Innlent

Fjörutíu nemar koma að verkinu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Verkfræðinemar við Háskóla Íslands sviptu í gær á Háskólatorgi hulunni af nýjum kappakstursbíl sem tekur þátt í Formula Student-keppninni.
Verkfræðinemar við Háskóla Íslands sviptu í gær á Háskólatorgi hulunni af nýjum kappakstursbíl sem tekur þátt í Formula Student-keppninni. Fréttablaðið/Stefán
Verkfræðinemar við Háskóla Íslands afhjúpuðu nýjan kappakstursbíl á Háskólatorgi í gær. Team Spark, eins og liðið kallast, fer með bílinn nýja í alþjóðlegu kappaksturs- og hönnunarkeppnina Formula Student á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi í júlí.

„Rúmlega 40 nemendur í verkfræðideildum Háskóla Íslands hafa frá því í haust unnið að þróun og smíði kappakstursbílsins TS15, meðal annars í samstarfi við nemendur úr Listaháskóla Íslands,“ segir í tilkynningu skólans.

Liðið er sagt staðráðið í að fylgja eftir góðum árangri í keppninni í fyrra, en þá var Team Spark valið bestu nýliðarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×