Innlent

Leita leiða fyrir þrettán skólabörn með bráðaofnæmi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þrettán skólabörn á Akranesi eru með bráðaofnæmi.
Þrettán skólabörn á Akranesi eru með bráðaofnæmi. Fréttablaðið/GVA
Skólaráð Akraness hefur falið Hrönn Ríkharðsdóttur skólastjóra að ræða við foreldra um leiðir til að koma til móts við börn með bráðaofnæmi í mötuneytum skólans.

Sex nemendur í Grundaskóla eru með bráðaofnæmi og sjö nemendur í Brekkubæjarskóla. Margir nemendur eru með fæðuóþol.

„Í Grundaskóla er hægt að velja mat út frá matseðli og sleppa þar með þeim máltíðum sem valdið geta ofnæmi. Ekki hefur verið í boði að elda sérfæði fyrir þessa nemendur. Í Brekkubæjarskóla er reynt að taka tillit til nemenda með bráðaofnæmi og borða flestir þeirra hádegismat í mötuneytinu,“ segir í fundargerð skólaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×