Innlent

Bláum apríl fagnað í dag: „Þetta er meira en venjuleg feimni“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Harpa mun skarta sínu fegursta í dag.
Harpa mun skarta sínu fegursta í dag.
Dagurinn í dag er blár í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Börn og fullorðnir eru hvött til að sýna stuðning sinn í verki með því að klæðast bláu, en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir taka þátt í verkefninu með því að lýsa bláu ljósi á byggingar sínar.

Rannveig Tryggvadóttir og Ragnhildur Ágústsdóttir, mæður einhverfra barna, sögðu frá deginum í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun.

„Þetta er meira en venjuleg feimni. Þetta eru líka erfiðleikar í félagslegu samspili, þau skilja ekki kaldhæðni, ekki hvíta lygi og skilja ekki af hverju fólk segir ekki bara alltaf satt,“ sagði Ragnhildur. „Öll erum við einhvers staðar nálægt einhverfurófinu en mismunandi nálægt.“

Blár apríl er vitundarvakning um einhverfu. Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir átakinu hér á landi og hóf styrktarsöfnun í kjölfarið. Safnað verður fyrir námskeiðum fyrir foreldra barna með einhverfu sem og félagsfærninámskeiðum fyrir börn með einhverfu.

Þá er fólk hvatt til að prenta út rammann, sem finna má hér fyrir neðan, klippa út textann og taka mynd af öllu bláu í umhverfinu. Mælt er með að fólk noti kassamerkið #blarapril. 

Viðtökur við bláum apríl hafa verið framar björtustu vonum. Það ætla flestir skólar og leikskólar á landinu að taka þá...

Posted by Styrktarfélag barna með einhverfu on 8. apríl 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×