Innlent

Kynna kostnað við ljósleiðara og hitaveitu í Kjós

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Kjós er hitaveita á leið í gagnið.
Í Kjós er hitaveita á leið í gagnið. Fréttablaðið/Pjetur
Kynna á fyrir íbúum og sumarhúsaeigendum í Kjós í byrjun júní hver kostnaður verður „í raun og veru“ á lagningu hitaveitu um Kjósina að því er segir á vef Kjósarhrepps.

„Könnun á áhuga á hitaveitu og ljósleiðara hefur nú verið í gangi í nær tvo mánuði,“ segir á kjós.is. „Eins og áður hefur komið fram er áhuginn stór þáttur í vinnu við gerð verðskrár, því fleiri sem taka þátt, því lægri verður kostnaðurinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×