Náttúrupassi býr til nýja stétt landgreifa Þórarinn Eyfjörð skrifar 15. janúar 2015 07:00 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Herferð sinni fyrir þessari afleitu hugmynd heldur hún áfram þrátt fyrir afgerandi andstöðu allra hagsmunaaðila í ferðagreinum og almennings í landinu. Einnig virðir hún að vettugi efasemdir þingmanna úr stjórnarliðinu jafnt sem annarra þingmanna. Fátt virðist því geta komið vitinu fyrir ráðherrann í þessu efni og vekur það furðu. Það læðist að manni sá grunur að ætlun hennar eigi sér fleiri hliðar en þær sem haldið er á lofti. Eðlilega vakna spurningar um hvort það séu einhverjir sérstakir hagsmunir sem hún er að verja og þá hverjir tengjast þeim hagsmunum. Lítum rétt sem snöggvast á spurningar og svör af heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þar er meðal annars spurt hvar náttúrupassinn muni gilda. Svarið á heimasíðunni er: „Náttúrupassinn mun gilda á ferðamannastöðum í eigu og umsjón opinberra aðila, en auk þess verður einkaaðilum boðin aðkoma að passanum.“ Gott og vel. Náttúrupassinn á að gilda á fáum afmörkuðum stöðum í eigu ríkisins. Einnig er tekið fram að svokallaðir einkaaðilar (lesist: eigendur að íslenskri náttúru), geti tekið þátt í náttúrupassanum. Hér er hlið á málinu sem alltof litla athygli hefur fengið. Lítum aftur á spurningu og svar á heimasíðu ráðuneytisins. Spurt er hvort náttúrupassinn komi í veg fyrir gjaldtöku einkaaðila á einstökum ferðamannastöðum. Svarið er: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði“. Það er nefnilega það! Ímyndum okkur „eiganda“ að mjög sérstökum fossi sem við köllum Skvettifoss og hefur sterkt aðdráttarafl. Eða annan „eiganda“ sem á goshver sem við köllum Þeysi með ekki veikara aðdráttarafl. Þegar ferðamannafjöldinn verður kominn í eina milljón, heimsækja 50.000 ferðamenn árlega hvorn stað. Þessum svokölluðum „eigendum“ mun væntanlega ekki detta í hug að taka þátt í einhverjum valkvæðum náttúrupassasjóði, sem ríkið er að vasast með. Með smávægilegum úthlutunum eftir einhverjum samræmdum ríkisreglum. Nei takk kærlega! Þá er nú betra að leggja sitt eigið gjald á og hagnast pínulítið. Segjum 2.000 kall á haus. Það gerir 100.000.000.- (hundrað milljónir) árlega á hvorn stað. Versta útfærslan Þessi arfavitlausa hugmynd Ragnheiðar Elínar um náttúrupassa er óskiljanleg eins og margoft hefur verið bent á í ræðu og riti. Öðrum leiðum, sem eru einfaldari, skilvirkari, ódýrari, tekjudrýgri og betri til sátta meðal landsmanna og ferðamanna, hafnar ráðherra og velur verstu útfærsluna. Þarna undir er einnig heimild ráðherra til landeigenda, að aftengja lög um almannarétt Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Gæti það verið vegna þess að einhverjir munu hagnast verulega á útfærslu ráðherrans á náttúrupassanum með því að taka ekki þátt í passanum heldur rukka aðgangseyri prívat og persónulega? Getur verið að ástæðan sé sú að nú eigi að nota tækifærið og færa sameign þjóðarinnar í hendur á fámennum hópi svokallaðra landeigenda? Almannaréttur Íslendinga til umgengni á eigin landi hefur verið heilagur réttur frá landnámi. Ætli einhverjir hafi komið auga á tækifærið til að ræna rétti Íslendinga á frjálsri för um eigið land? Að hér skuli búa til stétt landgreifa með ótakmarkaðan rétt til gjaldtöku af íslenskum almenningi og erlendum ferðamönnum? Kvótakóngar í íslenskri náttúru? Hugmyndin að náttúrupassa Ragnheiðar Elínar er svo fjarstæðukennd að það má heita með ólíkindum að ráðherra, sem kosinn er á þing til að gæta hagsmuna almennings, skuli láta þvílíkt og annað eins frá sér fara. En það vekur einnig eftirtekt að ekkert heyrist frá svokölluðum landeigendum um málið. Virðist ekki vera mikil andstaða þar. Gæti verið að þeir séu dálítið ánægðir með hugmyndina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Herferð sinni fyrir þessari afleitu hugmynd heldur hún áfram þrátt fyrir afgerandi andstöðu allra hagsmunaaðila í ferðagreinum og almennings í landinu. Einnig virðir hún að vettugi efasemdir þingmanna úr stjórnarliðinu jafnt sem annarra þingmanna. Fátt virðist því geta komið vitinu fyrir ráðherrann í þessu efni og vekur það furðu. Það læðist að manni sá grunur að ætlun hennar eigi sér fleiri hliðar en þær sem haldið er á lofti. Eðlilega vakna spurningar um hvort það séu einhverjir sérstakir hagsmunir sem hún er að verja og þá hverjir tengjast þeim hagsmunum. Lítum rétt sem snöggvast á spurningar og svör af heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þar er meðal annars spurt hvar náttúrupassinn muni gilda. Svarið á heimasíðunni er: „Náttúrupassinn mun gilda á ferðamannastöðum í eigu og umsjón opinberra aðila, en auk þess verður einkaaðilum boðin aðkoma að passanum.“ Gott og vel. Náttúrupassinn á að gilda á fáum afmörkuðum stöðum í eigu ríkisins. Einnig er tekið fram að svokallaðir einkaaðilar (lesist: eigendur að íslenskri náttúru), geti tekið þátt í náttúrupassanum. Hér er hlið á málinu sem alltof litla athygli hefur fengið. Lítum aftur á spurningu og svar á heimasíðu ráðuneytisins. Spurt er hvort náttúrupassinn komi í veg fyrir gjaldtöku einkaaðila á einstökum ferðamannastöðum. Svarið er: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði“. Það er nefnilega það! Ímyndum okkur „eiganda“ að mjög sérstökum fossi sem við köllum Skvettifoss og hefur sterkt aðdráttarafl. Eða annan „eiganda“ sem á goshver sem við köllum Þeysi með ekki veikara aðdráttarafl. Þegar ferðamannafjöldinn verður kominn í eina milljón, heimsækja 50.000 ferðamenn árlega hvorn stað. Þessum svokölluðum „eigendum“ mun væntanlega ekki detta í hug að taka þátt í einhverjum valkvæðum náttúrupassasjóði, sem ríkið er að vasast með. Með smávægilegum úthlutunum eftir einhverjum samræmdum ríkisreglum. Nei takk kærlega! Þá er nú betra að leggja sitt eigið gjald á og hagnast pínulítið. Segjum 2.000 kall á haus. Það gerir 100.000.000.- (hundrað milljónir) árlega á hvorn stað. Versta útfærslan Þessi arfavitlausa hugmynd Ragnheiðar Elínar um náttúrupassa er óskiljanleg eins og margoft hefur verið bent á í ræðu og riti. Öðrum leiðum, sem eru einfaldari, skilvirkari, ódýrari, tekjudrýgri og betri til sátta meðal landsmanna og ferðamanna, hafnar ráðherra og velur verstu útfærsluna. Þarna undir er einnig heimild ráðherra til landeigenda, að aftengja lög um almannarétt Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Gæti það verið vegna þess að einhverjir munu hagnast verulega á útfærslu ráðherrans á náttúrupassanum með því að taka ekki þátt í passanum heldur rukka aðgangseyri prívat og persónulega? Getur verið að ástæðan sé sú að nú eigi að nota tækifærið og færa sameign þjóðarinnar í hendur á fámennum hópi svokallaðra landeigenda? Almannaréttur Íslendinga til umgengni á eigin landi hefur verið heilagur réttur frá landnámi. Ætli einhverjir hafi komið auga á tækifærið til að ræna rétti Íslendinga á frjálsri för um eigið land? Að hér skuli búa til stétt landgreifa með ótakmarkaðan rétt til gjaldtöku af íslenskum almenningi og erlendum ferðamönnum? Kvótakóngar í íslenskri náttúru? Hugmyndin að náttúrupassa Ragnheiðar Elínar er svo fjarstæðukennd að það má heita með ólíkindum að ráðherra, sem kosinn er á þing til að gæta hagsmuna almennings, skuli láta þvílíkt og annað eins frá sér fara. En það vekur einnig eftirtekt að ekkert heyrist frá svokölluðum landeigendum um málið. Virðist ekki vera mikil andstaða þar. Gæti verið að þeir séu dálítið ánægðir með hugmyndina?
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar