Landsbjörg þarf að greiða Ofur-Baldri: Sala tertu ársins 2012 hefði átt að vera bönnuð Bjarki Ármannsson skrifar 10. mars 2015 22:13 Baldur slasaðist illa á gamlárskvöld 2012 er hann fékk skoteld í höfuðið við að sprengja flugeldatertu frá Landsbjörg. Vísir/Pjetur/Daníel Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg skaðabótaskylt að hluta gagnvart Baldri Sigurðarsyni tónlistarmanni. Baldur slasaðist illa á gamlárskvöld 2012 er hann fékk skoteld í höfuðið við að sprengja flugeldatertu frá Landsbjörg. Baldur, eða Ofur-Baldur eins og hann er gjarnan kallaður, sagði sögu sína í sérstökum fréttatíma Stöðvar tvö árið 2013. Hann sagði það þar mildi að hann hafi notast við vélstjóragleraugu sín umrætt kvöld en höfuðkúpa hans brotnaði samt sem áður á þremur stöðum í slysinu og sjón hans tapaðist. Baldur segir tertuna sem hann keypti á stærð við smábifreið og að hún sé víðast hvar bönnuð í nágrannalöndunum vegna slysahættu. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að sala tertunnar til almennings hefði átt að vera bönnuð vegna „hættueiginleika“ hennar, meðal annars vegna þess að hún hefur heila þrjá kveikiþræði. Héraðsdómur taldi þó ekki fullsannað að tertan hafi verið gölluð, líkt og Baldur hélt fram. Jafnframt segir í úrskurðinum að fullsannað þyki að Baldur hafi ekki snúið frá tertunni strax og tilefni var til eftir að hafa kveikt í henni. Því sé sanngjarnt að Baldur og Landsbjörg skipti með sér sökinni, Baldur beri 1/3 hluta líkamstjóns síns en Landsbjörg 2/3. Tengdar fréttir Missti sjón í flugeldaslysi: "Yfirlæknir TR hefur af mér hálfs árs laun" Maður sem missti sjónina í flugeldaslysi um síðustu áramót fékk örorku ekki metna fyrr en hálfu ári eftir að hann varð óvinnufær. Hann segir Tryggingastofnun hafa af sér hálfs árs laun auk þess sem starfsmenn hennar sinni ekki skyldu sinni um upplýsingagjöf. 15. nóvember 2013 20:00 Fékk flugeld í andlit í fyrra og skaddaðist varanlega "Það er álíka afl í þessu og í haglabyssu og hún skaut mig á fjögurra metra færi beint í hausinn," segir Baldur Sigurðarson sem fyrir ári síðan fékk skoteld í höfuðið með þeim afleiðingum að höfuðkúpa hans brotnaði á þremur stöðum og sjón hans tapaðist. 31. desember 2013 12:40 Blindur eftir bombuslys: „Flugeldasala eftirlitslaus“ Baldur Sigurðarson er blindur eftir flugeldaslys og krefst að Landsbjörg viðurkenni skaðabótaskyldi og beri ábyrgð. Hann hefur gengið í gegnum margar aðgerðir á augum til að endurheimta sjón og þarf að fara í margar fleiri. 30. janúar 2014 07:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg skaðabótaskylt að hluta gagnvart Baldri Sigurðarsyni tónlistarmanni. Baldur slasaðist illa á gamlárskvöld 2012 er hann fékk skoteld í höfuðið við að sprengja flugeldatertu frá Landsbjörg. Baldur, eða Ofur-Baldur eins og hann er gjarnan kallaður, sagði sögu sína í sérstökum fréttatíma Stöðvar tvö árið 2013. Hann sagði það þar mildi að hann hafi notast við vélstjóragleraugu sín umrætt kvöld en höfuðkúpa hans brotnaði samt sem áður á þremur stöðum í slysinu og sjón hans tapaðist. Baldur segir tertuna sem hann keypti á stærð við smábifreið og að hún sé víðast hvar bönnuð í nágrannalöndunum vegna slysahættu. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að sala tertunnar til almennings hefði átt að vera bönnuð vegna „hættueiginleika“ hennar, meðal annars vegna þess að hún hefur heila þrjá kveikiþræði. Héraðsdómur taldi þó ekki fullsannað að tertan hafi verið gölluð, líkt og Baldur hélt fram. Jafnframt segir í úrskurðinum að fullsannað þyki að Baldur hafi ekki snúið frá tertunni strax og tilefni var til eftir að hafa kveikt í henni. Því sé sanngjarnt að Baldur og Landsbjörg skipti með sér sökinni, Baldur beri 1/3 hluta líkamstjóns síns en Landsbjörg 2/3.
Tengdar fréttir Missti sjón í flugeldaslysi: "Yfirlæknir TR hefur af mér hálfs árs laun" Maður sem missti sjónina í flugeldaslysi um síðustu áramót fékk örorku ekki metna fyrr en hálfu ári eftir að hann varð óvinnufær. Hann segir Tryggingastofnun hafa af sér hálfs árs laun auk þess sem starfsmenn hennar sinni ekki skyldu sinni um upplýsingagjöf. 15. nóvember 2013 20:00 Fékk flugeld í andlit í fyrra og skaddaðist varanlega "Það er álíka afl í þessu og í haglabyssu og hún skaut mig á fjögurra metra færi beint í hausinn," segir Baldur Sigurðarson sem fyrir ári síðan fékk skoteld í höfuðið með þeim afleiðingum að höfuðkúpa hans brotnaði á þremur stöðum og sjón hans tapaðist. 31. desember 2013 12:40 Blindur eftir bombuslys: „Flugeldasala eftirlitslaus“ Baldur Sigurðarson er blindur eftir flugeldaslys og krefst að Landsbjörg viðurkenni skaðabótaskyldi og beri ábyrgð. Hann hefur gengið í gegnum margar aðgerðir á augum til að endurheimta sjón og þarf að fara í margar fleiri. 30. janúar 2014 07:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Missti sjón í flugeldaslysi: "Yfirlæknir TR hefur af mér hálfs árs laun" Maður sem missti sjónina í flugeldaslysi um síðustu áramót fékk örorku ekki metna fyrr en hálfu ári eftir að hann varð óvinnufær. Hann segir Tryggingastofnun hafa af sér hálfs árs laun auk þess sem starfsmenn hennar sinni ekki skyldu sinni um upplýsingagjöf. 15. nóvember 2013 20:00
Fékk flugeld í andlit í fyrra og skaddaðist varanlega "Það er álíka afl í þessu og í haglabyssu og hún skaut mig á fjögurra metra færi beint í hausinn," segir Baldur Sigurðarson sem fyrir ári síðan fékk skoteld í höfuðið með þeim afleiðingum að höfuðkúpa hans brotnaði á þremur stöðum og sjón hans tapaðist. 31. desember 2013 12:40
Blindur eftir bombuslys: „Flugeldasala eftirlitslaus“ Baldur Sigurðarson er blindur eftir flugeldaslys og krefst að Landsbjörg viðurkenni skaðabótaskyldi og beri ábyrgð. Hann hefur gengið í gegnum margar aðgerðir á augum til að endurheimta sjón og þarf að fara í margar fleiri. 30. janúar 2014 07:00