Ríflega þrisvar sinnum fleiri ofbeldiskonur leita meðferðar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2015 07:00 Skömm, ótti við að missa börnin og mögulega staðalímyndir um karlmennsku koma í veg fyrir að karlmenn segi frá ofbeldinu. vísir/gva Átakið Karlar til ábyrgðar hefur boðið upp á meðferð fyrir gerendur heimilisofbeldis undanfarin ár. Fyrir tæpum tveimur árum var byrjað að bjóða konum upp á meðferð. Tvær konur höfðu leitað sér meðferðar fyrir rúmu ári. Í dag hafa níu konur leitað sér meðferðar. Vegna fleiri kvenna sem leita sér aðstoðar mun nafni meðferðar vera breytt í Heimilisfrið á næstu dögum. Aðstandendur meðferðarinnar segja nafnabreytinguna endurspegla breytta umræðu í samfélaginu. Samt sem áður eru mun fleiri karlmenn sem leita aðstoðar og þeim fjölgar ár frá ári. 42 prósentum fleiri karlmenn hafa sótt meðferð á fyrstu sex mánuðum þessa árs en í fyrra og frá byrjun hafa 450 karlar leitað sér aðstoðar. Andrés Ragnarsson, sálfræðingur hjá Körlum til ábyrgðar, segir skömm og litla umræðu um ofbeldi gegn körlum valda því að það fái frekar að þrífast í skjóli þagnar. „Það er gott að karlmenn stígi fram og segi frá sinni reynslu. Það opnar umræðuna og brýtur niður staðalmyndir. Aukin umræða um konur sem beita ofbeldi skilar sér vonandi í því að fleiri konur leita sér hjálpar hjá okkur,“ segir Andrés.Andrés Ragnarsson sálfræðingurAndrés segir ekki mikinn mun á hvernig ofbeldisbeiting er hjá kynjunum en það sé munur á afleiðingum ofbeldisins. „Almennt er það svo að afleiðingar ofbeldis karla gegn konum eru alvarlegri. Þá er ég ekki að gera lítið úr afleiðingum ofbeldis sem konur beita, en í krafti aflsmunar eru konurnar almennt í meiri hættu.“ Andrés segir ofbeldið geta verið stjórntæki en það sé ekki síður vanmáttur. „Þá kunna þau ekki að bregðast við ögrandi aðstæðum – eru fátæk á því sviði. Það koma upp ögrandi aðstæður, þeim finnst þeim ógnað og kunna jafnvel aðeins að bregðast við á einn hátt – eða eins og haft var fyrir þeim sem börnum. Hlutverk okkar er að kenna öðruvísi viðbrögð.“ Thelma ÁsdísardóttirKarlar óttast að missa börninDrekaslóð býður öllum fórnarlömbum ofbeldis ráðgjöf. Þangað leita meðal annars karlar sem verða fyrir heimilisofbeldi. „Karlmenn tala mikið um andlegt ofbeldi en það er sannarlega líka líkamlegt ofbeldi. Konur beita til að mynda frekar áhöldum,“ segir Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi. Thelma segir tvennt koma til sem veldur því að færri karlar leiti sér aðstoðar. Konur eigi til að beita börnunum fyrir sig og hóta því að ef þeir fara þá fái þeir ekki að hitta börnin. „Og það er nú þannig að réttur kvenna í forræðismálum er mjög sterkur.“ Í öðru lagi sé eins og karlar geri sér síður grein fyrir að þeir séu beittir ofbeldi. „Það er eðlilegt út af skorti á umræðu og skömmin getur verið mikil. Margir menn hringja hingað til þess að fá staðfestingu á að það sé verið að beita þá ofbeldi og fá svo ráðgjöf í kjölfarið.“ Tengdar fréttir Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð Dofri Hermannsson óttast að missa tengslin við dætur sínar eftir skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína sem hann segir hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi í 16 ár. 3. desember 2015 20:40 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Átakið Karlar til ábyrgðar hefur boðið upp á meðferð fyrir gerendur heimilisofbeldis undanfarin ár. Fyrir tæpum tveimur árum var byrjað að bjóða konum upp á meðferð. Tvær konur höfðu leitað sér meðferðar fyrir rúmu ári. Í dag hafa níu konur leitað sér meðferðar. Vegna fleiri kvenna sem leita sér aðstoðar mun nafni meðferðar vera breytt í Heimilisfrið á næstu dögum. Aðstandendur meðferðarinnar segja nafnabreytinguna endurspegla breytta umræðu í samfélaginu. Samt sem áður eru mun fleiri karlmenn sem leita aðstoðar og þeim fjölgar ár frá ári. 42 prósentum fleiri karlmenn hafa sótt meðferð á fyrstu sex mánuðum þessa árs en í fyrra og frá byrjun hafa 450 karlar leitað sér aðstoðar. Andrés Ragnarsson, sálfræðingur hjá Körlum til ábyrgðar, segir skömm og litla umræðu um ofbeldi gegn körlum valda því að það fái frekar að þrífast í skjóli þagnar. „Það er gott að karlmenn stígi fram og segi frá sinni reynslu. Það opnar umræðuna og brýtur niður staðalmyndir. Aukin umræða um konur sem beita ofbeldi skilar sér vonandi í því að fleiri konur leita sér hjálpar hjá okkur,“ segir Andrés.Andrés Ragnarsson sálfræðingurAndrés segir ekki mikinn mun á hvernig ofbeldisbeiting er hjá kynjunum en það sé munur á afleiðingum ofbeldisins. „Almennt er það svo að afleiðingar ofbeldis karla gegn konum eru alvarlegri. Þá er ég ekki að gera lítið úr afleiðingum ofbeldis sem konur beita, en í krafti aflsmunar eru konurnar almennt í meiri hættu.“ Andrés segir ofbeldið geta verið stjórntæki en það sé ekki síður vanmáttur. „Þá kunna þau ekki að bregðast við ögrandi aðstæðum – eru fátæk á því sviði. Það koma upp ögrandi aðstæður, þeim finnst þeim ógnað og kunna jafnvel aðeins að bregðast við á einn hátt – eða eins og haft var fyrir þeim sem börnum. Hlutverk okkar er að kenna öðruvísi viðbrögð.“ Thelma ÁsdísardóttirKarlar óttast að missa börninDrekaslóð býður öllum fórnarlömbum ofbeldis ráðgjöf. Þangað leita meðal annars karlar sem verða fyrir heimilisofbeldi. „Karlmenn tala mikið um andlegt ofbeldi en það er sannarlega líka líkamlegt ofbeldi. Konur beita til að mynda frekar áhöldum,“ segir Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi. Thelma segir tvennt koma til sem veldur því að færri karlar leiti sér aðstoðar. Konur eigi til að beita börnunum fyrir sig og hóta því að ef þeir fara þá fái þeir ekki að hitta börnin. „Og það er nú þannig að réttur kvenna í forræðismálum er mjög sterkur.“ Í öðru lagi sé eins og karlar geri sér síður grein fyrir að þeir séu beittir ofbeldi. „Það er eðlilegt út af skorti á umræðu og skömmin getur verið mikil. Margir menn hringja hingað til þess að fá staðfestingu á að það sé verið að beita þá ofbeldi og fá svo ráðgjöf í kjölfarið.“
Tengdar fréttir Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð Dofri Hermannsson óttast að missa tengslin við dætur sínar eftir skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína sem hann segir hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi í 16 ár. 3. desember 2015 20:40 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð Dofri Hermannsson óttast að missa tengslin við dætur sínar eftir skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína sem hann segir hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi í 16 ár. 3. desember 2015 20:40