Palestínumenn og við Valdimar A. Arnþórsson skrifar 25. september 2015 15:50 Það er ekki auðvelt fyrir okkur íslendinga að átta okkur á hvað raunverulega er að gerast í Palestínu. Stutta útgáfan er sú að árið1948 þegar Ísrael lýsti yfir stofnun þjóðríkis eftir að sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu skiptingu bresku Palestínu á milli Palestínumanna og Ísraelsmanna, fóru að stað stórfelldar þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsmanna, það sem Palestínumenn í dag kalla Al Nakba (hörmungarnar). Þarna hófust hreinsanir þar sem palestínskir íbúar í kringum 400 þorpum og byggðarlögum voru hraktir á brott af heimilum sínum og/eða drepnir. Þorpin voru í kjölfarið hreinsuð af yfirborði jarðar. Þessir flóttamenn hröktust m.a. til Jórdaníu og Líbanon og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum (2011) eru Palestínumenn um 11,2 milljónir og þar af eru yfir 5 milljónir Palestínumanna búsettir í flóttamannabúðum í arabalöndunum í nágrenninu og 640 þúsund annarstaðar í heiminum. Helmingur allra Palestínumanna eru á flótta, og vel að merkja þeim er ekki leyfilegt að flytja aftur heim vegna ísraelskra aðskilnaðarlaga. Árið 1967 í 6 daga stríðinu hertók Ísrael Vesturbakkann og austur Jerúsalem af Jórdaníu, Gaza ásamt Sínaí skaga af Egyptalandi og Golan hæðir af Sýrlandi. Þetta hernám stendur enn nú tæpum 50 árum seinna, nema hvað Sínaí skaganum var skilað í kjölfar Yom Kippur stríðsins 1973. Þegar land er hertekið, gilda alþjóðalög, t.a.m. að þú getur ekki hafið búsetu á hernumdu landi. Í dag er áætlað að 500 þúsund ísraelskir landtökumenn búi á Vesturbakkanum á landi sem er tekið af eigendum sínum Palestínumönnum með hervaldi.Harður raunveruleiki Hinn harða raunveruleika daglegs lífs undir þessum kringumstæðum er ekki eins auðvelt að setja í orð svo skiljist. En hernáminu fylgir í fyrsta lagi bygging aðskilnaðarmúrs meira og minna í kringum allan Vesturbakkann og Gaza. Það er ekki nóg með að múrinn loki á ferðafrelsi og kljúfi ræktarland frá íbúunum, heldur er hann einnig nýttur af Ísraelsmönnum til þess að ná yfir meira landi og gera líf heimafólks óbærilegt, með því að girða af heilu bæina og loka svo inn og útgönguleiðum. Eitt skýrasta dæmið er bærinn Quaqilliya á landmærum Ísraels og svæða Palestínu á vesturbakkanum. Hernáminu fylgja einnig ótölulegur fjöldi varðstöðva þar sem leitað er á fólki og það krafið skilríkja og för þeirra stöðvuð án nokkurra skýringa. Ekkert tillit er tekið til í hvaða ástandi viðkomandi er þegar það á leið um. Fjöldamörg dæmi eru um að sjúklingum á leið á spítala hafi ekki verið hleypt í gegn. Konur komnar að fæðingu hafa átt börn sín á gangstéttum í nágrenni við þessar varðstöðvar þegar þeim hefur ekki verið hleypt í gegn á leið sinni á spítala. Breiðar og glæsilegar hraðbrautir hafa verðið lagðar frá Ísrael yfir í landræningjabyggðir vítt og breytt um vesturbakkann, en Palestínumönnum er harðlega bannað að nýta þetta vegakerfi og til að einfalda eftirlit með því þá er sitthvor litur á bílnúmerum Palestínumanna og Ísraelsmanna.Árásum fjölgar Árásir landtökufólks á palestínsku íbúana eykst með hverju árinu og samkvæmt mánaðarlegu fréttabréfi mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem ochaopt.org hefur t.a.m. 16 sinnum verið kveikt í heimilum Palestínumanna síðan í byrjun árs 2015. Í síðustu íkveikju landtökufólks lést 18 mánaða gamalt barn og faðir þess en móðir og annað barn voru illa brennd. Móðirin lést síðan af sárum sínum þann 7. september síðastliðinn. Það er e.t.v. líka erfitt fyrir okkur að skilja að landtökufólki er ekki refsað fyrir sína glæpi gegn Palestínumönnum heldur nýtur það stuðnings hersetuliðsins í árásum sínum á Palestínumenn. Að horfast í augu við þessar hörmungar eða aðrar er erfitt og getur dregið þungann skugga yfir notalegan hversdaginn hér hjá okkur á Vesturlöndum. Það er hins vegar hægt að taka þá ákvörðun að líta ekki undan og leggja sitt litla lóð á vogarskálar mannréttinda, með fordæmingu á yfirgangi og aðskilnaðarstefnu ísraelskra stjórnvalda. Forystumenn Palestínu hafa lýst því yfir að eina vopnið í baráttu fyrir frelsi og jafnrétti sé annars vegar friðsamleg mótmæli inná hernumdu svæðunum og hins vegar viðskiptaþvinganir á Ísrael. Þess vegna styð ég að aðferðir eins og sniðgöngu, viðskiptaþvinganir, útilokun úr vísinda, íþrótta og menningarsamstarfi og að fjárfestingar verði dregnar til baka og/eða skilyrtar, að öllum þessum friðsamlegu tækjum verði beitt þar til ólöglegu hernámi Ísraels verður aflétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er ekki auðvelt fyrir okkur íslendinga að átta okkur á hvað raunverulega er að gerast í Palestínu. Stutta útgáfan er sú að árið1948 þegar Ísrael lýsti yfir stofnun þjóðríkis eftir að sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu skiptingu bresku Palestínu á milli Palestínumanna og Ísraelsmanna, fóru að stað stórfelldar þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsmanna, það sem Palestínumenn í dag kalla Al Nakba (hörmungarnar). Þarna hófust hreinsanir þar sem palestínskir íbúar í kringum 400 þorpum og byggðarlögum voru hraktir á brott af heimilum sínum og/eða drepnir. Þorpin voru í kjölfarið hreinsuð af yfirborði jarðar. Þessir flóttamenn hröktust m.a. til Jórdaníu og Líbanon og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum (2011) eru Palestínumenn um 11,2 milljónir og þar af eru yfir 5 milljónir Palestínumanna búsettir í flóttamannabúðum í arabalöndunum í nágrenninu og 640 þúsund annarstaðar í heiminum. Helmingur allra Palestínumanna eru á flótta, og vel að merkja þeim er ekki leyfilegt að flytja aftur heim vegna ísraelskra aðskilnaðarlaga. Árið 1967 í 6 daga stríðinu hertók Ísrael Vesturbakkann og austur Jerúsalem af Jórdaníu, Gaza ásamt Sínaí skaga af Egyptalandi og Golan hæðir af Sýrlandi. Þetta hernám stendur enn nú tæpum 50 árum seinna, nema hvað Sínaí skaganum var skilað í kjölfar Yom Kippur stríðsins 1973. Þegar land er hertekið, gilda alþjóðalög, t.a.m. að þú getur ekki hafið búsetu á hernumdu landi. Í dag er áætlað að 500 þúsund ísraelskir landtökumenn búi á Vesturbakkanum á landi sem er tekið af eigendum sínum Palestínumönnum með hervaldi.Harður raunveruleiki Hinn harða raunveruleika daglegs lífs undir þessum kringumstæðum er ekki eins auðvelt að setja í orð svo skiljist. En hernáminu fylgir í fyrsta lagi bygging aðskilnaðarmúrs meira og minna í kringum allan Vesturbakkann og Gaza. Það er ekki nóg með að múrinn loki á ferðafrelsi og kljúfi ræktarland frá íbúunum, heldur er hann einnig nýttur af Ísraelsmönnum til þess að ná yfir meira landi og gera líf heimafólks óbærilegt, með því að girða af heilu bæina og loka svo inn og útgönguleiðum. Eitt skýrasta dæmið er bærinn Quaqilliya á landmærum Ísraels og svæða Palestínu á vesturbakkanum. Hernáminu fylgja einnig ótölulegur fjöldi varðstöðva þar sem leitað er á fólki og það krafið skilríkja og för þeirra stöðvuð án nokkurra skýringa. Ekkert tillit er tekið til í hvaða ástandi viðkomandi er þegar það á leið um. Fjöldamörg dæmi eru um að sjúklingum á leið á spítala hafi ekki verið hleypt í gegn. Konur komnar að fæðingu hafa átt börn sín á gangstéttum í nágrenni við þessar varðstöðvar þegar þeim hefur ekki verið hleypt í gegn á leið sinni á spítala. Breiðar og glæsilegar hraðbrautir hafa verðið lagðar frá Ísrael yfir í landræningjabyggðir vítt og breytt um vesturbakkann, en Palestínumönnum er harðlega bannað að nýta þetta vegakerfi og til að einfalda eftirlit með því þá er sitthvor litur á bílnúmerum Palestínumanna og Ísraelsmanna.Árásum fjölgar Árásir landtökufólks á palestínsku íbúana eykst með hverju árinu og samkvæmt mánaðarlegu fréttabréfi mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem ochaopt.org hefur t.a.m. 16 sinnum verið kveikt í heimilum Palestínumanna síðan í byrjun árs 2015. Í síðustu íkveikju landtökufólks lést 18 mánaða gamalt barn og faðir þess en móðir og annað barn voru illa brennd. Móðirin lést síðan af sárum sínum þann 7. september síðastliðinn. Það er e.t.v. líka erfitt fyrir okkur að skilja að landtökufólki er ekki refsað fyrir sína glæpi gegn Palestínumönnum heldur nýtur það stuðnings hersetuliðsins í árásum sínum á Palestínumenn. Að horfast í augu við þessar hörmungar eða aðrar er erfitt og getur dregið þungann skugga yfir notalegan hversdaginn hér hjá okkur á Vesturlöndum. Það er hins vegar hægt að taka þá ákvörðun að líta ekki undan og leggja sitt litla lóð á vogarskálar mannréttinda, með fordæmingu á yfirgangi og aðskilnaðarstefnu ísraelskra stjórnvalda. Forystumenn Palestínu hafa lýst því yfir að eina vopnið í baráttu fyrir frelsi og jafnrétti sé annars vegar friðsamleg mótmæli inná hernumdu svæðunum og hins vegar viðskiptaþvinganir á Ísrael. Þess vegna styð ég að aðferðir eins og sniðgöngu, viðskiptaþvinganir, útilokun úr vísinda, íþrótta og menningarsamstarfi og að fjárfestingar verði dregnar til baka og/eða skilyrtar, að öllum þessum friðsamlegu tækjum verði beitt þar til ólöglegu hernámi Ísraels verður aflétt.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar