsins nema Ragnheiði Elínu ráðherra, Elínu Hirst þingmann og Hjálmar Sveinsson úr borgarkerfinu. Kannski voru þar fleiri. Þarna höfðu margir slíkir tækifæri til að sýna hug sinn í verki en vissulega var auglýsing á þessari látlausu en áhrifamiklu samkomu lítil. Nú er tækifæri fyrir þá, sem orðið hafa á mistök í sambandi við afstöðu til atburðanna í Frakklandi, við umræður um trúarbrögð, átök í Austurlöndum – eða skortir umburðarlyndi – að ýta undir gagnlegar umræður og aðgerðir sem stuðla að samstöðu en ekki sundrungu. Reyndar á það við okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Hryðjuverkin í París bergmála víða. Það var eflaust einn þátturinn í ætlunarverki þeirra sem þau frömdu. Sama dag voru um 100 lögreglunemar í Jemen drepnir í sprengjutilræði og við höfum fregnað um samtímaatburðina í Nígeríu þar sem allt að 2.000 sakleysingjar liggja í valnum. Gefa glæpsamleg tilræði, jafnt í Evrópu sem annars staðar, tilefni til annars konar bergmáls en ummæla til dæmis um vonda Framsóknarmenn, trúarbyggingar á Íslandi sem uppsprettu hryðjuverka, vinstri menn sem múslimasleikjur og um nauðsyn þess að reynt sé að rekja bakgrunn og gerðir sumra innflytjenda til landsins en ekki annarra? Óskandi væri að bergmálið vekti uppbyggilega umræðu, lausa við fordóma og fáfræði. Margir eiga leik í henni og brátt kemur í ljós hvort íslenskt samfélag getur borið uppi þau mannréttindi, það frelsi og þá mannúð sem það segist hvíla á og oft hefur raunar sést til.Fjarveran var mistök Einnig kemur í ljós hvort þeir sem áttu að mæta til samstöðu í París samkvæmt hvatningu til þjóðarleiðtoga (þ.e. forsætisráðherra á Norðurlöndum – eða annars ráðherra) kunni að viðurkenna mistök. Allir sem íhuga að mæta á samstöðufundi velta fyrir sér tilefninu og eigin tímaramma. Í umræddu tilviki var málefnið afar brýnt á alþjóðavísu og unnt að komast til Parísar að kvöldi dags og heim aftur að kvöldlagi næsta dag þannig að einn sólarhringur dugði. Fjarveran var mistök sem orðið óheppilegt nær ekki yfir. Gleymum því heldur ekki að fjarveran vekur allt of margar spurningar. Skrif í minningarbók, viðvist góðs sendiráðsstarfsmanns eða skeyti til ráðamanna í Frakklandi duga varla til að svara þeim. Á samstöðufundi við franska sendiráð sá ég engan úr pólitíska armi samfélagsins nema Ragnheiði Elínu ráðherra, Elínu Hirst þingmann og Hjálmar Sveinsson úr borgarkerfinu. Kannski voru þar fleiri. Þarna höfðu margir slíkir tækifæri til að sýna hug sinn í verki en vissulega var auglýsing á þessari látlausu en áhrifamiklu samkomu lítil. Nú er tækifæri fyrir þá, sem orðið hafa á mistök í sambandi við afstöðu til atburðanna í Frakklandi, við umræður um trúarbrögð, átök í Austurlöndum – eða skortir umburðarlyndi – að ýta undir gagnlegar umræður og aðgerðir sem stuðla að samstöðu en ekki sundrungu. Reyndar á það við okkur öll.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun